Birtingur - 01.07.1960, Blaðsíða 26
Þetta eru samsíða skálínur, sem eru þverskornar sitt á hvað af
nokkuð þéttriðnum styttri línum. Fyrir bragðið sýnist okkur upp-
haflegu línurnar dansa sitt á hvað.
Að lokum sýni ég hér tröppuna frægu sem ýmist er hægt að sjá
rétta eða á hvolfi. Þetta sýnir hve allt rúmskyn er háð mannshug-
anum og skýringum hans á fyrirbærunum sem að berast. Sagt er
kð un^börnum og blindum mönnum er fá sjónina aftur sýnist ver-
öldin flöt ásýndum.
Við höfum sagt að heimur mynda og heimur náttúrunnar væri smíð-
aður úr öreiningum í sífelldri hrynjandi, þannig virðist og fleira
líkt með þessum veröldum: Án mótsetninga andstæðna getur hvorug
þeirra öðlazt líf fyrir sjónum okkar, annars væri um aldeyðu, sí-
bylju eða óskapnað að ræða. Þar birtast andstæður ljóss og myrkurs,
hrings og fernings, andstæður guls og blás litar. Þar er að finna
mótsetningar fjölda og fæðar, stórra og smárra stærða. Þá þykir
okkur hlutur fagur eða samræmisbundinn, ef hann birtir átök and-
24 Birtingur