Birtingur - 01.12.1960, Blaðsíða 15

Birtingur - 01.12.1960, Blaðsíða 15
, En þetta er einmitt slysið sem um er að ræða“, svaraði skáldið hissa, „er það ekki auðskilið?" „Það held ég varla“, sagði dr. Mejzlík vantrúaður. ,,Ég get ekki fundið í þessu, að hinn 15. júlí, klukkan fjögur að morgni, liafi bíll númer þetta og þetta ekið yfir drukkna beiningakonu á Zitnagötu, Bozenu Machackovu, sextuga að aldri, og að téð Bozena hafi síðan verið flutt á almenn- ingssjúkrahús og liggi þar nú fyrir dauð- anum. Ég fæ ekki með nokkru móti séð, að kvæði yðar fjalli um þennan atburð“. „En það, herra fulltrúi, er bara hinn ytri veruleiki“, sagði skáldið og nuddaði á sér nefið, „kvæðið fjallar um hinn innri veruleika. Kvæði er frjáls, súrreal- istísk hugmyndatengsl sem hinn ytri veruleiki kallar fram í dulvitund skálds- ins. Þar eru viss tengsl sprottin af sjón og heyrn, og lesandinn verður að lúta þeim, og með því móti verða þau honurn skiljanleg“, sagði Jaroslav Nerad upp- fræðandi og lauk máli sínu. „Bull!“ æpti dr. Mejzlík. „En bíðum ann- ars við, má ég lesa þetta pródúkt yðar. Takk. Hm, hér er þetta þá: Skuggaleg hús á göngu ... eitt, tvö, eitt tvö . .. stanz. Gerið nú svo vel, að skýra þetta út fyrir mér“. „En þetta er Zitnagata“, sagði skáldið með mestu ró“. Sjáið þér ekki húsarað- irnar tvær?“ „Hvers vegna getur það ekki allteins verið Narodnígata?“ spurði dr. Mejzlík fullur efasemda. „Vegna þess að hún er ekki eins bein“, svaraði skáldið sannfærandi. „Alia! Og áfram: „Dagsbrúnin spilar á mandolín“ ... jaliá, það var og .. . „hvers vegna, elskan mín, hvers vegna roðnar þú“ . . . Hm. Afsakið, en hvaðan kemur þessi elska?“ „Það er morgunroðinn“, sagði skáldið vafningalaust. „Aha!.......við skulum aka á heimsenda með 120 hestöflum“ . . . Nú, og með þessu eigið þér við hvað?“ „Það hefur trúlega verið þá sem bíllinn kom“, útskýrði Nei’ad. „Og hann var 120 hestafla?" „Það veit ég ekki, þetta þýðir bara að hann fór hratt, eins hratt og hann ætlaði á heimsenda“. „Hm, einmitt, já ... „eða til Singapúr". Hvers vegna í ósköpunum einmitt til Singapúr?“ Skáldið yppti öxlum. „Það veit ég ekki. Kannski vegna þess, að þar eru malajar“. „Og hvað kemur bíllinn malajunum við?“ Skáldið ók sér áhyggjufullur. „Kannski var bíllinn brúnn, eða hvað haldið þér?“ sagði hann djúpt hugsi. „Eitthvað brúnt hlýtur að hafa verið á bílnum, hvers vegna ætti annars að standa Singapúr?" „Jæja“, sagði dr. Mejzlík, „bíllinn var sem sé rauður, blár, svartur, og nú brúnn. Ilvern litinn eigum við að velja?“ „Veljið þann brúna“, ráðlagði skáldið. „Það er þokkalegur litur“. „ . . . ,,í rykinu liggur einasta ást mín .. . ástin, kramið blóm . ..“ “ dr. Mejzlík las áfram. „Þetta kramda blóm er svo náttúr- lega betlikerlingin?" „Haldið þér kannski að ég hefði farið að skrifa „full betlikerling“?“ anzaði skáldið Birtingui’ 13

x

Birtingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.