Birtingur - 01.12.1960, Page 16
særður. „í mínum augum var þetta bara
kona, skiljið þér“.
„Hm, hm, og hvað þýðir þá þetta héma
... „svanaháls, brjóst og simbal og
trumba“ ... Er þetta þessi frjálsu hug-
myndatengsl?“
„Má ég sjá“, sagði skáldið undrandi og
rýndi í blaðið. „Svanaháls, brjóst og
simbal og trumba .. ., hvað getur það
verið?“
„Það þætti mér líka gaman að vita“,
dæsti dr. Mejzlík gremjulega.
„Bíðum nú við“, sagði skáldið og hugsaði
sig um, „hér hlýtur eitthvað að vera sem
minnti mig á ... Heyrið þér, hefur yður
aldrei fundizt tölustafurinn tveir eins og
svanaháls? Sjáið þér hérna“, hann teikn-
aði þennan tölustaf með penna.
„Jahá“, sagði dr. Mejzlík og sýndi áhuga,
„en brjóstið þá?“
„Það er auðvitað tölustafurinn þrír, tveir
bogar, ekki satt?“
„En trumba og simbal þá?“
„Trumba og simbal . .. trumba og simbal“,
tautaði skáldið og braut heilann, „gæti það
ekki verið tölustafurinn fimm. Lítið nú
á“, og hann skrifaði töluna fimm. „Neðri
hlutinn er eins og trumba og svo simbalið
ofaná ...“.
„Bíðið nú við“, sagði dr. Mejzlík og skrif-
aði á blað hjá sér 235. „Eruð þér vissir
um, að númerið á bílnum sé 235?“
„Ég sá ekki nokkurn tölustað“, sagði
Jaroslav Nerad ákveðinn, „en það ætti að
vera eitthvað í þá áttina ... hvaðan skyldi
ég annars hafa það?“ sagði hann undr-
andi og grúfði sig í þungum þönkum yfir
kvæðið. „Þetta er einmitt það bezta í
kvæðinu, sjáið þér“.
Nokkrum dögum síðar heimsótti dr. Mejz-
lík skáldið sem í þetta sinn svaf ekki
einn, heldur var með kvenmann hjá sér.
Nerad leitaði án árangurs að lausum stól
til að bjóða fulltrúanum sæti.
„Ég ætla ekkert að stanza“, sagði dr.
Mejzlík, „ég kom bara til að segja yður,
að númerið á bílnum var einmitt 235“.
„Hvaða bíl?“ spurði skáldið hissa.
„Svanaháls, brjóst og simbal og trumba“,
þuldi dr. Mejzlík í belg og biðu. „Og
Singapúr líka“.
„Aha, nú man ég“, sagði skáldið. „Þarna
sjáið þér, að til er innri veruleiki. Viljið
þér, að ég lesi fyrir yður fleiri kvæði?
Þér munuð skilja þau nú“.
„Seinna“, flýtti fulltrúinn sér að segja,
„þegar ég fæ nýtt mál til meðferðar!“
Geir Kristjánsson þýddi
14 Birtingur