Birtingur - 01.07.1960, Síða 34
fyrir hverfi sem þetta, að sumu leyti sæmilega unninn, sumu leyti
hæpinn, en þegar til kastanna kemur að byggja upp hverfið og kveða
á um heildarsvip og samræmingu, er öllum hömlum aflétt og hver og
einn fær að fara sínu fram að eigin geðþótta. Þessu háttalagi mætti
líkja við það, að myndlistarmaður teiknaði frumdrætti verks, stillti
því út á almannafæri ásamt litum og pentskúf og léti vegfarendur
um að setja sinn litinn hver inn á þá grind, sem listamaðurinn hafði
reist á fleti sínum. Menn munu sammála um að slíkt væru furðuleg
vinnubrögð.
Fleira er óhreint 1 pokahorninu. Verst er þegar menn breyta alger-
lega gerð húsanna. Það eru ákveðnar heildir innan slíkra hverfa, há-
hýsi sér, fjögra hæða fjölbýlishús sér, tveggja hæða tvíbýlishús sér.
Hvað skeður? Þeir sem fá lóðir undir tveggja hæða hús, taka sig
saman og heimta húsin stækkuð þannig: að kjallari, sem er bann-
aður sem vistarvera eftir íslenzkum lögum er hækkaður og gerður
að íbúð; risið er einnig hækkað, svo að í raun og veru er um fulla
íbúðarhæð að ræða. í flestum tilfellum verða þetta einskonar fjögra
hæða turnlíkingar, allt of stórar fyrir þá lóð er þeim var ákveðin og
afskræmi í húsgerð. Af þessu brambolti öllu hefur vaxið sérstætt
fyrirbrigði, hinn nýi íslenzki þakkúltúr, einhver versti draugur sem
hér hefur riðið húsum í orðsins fyllstu merkingu, og háttalag bygg-
inganefnda minnir óneitanlega mikið á söguna um strútinn með höf-
uðið grafið í sand. Hvert hverfið af öðru í lieykjavík og víðar hefur
verið eyðilagt á þennan hátt; er skemmst að minnast Rauðalæks-
hverfisins. Og skriðan mjakast áfram. Stutt er síðan bæjaryfirvöldin
leyfðu sama háttalag í því hverfi sem brátt skal rísa af grunni í
Safamýri, kjallaraíbúð hefur þegar verið leyfð og sennilega þarf ekki
lengi að bíða eftir skúrþakasinfóninum. Meðal menningarþjóða er
farið allt öðru vísi að: samstarfshópur arkitekta eða einn viður-
kenndur og mikilhæfur húsameistari ráða að mestu skipulagi og út-
liti slíkra hverfa. Það er svo ótalmargt sem vinnst með þeim vinnu-
brögðum: heildarsvipur verður meiri og betri, möguleikar á stöðlun
húseininga, svo sem glugga eða stiga, og með því að veita einum
verktaka stórt viðfangsefni aukast möguleikar á hentugri vinnuað-
ferðum og þar með lækkun byggingarkostnaðar.
Hingað til hafa atkvæðahræðsla og gróðahyggja smáspekúlanta
staðið í vegi fyrir heilbrigðri þróun í þessum efnum sem svo mörg-
um öðrum. Ég vildi benda á tvö dæmi um andstæða starfsaðferð:
Starfsmannahús S.l.S. í Kópavogi eftir Sigvalda Thordarson og
32 Birtingur