Birtingur - 01.07.1960, Blaðsíða 4
að þeir séu ávallt samdóma um iistir, en um eitt skilst mér að
þeir séu sammála: ákveðnar lágmarkskröfur, sem gera verður til
höfunda og verka þeirra, svo þau geti talizt boðleg í siðuðu þjóð-
félagi. Þeim er og ljóst, að listin er engin dægurfluga, kjaftasaga,
sem hver og einn geti hent á lofti áreynslu- og hugsunarlaust. Til
þess að tileinka sér listmennt verða menn að leggja á sig erfiði,
þreifa fyrir sér, öðlast reynslu.
Mér dettur í hug grein, sem Stefán Jónsson rithöfundur skrifaði
einhvern tíma um uppeldi: „Ef við lítum til dýranna, sjáum við upp-
eldisaðferðir þeirra, margbreytilegar en agasamar og þó mjög ein-
faldar. Eldri kynslóðin ræður, mótar lífsviðhorfin hjá hinni yngri
og kennir henni. Þannig var þetta líka á síðustu tímum í mamv
heimi og einnig hér hjá okkur og þannig hlýtur þetta að eiga að
vera. En nú er þessu raunverulega alveg snúið við“. Áður fyrr þótti
það sjálfsagt að hæfileikamenn á sviði byggingarlistar gegndu for-
ustuhlutverki og þeir mótuðu meira og minna umhverfi síns tíma.
Aðall, konungar og kirkja sóttust eftir slíkum mönnum, sem sagan
gleggst ber vitni. Hér hjá okkur er þessu raunverulega alveg snúið
við á síðustu tímum: Skussarnir ráða mestu. Þeir sem einkum hafa
sett svip á nýju hverfin í Reykjavík og út um landsbyggðina eru
hinir menntunarlausu og hæfileikasnauðu, menn sem hvergi í heim-
inum fengju að teikna hús nema hér á landi.
Það er ekki nema gott um það að segja að eiga sín hreppaskáld og
hossa þeim sem vera ber, en hitt er alvarlegra, þegar þessi skáld-
verk falla í viðjar járnbentrar steinsteypu. Bók gleymist og bók er
hægt að fela, en hús standa við veginn og verður ekki í einu vet-
fangi kastað á sorphauga. Hver sem haldið getur á blýanti og ekki
er fáviti teiknar hús í dag á Islandi, og það sem meira er, fær það
samþykkt. Það er eins og sían sem sigta skal hismið frá kjarn-
anum sé mjög farin að slitna, stundum virðist hún gjörsamlega
týnd. Ég tel byggingarnefndir héraða og bæja bera einna mesta
ábyrgð á því hörmungarástandi, sem hér ríkir í byggingarmenningu.
Það er ásamt öðru aðkallandi nauðsyn að breyta starfsháttum
þeirra. Svo virðist sem viðkomandi aðilar hugsi aðeins um það
hvort hús geti staðið uppi, en ekki hitt, hvort það fái staðizt fyrir
augum siðaðs fólks. Á Islandi virðist hin ómótaða tilfinning fyrir
fegurð hluta, sniði þeirra og stærðum, sem býr með hverjum heilvita
manni, hafa brotizt úr böndum, rutt burtu hinni eðlilegu stíflu að-
halds, aga og menntunar.
2 Birtingur