Birtingur - 01.06.1958, Side 8

Birtingur - 01.06.1958, Side 8
Franski rithöfundurinn Albert Camus, sem hlaut bókmenntaverðlaun Nóbels við síðustu veitingu þeirra launa, er hálffimmtugur að aldri, fædd- ur 1918. Camus lifði uppvaxtarár sín í Alsír í Norður-Afríku. Þess sér ýmis merki í bókum hans. Fyrsta bók hans, sem út kom 1939, fjallar til dæmis beinlínis um lífið í Alsír, en auk þess sviðsetur hann sum skáldverk sín þar. En árið 1942 vekur Camus fyrst verulega athygli með bók sinni L’Etranger (Útlendingurinn). Sú bók skipaði honum á bekk með góðum höfundum, enda var henni brátt snúið á ýmis tungumál. Þetta er saga innan við 200 síður, rituð af mikilli leikni. Hún segir frá manni, sem er utangátta í heiminum, fremur óhæfuverk, drepur mann, án þess að gera sér þess grein á venjulegan hátt, að hann hafi framið afbrot, án þess að hann láti sig nokkru skipta örlög sín. Hann skynjar ekki rétt og rangt. Hann hefur engan mælikvarða á gildi eins eða neins. Þess vegna er honum sama um allt, ekkert kemur honum við. Camus hefur mjög verið bendlaður við þá heimspeki- og bókmennta- stefnu, sem nú er ekki lengur tízkufyrirbæri, en setti um skeið svip sinn ekki aðeins á bókmenntir heldur líferni unglinga og vanþroska fólks, sem komst ekki inn úr yfirborði mannshugans, en hélt að allt væri komið undir klæðaburði og kannski nokkrum danssporum í einhverri næturbúlu Parísarborgar, auk þess sem nauðsynlegt þótti að flykkjast í það kaffi- 6 Birtingur

x

Birtingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.