Birtingur - 01.06.1957, Qupperneq 25

Birtingur - 01.06.1957, Qupperneq 25
lífið! Yfirgnæfandi meirihluti ungra skálda og rithöfunda sem ég kann deili á er sprott- inn úr jarðvegi íslenzkrar alþýðu, hefur unnið almenn störf á sjó og landi og umgengst daglega fjöldann allan af almúgafólki, lifir lífi þess. Ein af fáum undantekningum er Jónas Árnason: kominn frá aristókratíinu, settur í mennta- og háskóla, sezt þvínæst í blaðamanns-, ritstjóra- og þingstóla í Reykja- vík, unz hann finnur sjálfur hjá sér hvöt til að stunda almenna vinnu, að því er manni skilst aðallega fyrir forvitni sakir: til að kynnast því lífi sem við hinir höfum flestir hverjir 1 i f a ð frá blautu barnsbeini. Viðleitni hans er í alla staði virðingarverð, og það er verulega ánægjulegt að hún hefur orðið honum til þroska. Hitt er fjarska óvið- kunnanlegt að það skuli stíga honum svo mjög til íhöfuðs sem raun er á: hann verður enginn Gorkí við að skreppa á skak milli þinga eða þegar hlé er á kennslu í unglinga- skólunum, til að geta síðan klappað á öxl erfiðismanna eins og klókur pólitíkus á at- kvæðavaiðum og sagt kompánlega: vinur minn Jeggvan færeyingur, stórvinur minn Sigurður Jónsson skipstjóri. Og þegar hann fer að benda alþýðumönnum I rithöfunda- stétt á alþýðuna eins og fágætan sýningar- grip sem gaman væri fyrir þá að k y n n - a s t, kemur manni aðeins eitt svar í hug: Kenn þú barnabörnum þínum. Jónasi finnst nóg komið af bókmenntum sem samdar hafa verið við skrifborð og lýsir nú eftir bókmenntum sem samdar væru við flatningsborð. Ég tók orð hans eins og hann ætlaðist til, en glotti öngu að síður með sjálf- um mér þegar að þeim kom. Vona ég að enginn misvirði þó að ég víki lítillega að persónulegri reynslu af ýmiss konar borðum: hún segir dálitla sögu sem fleiri varðar en mig. Ég átti einu sinni skrifborð og ritvél. Það var áður en ég gerðist rithöfundur. Þeg- ar ég byrjaði að stunda ritstörf kom það eins og af siálfu sér að ég seldi þessa gripi: það var ekki hægt að vera hvort tveggja í senn rithöfundur og eigandi skrifborðs og ritvélar. Síðan hef ég skrifað með ódýrum penna eða á lánsritvélar við eins konar flatn- ingsborð sem ég bjó mér til sjálfur, nema eina bók hef ég þýtt við straubretti, aðra við eldhúsbekk, þriðja handritið leit dagsins ljós í gluggakistu í gömlu Búðinni á Raufar- höfn, hið fjórða við kommóðu sem látinn maður notaði sem geymslu undir eftirlátnar eigur sínar, og eru þó fáar tegundir taldar af öllum þeim ,,borðum‘r sem maður hefur notazt við. Þetta er sannleikur. Tröllasögur Jónasar Árnasonar um langsetur ungra rit- höfunda við skrifborð eru hins vegar örugg- lega ósannar. Jafnvel þeir sem eiga skrifborð sitja áreiðanlega ekki við þau að staðaldri: þeir sáluðust fljótt úr sulti, ef þeir gerðu það. En sem ég sit hérna við flatningsborðið læðist að mér ótuktarlegur grunur um að Jónas Árnason riti reyndar mannþroskaþætti sína ,,úr lífi alþýðunnar" á eigin ritvél við eigið skrifborð. Það mundi þó ekki valda mér neinum áhyggjum af andlegri velferð hans: ég tel jafn eðlilegt að rithöfundur skrifi við skrifborð og fiskimaður fletji fisk á flatn- ingsborði. Öllum má þó ljóst véra að við höf- um fyrir löngu fengið nóg af þorski sem flattur hefur verið á flatningsborði og nú vantar okkur tilfinnanlega þorsk sem flattur væri á skrifborði. Ef bætt yrði úr þeirri vönt- un, mundi ég fyrir mitt leyti ekki leggjast gegn því, að tillaga Jónasar kæmi til fram- kvæmda, svo að öllu réttlæti væri fullnægt. 21

x

Birtingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.