Birtingur - 01.06.1958, Page 29

Birtingur - 01.06.1958, Page 29
Minou Drouet Saungljóð Jóhann Hjálmarsson íslenzkaði Ég hef tínt þrjú blöð á hausti og smíðað úr þeim bát og líkami hafsins er drifinn blóði þeirra Ég hef tínt þrjá túnglgeisla til að nota í reiða og þeir sauma perlur á klæði hafsins Ég hef tínt eikarstofn sem á að vera siglutré og hjarta hafsins bergmálar af ópi þess Ég hef tínt þrjá löðurfugla og búið til úr þeim segl og það rennur eins og tár á vánga himinsins Nóttin hefur tínt þrjá drauma til að ná bátnum mínum á sitt vald bylgjandi líf hafsins drekkir þeim fullt af gleði Nælon himins og aldnanna hafa umkríngt bátinn minn og að morgni er ekkert eftir nema eitt tár — rautt sem blóð

x

Birtingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.