Birtingur - 01.07.1960, Page 25

Birtingur - 01.07.1960, Page 25
minni sýnist stærri en sá sem er innan þess stærri. Augað ber óaf- vitandi saman hlutföllin á milli hringanna og dómur þess markast fremur af því en nákvæmum samanburði á milli upphaflegu hring- anna. I annan stað höfum við tvær jafnlangar línur. Á endann á báðum drögum við skálínur en snúum þeim inn á línuna í öðru tilvikinu en frá henni í hinu. Sú línan sýnist mun styttri þar sem skálínújnjtar hallast inn á línuna. Þetta stafar að einhverju leyti af því að ahg- anu finnst þrengra um sig þar en á hinni myndinni. >-------------------------< ^ Þá skulum við virða fyrir okkur tvo jafnstóra ferninga, sem mynd- aðir eru af samsíða strikum, þó þannig að í öðrum ferningnum eru þær lóðréttar en í hinum láréttar. Okkur sýnist sá sem myndaður er af láréttum línum vera hærri og mjórri, en sá sem er dreginn með lóðréttu línunum vera lægri en breiðari. Birtingur 23

x

Birtingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.