Birtingur - 01.07.1960, Blaðsíða 44
Vinnuheimilið að Reykjalundi eftir Gunnlaug Halldórsson. Byggð-
arreitur Sigvalda verkar eins og vin í þeirri eyðimörk ömurleikans
sem Kópavogskaupstaður er. Ekki er að vita hvort pólitíkusar eru
almennt verr menntir eða gefnir en fólk er flest, en það sést bezt
á Kópavogi, þar sem talið er að róttækir og víðsýnir menn haldi
um stjórnvölinn, að í raun eru þeir ekki hótinu skárri en svokallað
bæjarstjórnaríhald í Reykjavík eða framsóknarsveitamenn úti um
landsbyggðina. Þetta er sannarlega undarlegt, þegar þess er gætt,
að meðal þeirra manna, sem ráðið hafa Kópavogskaupstað, eru
gáfaðir arkitektar; eins og af hendingu hefur einn þeirra fengið
tækifæri til að gera líkan í mælikvarða einn á móti einum fyrir þá.
Hvers vegna var Sigvaldi ekki látinn ráða skipulagi Kópavogs, ráða
heildarbrag hans? Já, hvers vegna?
Hitt dæmið er Vinnuheimili S. 1. B. S. Reykjalund má með
réttu kalla þorp eða vísi að smábæ. Um sömu vandamál er þar
að ræða og þegar borg er byggð: koma þarf húsum fyrir í bæjar-
landinu með fyrirfram ákveðnu skipulagi og fella inn í það sam-
ræmt útlit húsa. 1 rauninni er þetta í fyrsta og eina skiptið á íslandi
sem sá sjálfsagði háttur hefur verið hafður á. Gáfaður og mikil-
hæfur arkitekt er strax hafður með í ráðum, hann gerir áætlun
fram í tímann og hún er haldin, enda er árangurinn eftir því: eitt
af örfáum byggðahverfum á Islandi, sem ekki þarf að skammast
sín fyrir.
Örlagaríkir viðburðir í þjóðarsögu örfa þá öfugþróun, er fyrr var
frá sagt, ekki sízt heimsstyrjöldin síðari og hernám Islands. Tál
þess gróða, sem í kjölfarið sigldi, hefur margan ginnt og spillt
ótrúlega fyrir þeirri viðleitni, sem tók að bæra á sér á árunum milli
1930 og 1940 að koma hér skynsamlegu nútímayfirbragði á byggð-
armenningu. Mörg húsin er byggð voru um og eftir 1941 eru hold-
tekin dæmi þess hugarfars er af auðfengnum gróða sprettur: tild-
ursleg, flúruð og sneydd þeim einfaldleika og látleysi er prýða
beztu verk nútímalistar. Munur þessara tveggja tímabila í íslenzkri
menningarsögu sést glöggt, þegar virt er fyrir sér götulína í þeim
hverfum, sem reist voru á árunum rétt fyrir stríð, og sá skörðótti
hundskjaftur, sem götumyndin er í dag. (Sjá myndir á bls. 40).
Það talar skýrustu máli um hve þjóðin er andvaralaus og skiln-
ingssljó á eðli byggingarlistar, að engin listasaga, stílsaga, listheim-
speki, nc fagurfræði er svo vitað sé kennd í nokkrum skóla á Islandi.
Hugsið ykkur það: við iðnskóla hér, sem móta á alla handverks-
34 Birtingur