Birtingur - 01.07.1960, Page 46
VINNUHEIMILIÐ AÐ REYKJALUNDI.
„Áður fyrri voru myndarheimili sem svo voru kölluð víða
á íslandi. Þó ekki væri nema eitt í sveit, stuðlaði slíkt
heimili að því að gera þá sveit góða .. .
., . Meðan siðmenníng helst ekki í hendur við skóla-
mentun og almenna velgeingni í landinu, þá er gott að
eiga enn myndarheimili í sveitum. Hlutverk slíkra heimila
stendur enn í fullu gildi, kanski aldrei einsog nú. Mér
hefur altaf fundist Reykjalundur í Mosfelssveit vera eitt
lifandi dæmi þessara sígildu myndarheimila. Ég held að
mig hafi einhverntíma endur fyrir laungu dreymt um að
allar íslenskar sveitir væru samansettar úr þvílíkum
myndarheimilum: glæsilegar hvirfíngar smárra hag-
kvæmra fjölskylduhúsa sem skipað er umhverfis volduga
menníngarhöll handa þvi fólki sem á landið og ræktar
það, — einsog lundur umhverfis hlyn. Hið stóra miðhýsi
„lundarins" átti vitaskuld að vera í senn andleg aflstöð
heimilisins og fyrstaflokks hótel fólksins. Við þessu líka
híbýlaprýði fanst mér að þeir ættu að lifa sem eiga að
rækta íslenska jörð . . .“. H. K. Laxness.
Vinnuskálar.
Ibúðarhús vistmanna.
►
*