Birtingur - 01.12.1960, Blaðsíða 11

Birtingur - 01.12.1960, Blaðsíða 11
heimur eru sett á svið. En þar sem smá- heimurinn er eftirmynd hins stóra, og hver cinstakur okkar er um leið allir hinir, þá er það dýpst í sjálfum mér, í ángist minni og draumum mínum, það er í einstæðingsskap mínum sem ég get verið öruggastur um að finna hið ak gilda. „Sköllótta söngkonan“ (La Cantatrice chauve) er eina leikrit mitt sem gagn- rýnendurnir hafa talið „hreinan gaman- leik“. Jafnvel þar finnst mér allt skop- legt stafa af því sem er óvanalegt. En það er skoðun mín, að hið óvanalega sé hvergi að finna nema einmitt í því lit- lausasta, leiðinlegasta og venjulegasta, sem hugsazt getur, sjálfum hversdags- leikanum, þegar honum er fvlgt út fyrir yztu æsar. Þegar menn finna fáránleika þess sem er alvanalegt, fáránleika daglegs máls — og falsið á bakvið — þá eru þeir komnir útfyrir hringinn. Og til að komast útfyrir þennan hring verðum við fyrst að láta hann gleypa okkur. Það skoplega er einmitt hið óvanalega í sinni hrein- ustu mynd; það er ekkert sem vekur mér aðra eins furðu og það sem er banalt; við höfum hið surreala innan seilingar í hversdagslegasta rabbi okkar. Geir Kristjánsson þýddi.

x

Birtingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.