Birtingur - 01.07.1960, Qupperneq 30

Birtingur - 01.07.1960, Qupperneq 30
liygli, að hattur hennar hefur skekkzt, en vegfarendur glotta í .’aumi. Lítum á önnur tvö dæmi: grunnmyndir húsanna nr. 8 við Dyngju- veg og nr. 58 við Flókagötu. Af grunnmyndum húsa má nokkuð marka skýrleika hugsunarinnar, er að baki býr. Af annarri teikn- ingunni má ráða einfalda og skýra hugsun, er skipar hverri rúm- einingu eðlilega niður. Á hinni mætir okkur óróleiki; í myndinni er enginn ákveðinn ás, hvað hleðst utan á annað, eins og byggt sé við á árafresti og af hendingu. Við athugun á verkum arkitektanna í þessari bók kemur í Ijós, að skipta má höfundum í tvo meginhópa eftir einkennum þeim, er tekin hafa verið dæmi af hér að framan. Þetta verður þó enn gleggra, ef litið er á heildarsvip íslenzkrar húsagerðar nú á dögum. Annars vegar eru hæfileikamenn, er reyna að skapa heilbrigða íslenzka nútíma byggingarlist. Þeir gera sér grein fyrir, hvar þeir eru staddir í tíma og rúmi. Hins vegar eru tveir hópar, menntir og gegnir menn sumir hverjir, en virðast ekki skynja þann tíma, sem þeir iifa á og fyrir bragðið öðlast verk þeirra aldrei sannfærandi blæ, það örlar jafnvel á sérvizku í sumum þeirra og er þá nefnt þjóðlegt einkenni; og svo lítt menntaðir og hæfileikasnauðir menn sem hvergi ættu nærri listsköpun að koma, vinna verk sem eru gölluð og sum þeirra hreinn afkáraskapur og skringilmennska. 28 Birtingur

x

Birtingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.