Birtingur - 01.07.1960, Blaðsíða 14
Staða eða staður
eining
hrynjandi
hlutfall.
„Púnktur heitir einn staður í rúminu“, segir Ólafur Daníelsson í
bók sinni um flatarmyndir. Frumstærð, frumeining er púnkturinn,
staðarhugmyndin. 1 allri rúmskipan skiptir staðarhugtakið miklu
máli. Við skipum þessum fleti, þessum glugga á stað, sem sam-
svarar ákveðinni innri kröfu okkar.
Nátengt staðarhugtakinu er einingarhugtakið. Gjörvallur heimur
okkar er uppbyggður af óendanlegum fjölda eininga.
Röð eininga: púnkta, flata, glugga, tóna, atóma í lögmálsbundinni
skipan, það köllum við hrynjandi, rytma. Lögmálsbundin hreyfing
eða sveifla. Allt hrynur: plánetur, flóð og fjara, blóðrás manna og
dýra, öndunin. Ljóðlína, húshlið, mynd. Við skynjum innra með
okkur þennan undarlega takt. Tökum einfaldasta dæmi um hrynj-
andi í formheimi:
12 Birtingur