Birtingur - 01.07.1960, Side 32
Fleira kemur í ijós þegar bók þessi er athuguð. Hún heitir að vísu
„íslenzk íbúðarhús“, en við nánari aðgæzlu sést að í bókinni eru yfir-
leitt birt hús efnafólks eða betri borgara. Að sumu leyti er það eðli-
legt, þar sem segja má að arkitektar fái þar frekar tækifæri til að
reyna hæfni sína og minna er þar til sparað en ella, enda ekki að svo
komnu má,li jafnaður auðsmunur. Hinu má ekki gleyma, að efna-
minna fólk hefur líka reynt að koma sér þaki yfir höfuð og á engu
minni rétt til þægilegra og smekkvísra húsakynna. Hvar er þess
hlutur? Það skyldi þó aldrei koma upp úr kafinu að það hafi verið
vanrækt? Húsagerðarmeistarar nútímans hafa hins vegar talið það
eftirsóknarvert viðfangsefni að skapa hinum almenna manni verðuga
híbýlamenningu, enda hafa þær tilraunir sett einna sterkast svipmót
á nútímabyggingalist. Lítið sem ekkert ber á þeim verkum í bókinni
„Islenzk íbúðarhús“ og nánast engin tilraun gerð til að brjóta til
mergjar vandamál íslenzkra bygginga í dag. Það hefur sem sé komið
í ljós af rannsóknum, sem reyndar var grunur sumra, að á íslandi er
húsrými illa nýtt. Þjóð sem telur aðeins 170 þúsund manns skyldi
fara sparlegast allra með fjármuni sína í byggingarframkvæmdum,
en ekki bruðla með þá eins og raun ber vitni. Um þá sérstöðu sem
af fámenni þjóðarinnar leiðir í húsagerð hér um slóðir er ekkert
fjallað í téðri bók, hvað þá að bent sé á lausnir. Meginstefna okkar
hefur verið að ögra þessari staðreynd eða sniðganga hana í algjöru
sinnuleysi. Ástæðurnar eru sjálfsagt margar, en einkum þó þríþættar
að eðli: Sálfræðilegar, þjóðfélagslegar og menningarlegar. I húsgerð-
arlist og híbýlamenningu hafa íslendingar ekki kunnað að sníða sér
stakk eftir vexti. Þeir sveitast við að vera annað en þeir eru og miða
allar greinar þjóðlífsins við hætti stórþjóða. Smáþjóðarhugtakið fer
mjög í taugarnar á okkur, og sanna skal jafnt útlendum sem sjálfum
sér, að hér búi ekki menn lítilla sanda, lítilla sæva. Ég er ekki að
halda fram kotungsviðhorfum, en vitanlega verður að reka þjóðfélag
170 þúsund manna með öðru sniði en milljónaþjóðir stýra sínum bú-
skap. Það er hörmulegt til þess að vita, að hin minnsta meðal sjálf-
stæðra þjóða skuli hafa hagað uppbyggingarstarfi sínu í húsgerðar-
list og borgarskipulagi jafn fálmkennt og raun hefur á orðið.
Við skulum taka dæmi frá síðari árum: Hálogalandshverfið mun
hýsa um 6000 manns. Hliðstætt byggðahverfi væri t. d. í Skandinavíu
skipulagt og reist undir samræmdri stjórn ábyrgra aðila, bæði hvað
viðvíkur listrænni útfærslu og verklegum framkvæmdum. Hér er allt
annar háttur hafður á. Að vísu er til heildarskipulagsuppdráttur
30 Birtingur