Birtingur - 01.12.1960, Qupperneq 5

Birtingur - 01.12.1960, Qupperneq 5
sugum: í þér sitja göfuglega einsog það væri þeirra eðlilegi bústaður, með almennu samþykki, með óslítanlegum tengslum, hin Ijúfa smitandi dyggð og hinar guðlegu nóðargófur; af hverju ert þú ekki hjó mér, kvikasilfursmagi þinn við ólmbrjóst mitt; hví sitjum við ekki báðir á einhverjum kletti í flæðarmálinu að horfa á þessa sýn, sem ég tilbið! Gamla haf úr kristalsöldum, þú líkist að nokkru þeim heiðbláu blettum, sem sjást á bitnu baki mosans; þú ert víð- feðmur blámi, sem makað hefur verið á líkama jarðarinnar: þessi samlíking fellur mér. Og við fyrstu sýn líður frá þér langdreginn þunglyndisgustur, sem halda mætti að væri hvísl sætlegrar golu þinnar, og skilur eftir sig óafmá- anleg mörk í djúpt skekinni sálinni, og í huga elskhuga þinna minnir þú á hörkulegt upphaf mannsins, þar sem hann kynnist sársaukanum, sem skilur ekki framar við hann. Ég heilsa þér, gamla haf! Gamla haf, samhljómafull bungulögun þín, sem gleður alvarlega ásjónu flat- armálsfræðinnar, minnir mig helzti mikið á smá augu mannanna, lík aug- um villigaltarins fyrir smæðar sakir, og augum náttuglanna fyrir hringlaga fullkomleik útlínanna. Þrátt fyrir það hafa mennirnir haldið sig fagra á öll- um öldum. Ég hygg þó, að maðurinn trúi ekki á fegurð sína nema af sjálfs- elsku; því hversvegna horfir hann með svo mikilli fyrirlitningu á andlit náung- ans? Ég heilsa þér, gamla haf. Gamla haf, þú ert tákn sjálfslýsingar-

x

Birtingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.