Birtingur - 01.12.1960, Side 4
Comte de Lautréamont:
ÚR SÖNGVUM MALDORORS
Ég leyfi mér, án þess að vera hrærður,
að þylja hárri röddu þau alvarlegu og
köldu orð, sem þið nú fáið að heyra.
Veitið athygli því, sem þau hafa að
geyma, og gætið ykkar á óþæginda-
kenndinni, sem þau eru vís til að skilja
eftir einsog brennimark í ruglaðri
ímyndun ykkar. Hyggið ekki að ég sé
að því kominn að deyja, því enn er ég
ekki beinagrind, og ellin hefur ekki sett
mörk sín á enni mér. Vísum því á bug
hverri hugmynd um samanburð við
svaninn á þeirri stund þegar líf hans
líður burt, og sjáið ekki fyrir framan
ykkur annað en ófreskju, sem ég er
feginn að þið getið ekki séð framan í;
og þó er hún ekki jafnskelfileg og sál
hennar. Þrátt fyrir þetta er ég ekki
glæpamaður . . . Sleppum því. Það er
ekki langt síðan ég sá hafið aftur og
þrammaði um á stjórnpöllum skipanna,
og ég man það skýrt einsog það hefði
gerzt í gær. Verið samt, ef þið getið,
jafn róleg og ég við þennan lestur,
sem ég iðrast þegar eftir að bjóða ykk-
ur, og roðnið ekki við tilhugsunina um
hvað mannshjartað er. Ó, kolkrabbi
með lambsaugun! Sál þín er óað-
skiljanleg sál minni, þú, fegurstur af
íbúum jarðkúlunnar, sem ríkir yfir
kvennabúri með fjögur hundruð blóð-