Birtingur - 01.06.1958, Síða 10

Birtingur - 01.06.1958, Síða 10
þeim orsökum. Camus lætur þess getið í bók sinni um pláguna, að stríð og drepsóttir komi fólki ævinlega jafnmikið á óvart. Hann setur raunar ekki fram neina skoðun á orsökum drepsóttarinnar í Oran-borg, en tæpt er á því í upphafi bókarinnar, að heilbrigðisskilyrði borgarbúa hafi ekki verið upp á marga fiska. Síðan er því lýst þegar sóttin hefst, hversu hikandi og tvístígandi yfirvöldin eru, þegar taka skal ákvörðun um, hvað gera skuli til varnar. Þau þrjózkast jafnvel við að viðurkenna, að nein hætta sé á ferðum. Camus leggur aðaláherzluna á að skýra frá því sem gerist (bókin er skrifuð í annálsstíl að nokki-u leyti), lýsa fyrir okkur mönnum, er leggja fram orku sína í baráttunni við drepsóttina, án þess að gera þá að hetjum, án þess að gera úr þeim annað en menn, sem seiglast og eru heiðarlegir. Bókin er enginn skemmtilestur og sumum mundi þykja hún úr hófi langdregin, en hún er einn mesti friðarboð- skapur nútímans, hún er viðvörun til allra þeirra, sem undirbúa stríð, en hún er skrifuð á þeim tíma, þegar stórveldi heimsins höfðu ekki enn komið sér upp birgðum gereyðingarvopna, og að því leyti er hún nú úr- elt, að hún gerir ráð fyrir borg, þar sem hluti af íbúunum lifir þó hörm- ungarnar af, en hún er enn orð í tíma talað að því leyti sem heimurinn er í dag í eins konar umsátursástandi, menn eru hræddir, tortryggnir og þora ekki að vera einlægir. I sannleika sagt verður þessum höfundi varla hrósað fyrir það, að bækur hars séu beinlínis mikill skemmtilestur, enda þótt flest verka hans haldi huganum föngnum, eins og lesandinn hafi verið beittur töfrabi’ögðum. Þau eru af þeiri’i tegund sum að geta vakið viðbjóð, en einkum þó íhugun og hi’oll, eins og það kann að vekja geig hjá bai'ni að hoi’fa út í geiminn og spyrja í fyrsta sinn: Hvar endar þetta? Camus hefur ekki aðeins skrifað skáldsögur, hann er einnig frægur fyrir leikrit sín. Sum þeirra eru góð dæmi um það, hvað lxann getur verið hx’ollvekjandi í verkum sínum, og sízt dettur mér þó í hug að halda því fram, að þau séu skrifuð til þess eins að vekja hjá mönnum hroll. Vei'k hans eru ævinlega djúpt hugsuð og alvarleg tilraun til að komast til botns í eðli mannsins og lífsaðferðum. Þau knýja okkur til að spyrja: Gæti ég hafa gert þetta? Er þetta ekki ég sjálfur? Er það ekki einmana- kcnndin í brjósti mér, ástin í brjósti mér, hatrið sem blundar innra með mér, lostinn, græðgin, afbrýðisemin, skilningsleysið, beizkjan, sumt irargfaldað með hundi’að, annað margfaldað með tíu eða alls engu? Ei'u þetta ekki spurningarnar sem hrærast í sjálfum mér, þær spurningar sem ég þorði ekki að láta sjálfan mig heyi'a? I leikritinu Caligula tekur höfundur sér fyrir hendur að endurmeta eða endurskapa á listrænan hátt, eða réttara væri að segja heimspekilegan listrænan hátt, þennan rómverska keisara, sem sagan segir að hafi verið brjálaður og gert hestinn sinn að konsúl, en var að lokum myrtur. Camus lætur Caligulu að vísu vera geggjaðan, en þó með kynlegu viti og rök- 8 Birtingur

x

Birtingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.