Birtingur - 01.12.1960, Page 7

Birtingur - 01.12.1960, Page 7
náunga sinn, sem húkir á sama hátt í öðrum helli. Hin mikla alþjóðafjöl- skylda mannanna er tálsýn, sem hæfir lágkúrulegustu röksemdafærslu. Auk þess afhjúpast hugmyndin um van- þakkiætið við að horfa á frjósöm júgur þín; því við hugsum óðara til þeirra fjölmörgu foreldra, sem eru svo van- þakklátir skaparanum að þeir setja ávöxtinn af vesölu sambandi sínu út á gaddinn. Ég heilsa þér, gamla haf. Isidore Ducasse, sem tók sér höfundar- nafnið Comte de Lautréamont (Greif- inn af Lautréamont), er fæddur í Montevideo, Uruguay, árið 1846. Faðir hans var ættaður frá Pyreneafjöllum. Isidore ólst upp í Montevideo, en árið 1860 fer hann til Frakklands og sezt þar í menntaskóla. Hann hefur verið afbraqðs námsmaður. því hvað eftir annað fær hann verðlaun fyrir vmsar námsgreinar, einkum latínu. stærðfræði og teikningu. Það er í Suður-Frakk- landi, í nánd við Pyreneafiöll, sem hann stundar nám sitt, en að loknu prófi fer hann til Parísar. Um veru hans þar er nálega ekkert vitað.

x

Birtingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.