Birtingur - 01.06.1958, Page 36

Birtingur - 01.06.1958, Page 36
vannærðir, búa í bragga. Oft hentar þeim betur að dveljast bakvið læsta hurð heldur en troða marvaðann í mannlífinu. En ég, herrar mínir, ég er þjófur líka, og ég stel miklu mest. Hvers vegna getur mín aldrei neinn að illu í dagblöðunum? Hamingjusamur þjófur er verður meiri linkindar heldur en ólánssamur þjófur, eða eruð þið ekki sammála? Ég skaffa vinnu, ég bý til gull. Þeir spilla vinnu, og þeir sóa gulli ... Samt skal þess getið, herrar mínir, að hamingjan verður ekki keypt. Hún er ódýr, hún kostar ekkert. Póstmaður stendur við dyr búðarinnar og stingur inn bréfi. Póstm. (nálgast Ásbjörn) Hver var þessi rödd? Ásbjörn. Hvaða rödd? Póstm. Það var áreiðanlega einhver rödd! Ásbjörn. Ég hef staðið lengi hérna á torginu og virt fyrir mér bílana, fjandinn hafi að ég hafi heyrt neina rödd. Póstmaður tekur upp pontu. Póstm. Sé að maðurinn er háttsettur. Trúi að honum hefði brugðið ef hann hefði heyrt þessa rödd. Ásbjörn. Ég heyri ... Ég sé ... Ég skil ... Hann ber niður stafnum. Megi þeir níða mig! Póstm. (snússar sig) Það er nú svo . .. Þið kunnið ykkur . .. Þið heyrið aðeins það sem þið viljið heyra ... Ég hef aldrei kunnað mig. Alla ævina hef ég verið að eltast við einhvern andskotann. Áður voru það rollurnar, núna eru það húsnúmerin! Ásbjörn. Gamall bóndi, ha? 34 Birtingur

x

Birtingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.