Birtingur - 01.07.1960, Qupperneq 12
auðveldara á eftir að meta þær heildir, sem þau birtast í og skilja
hvaða hlutdeild þau eiga í áhrifum heildarinnar. En auðvitað má
aldrei gleyma því, að áhrif heildarinnar verða aldrei að öllu leidd út
frá áhrifum frumparta hennar hvers fyrir sig og samanlagðra.
Orðið hljómar öðru vísi sem heild en ef vér heyrðum hvert hljóð
þess út af fyrir sig með bili á milli, þó í réttri röð væri. Vér getum
haft meiri gleði af að sjá tvær myndir dregnar saman í eina heild,
heldur en að sjá þær hvora við hliðina á annarri. Þess vegna draga
menn löngum stafi saman á signetum í útsaumi. Við það kemur
fram ný mynd, sem að víöu felur báða stafina og fegurð þeirra í
sér en hefur þó nýja fegurð, sem er eins og samhljómur beggja.
Og vér vitum vel, að stafir fara mjög misvel saman í slíkri mynd,
stundum svo illa, að betra er að draga þá ekki saman.
Vér skulum fyrst virða fyrir oss nokkrar einfaldar flatarmyndir og
síðan hvernig þær fara saman“.
Hvarvetna þar sem við lítum blasa við okkur þessar einföldu flatar-
myndir. 1 stofunni: borðið er hringlaga, hurðin ferhyrnd. Á götunni:
húshlið er stór ferhyrningur með aðra smærri innan marka sinna,
gluggana. Heimur myndanna eins og heimur náttúrunnar, virðist
vera byggður upp af þessum frumeiningum. Gefið gaum að snjó-
kristal í smásjá.
Smásjármynd af snjókristal.
Rifjum upp fyrir okkur einföld sannindi, þau virðast gleymast ein-
mitt fyrir það hve einföld þau eru. Ég hef reynt að skipa form-
fræði myndheimsins niður í flokka:
10 Birtingur