Birtingur - 01.07.1960, Page 10

Birtingur - 01.07.1960, Page 10
Við skulum drepa stuttlega á nokkur frumlögmál fagurskyns eða kannski öllu heldur formskyns. Það má heita að ástundun fagur- fræði hafi verið vanrækt hér á landi til óbætanlegs tjóns fyrir alla sjónmennt. Án vitundar um frumgildi fagurfræði skapar enginn maður eða þjóð heilsteypta rúmtakslist. Vissan um nauðsyn þess að endurvekja og endurmeta lögmál þessi hratt meðal annars af stað hinni sönnu nútímalist og setti nýjan og ferskan blæ á verk hennar. Meðal bókmenntaþjóðar, eins og íslendinga, virðist búa ein- hver dulin fyrirlitning á stafrófi myndlista: menn fussa við fern,- ingum, getur þríhyrningur nokkurn tíma orðið forvitnilegur, eða innbyrðis afstaða flata verið eftirsóknarvert rannsóknarefni ? Menn telja það fyrir neðan virðingu sína að meta sjónarhlutfall. En hvað þá um hámenningarskeið veraldarsögunnar? Halda menn ef til vill að hin einfalda tign grísks hofs hafi vaxið upp af litteratúr eða gotnesk kirkja hafi verið reist af mönnum, sem litu niður á sam- ræmi flata og ferninga? Lítið á frumteikningu af Dómkirkjunni í Mílanó og sjáið hvernig hún hefur fæðzt af leilc með þríhyrnur og hringa. Hefði tilfinningin fyrir samspili stærða ekki blundað í brjósti formæðra okkar og forfeðra og henni verið sómi sýndur, þótt við frumstæð skilyrði væri, þá ættum við ekki þessi teppi, þess- ar fjalir, þessa merkilegu bæi, oklcar eina stolt, þó að menn virðist ékki gera sér það ljóst. Til frekari andsvara við þeim fullyrðingum iað ástundun fagurlistafræði sé hégómi einber, vildi ég vitna í ágæta ræðu úr bók Guðmundar Finnbogasonar: Frá sjónarheimi: „Ég get ímyndað mér, að sumum finnist það undarleg fagurfræði, að tala mest um einfaldar línur eða strik, um stellingu þeirra, stefnur, skiptingu í hlutföll sín á milli, eða þá um einfaldar myndir klipptar úr pappír. En það er um ríki fegurðarinnar eins og himnaríki, að nema menn verði eins og barn, fá þeir þar ekki inngöngu. Ef menn vilja gera sér grein fyrir því, hvernig á því stendur að manni fellur ein stefna, eitt hlutfallið, eitt formið betur í geð en annað, þá er öruggasta leiðin sú, að athuga hluti, sem eru svo einfaldir, að dómur vor um þá er eingöngu kominn undir því atriðinu, sem til rann- Sóknar er í hvert skiptið. Eins og við lærðum að þekkja stafina hvern fyrir sig og hvaða hljóð þeir tákna, en síðan hvernig þeir ganga í ýmisleg sambönd og mynda orð, og hvernig hljóðin sem þeir tákna fá sinn blæ eftir því í hvaða hljóðsambandi þau eru, eins er um þau atriðin, sem vér höfum verið að athuga. Ef vér höfum gert oss grein fyrir gildi hvers þeirra út af fyrir sig, þá verður 8 Birtingur

x

Birtingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.