Birtingur - 01.06.1958, Qupperneq 22

Birtingur - 01.06.1958, Qupperneq 22
þoldi ekki hin snöggu umskipti. 1 öllu því glýsi, prjáli og tildri, sem sigldi í kjölfar iðnbyltingar Evrópu, glataði þjóðiri" arfi sínum og þar með for- sendu þess, að hún gæti tileinkað sér hina nýju alþjóðlegu listmenningu sem upphófst þegar menn tóku að átta sig eftir ringulreið fyrstu iðn- væðingaráranna. Uppi sat þjóðin með yfirborðsháttinn og smekkleysið. Áður bjuggu íslendingar sem aðrar þjóðir að aldalangri reynslu í húsa- gerð og listiðnaði. Þeir höfðu öðlazt örugga reynslu af byggingarefnum sínum, þó fábreytt væru og ófullnægjandi: torfi og grjóti. Komnar voru á fastmótaðar reglur um meðferð þess og húsin báru svip af því: þau voru rökrétt afleiðing aðstæðnanna. Þeir sem ræktuðu smekkvísi manna og listskyn, vegghleðslumenn okkar og smiðir, áttu sína arfleifð við að styðjast eins og starfsfélagar þeirra í Evrópu. En þeir stóðu verr að vígi. Ef við tökum Norðurlönd til samanburðar, er sá munur á að þar voru byggingarefni bæði fjölbreyttari og fullkomnari og menn gátu því haldið áfram að vinna að mestu úr sömu efnum og" áður. Þess vegna gátu þeir betur varizt slæmum áhrifum iðnvæðingarinnar, þróunin varð eðlilegri og listskyn raskaðist síður en ella. Á Islandi stóðu menn aftur á móti andspænis algjörlega nýjum byggingarefnum og urðu á svipstundu að tileinka sér þá tækni sem þau kröfðust. Það var hreinlega klippt á þráð þróunarinnar, menn köstuðu erfðum sínum og venjum í glatkistuna og Glaumbær

x

Birtingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.