Birtingur - 01.12.1960, Side 14

Birtingur - 01.12.1960, Side 14
óttaslegnum augunum og gat engan veg- inn skilið, hvað hann vildi sér. „Verð ég nauðsynlega að koma?“ spurði hann tor- trygginn. „Ég man nefnilega alls ekkert, ég var ofurlítið ...“. „Fullur“, skaut lögregluþjónninn inn í, skilningsríkur, „ég hef þekkt mörg skáld. En nú skuluð þér flýta yður í fötin, viljið þér að ég bíði frammi á meðan?“ Og skáldið og lögregluþjónninn voru áður en varði farnir að rabba saman um næt- urklúbba, um lífið og tilveruna eins og gengur, um dularfull fyrirbæri og margt annað; aðeins stjórnmálin leiddu þeir hjá sér. Og svo hafnaði skáldið á endanum niðri á lögreglustöðinni eftir vinsamlegar og fræðandi samræður. „Þér eruð Jaroslav Nerad“, sagði dr. Mejzlík, „og þér voruð viðstaddur þegar ókunnur bíll ók yfir Bozenu Machac- kovu?“ „Alveg rétt“, stundi skáldið. „Gætuð þér sagt mér, hverskonar bíll þetta var? Opinn bíll eða ekki? Hvernig litur? Hver sat í honum, og hvað var númerið?“ Skáldið einbeitti huganum. „Það veit ég ekki“, sagði hann, ,,ég tók ekki eftir því“. „Munið þér ekki eftir neinu sérstöku, engu sérstöku atriði?“ spurði dr. Mejzlik og gekk á hann. ,,Ónei“, svaraði skáldið í einlægni, „þér skiljið, ég tek yfirleitt ekki eftir einstök- um atriðum“. „Nú, svo að skilja“, svaraði dr. Mejzlík háðslega, „tókuð þér blátt áfram ekki eftir neinu ?“ „Jú, allri stemningunni", sagði skáldið dræmt. „Eyðilegri götunni, skiljið þér . . . hún var svo löng . .. svo var það dögunin ... og svo konan sem lá þarna í göt- unni ...“. Allt í einu spratt hann upp. „Bíðum nú við, ég skrifaði eitthvað um þetta, þegar ég kom heim“, hrópaði hann og tók til að leita í vösum sínum, gróf þar fram kynstur af pappírssneplum, reikningum og öðru smádóti. „Nei, hér er það ekki“, muldraði hann, „og ekki hér heldur ... jú, það er kannski þetta hérna“, sagði hann og grandskoðaði einn pappírs- snepilinn að aftanverðu. „Má ég líta á þetta“, bað dr. Mejzlík vorkunnlátur. „O, þetta er ekkert að sjá“, sagði skáld- ið afsakandi, „en ef þér viljið, skal ég lesa það fyrir yður“. Og þegar hann hafði rennt augunum upp og niður í hrifningu. las hann með syngjandi áherzlum: „Skuggaleg hús á göngu ... eitt, tvö, eitt, tvö ... stanz, dagsbrúnin spilar á mandolín, hvers vegna, elskan mín, hvers vegna roðnar þú? Við skulum aka á heimsenda með 120 hestöflum eða til Singapúr, bíllinn brunar, brunar ... stanzið! Stanzið! I rykinu liggur einasta ást mín . . . ástin . . . kramið blóm, svanaháls, brjóst og simbal og trumba . . . Drottinn minn, hvers vegna græt ég?“ „Þetta er allt og sumt“, sagði svo Jaroslav Nerad. „Og hvern fjandann þýðir nú þetta?" spurði dr. Mejzlík. 12 Birtingur

x

Birtingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.