Birtingur - 01.12.1960, Qupperneq 9
Eugene lonesco:
Öll leikrit mín eiga rætur sínar í tvenns-
konar megin-hugarástandi. Stundum er
annað ástandið alls ráðandi, stundum hitt;
stundum blandast þau hvort öðru. Þetta
er tvenns*konar tilfinning, annarsvegar
hverfleika-tilfinning og hinsvegar þunga-
tilfinning, tilfinning tómleika og tilfinn-
ing ofhlæðis; tilfinning fyrir gagnsæjum
óraunveruleika heimsins og ógagnsæjum
þéttleika hans; skynjun ljóss og djúpra
skugga. öll okkar hefur á vissum stundum
lient að finnast heimurinn gerður úr ein-
hverju draumkenndu efni, að veggir hefðu
ekki lengur neina þykkt. Þá er eins og
við sjáum í gegn um allt, eins og við
lifum í heimi án rúms, heimi sem er ekki
annað en ljós og litir; öll tilvera okkar;
öll heimssagan finnst okkur þá helber
markleysa, meiningarlaus og ómöguleg.
Ef menn ekki átta sig á þessu fyrsta
stigi villu sinnar (mönnum finnst nefni-
lega endilega að þeir séu staddir í al-
ókunnum heimi) endar hverfleika-tilfinn-
ingin í angist, líkast því að menn sundli.
En þetta getur allteins orðið mönnum létt-
ir: angistin breytist snögglega í frelsis-
kennd; ekkert skiptir lengur máli nema
sú dásemd að vera til, þessi furðulega,
morgunferska reynsla okkar og nýfengið
frelsi; okkur rekur í rogastanz við að
uppgötva, að við lifum í heimi sem sýn-
ist vera eintóm blekking og hugarburð-
ur — þar sem öll hegðun manna birtir
okkur fáránleika sinn og öll sagan af-
hjúpar fullkomið tilgangsleysi sitt; veru-
leikinn allur og sjálft málið gliðnar í
sundur, hrinur í mola og missir alla merk-
ingu, og þegar allt hættir þannig að skipta
máli, hvað er þá annað að gera en hlæja
Hvaðan
leikrit mín
eru runnin
Birtingur 7