Birtingur - 01.12.1960, Page 11

Birtingur - 01.12.1960, Page 11
heimur eru sett á svið. En þar sem smá- heimurinn er eftirmynd hins stóra, og hver cinstakur okkar er um leið allir hinir, þá er það dýpst í sjálfum mér, í ángist minni og draumum mínum, það er í einstæðingsskap mínum sem ég get verið öruggastur um að finna hið ak gilda. „Sköllótta söngkonan“ (La Cantatrice chauve) er eina leikrit mitt sem gagn- rýnendurnir hafa talið „hreinan gaman- leik“. Jafnvel þar finnst mér allt skop- legt stafa af því sem er óvanalegt. En það er skoðun mín, að hið óvanalega sé hvergi að finna nema einmitt í því lit- lausasta, leiðinlegasta og venjulegasta, sem hugsazt getur, sjálfum hversdags- leikanum, þegar honum er fvlgt út fyrir yztu æsar. Þegar menn finna fáránleika þess sem er alvanalegt, fáránleika daglegs máls — og falsið á bakvið — þá eru þeir komnir útfyrir hringinn. Og til að komast útfyrir þennan hring verðum við fyrst að láta hann gleypa okkur. Það skoplega er einmitt hið óvanalega í sinni hrein- ustu mynd; það er ekkert sem vekur mér aðra eins furðu og það sem er banalt; við höfum hið surreala innan seilingar í hversdagslegasta rabbi okkar. Geir Kristjánsson þýddi.

x

Birtingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.