Birtingur - 01.12.1960, Síða 21
Jón Óskar:
Ljóð það eftir St. J. Perse,
sem hér birtist á íslenzku,
er inngangur að drápunni
„Austurför“. Aftan við dráp-
una er „söngur" i sama
formi, en dráþan sjálf er
með öðrum hætti. Segja má
ef til vill, að upphafssöng-
urinn boði þá för, sem farin
verður, en í lokasöngnum
ríki endurminningin um för-
ina.
Hvernig á að skrifa um skáldskap, án
þess að eiga það á hættu að gera skáld-
inu rangt til og fæla ef til vill væntan-
lega lesendur frá þeim dásemdum sem
maður vildi laða þá að? Hversu margar
þrautleiðinlegar greinar höfum við ekki
lesið um dýrlegasta skáldskap, hvílík há-
fjöll af skilningsleysi, andleysi og hátíð-
legum belgingi hafa ekki hlaðizt upp um
óviðjafnanleg listaverk. Og því spyr ég
hvernig eigi að skrifa um skáldskap, að
margir mér lærðari og færari menn hafa
skrifað um það efni að litlu gagni, en
ég hef það mér til afsökunar í þetti
skipti, að ég leitast við að kynna mikið
skáld sem íslendingum hefur til skamms
tíma verið með öllu ókunnugt um að til
væri.
Æ, nei, ég ætla ekki að gerast neinn rit-
skýrandi. 1 fyrra, þegar brot úr kvæði
eftir St. J. Perse var prentað í Birtingi,
spurðu eflaust margir: Hver er St. J.
Perse? Nú þurfa menn ekki að spyrja:
liann er búinn að fá Nóbelsverðlaun. Þá
fara jafnvel íslenzkir norrænumenn og
r.Órir bókmenntagarpar að lesa sér til um
hann, ^f þeir sjá grein um hann í dag-
blaði eða heimilisblaði, og komast ef til
vill að því að hann sé mikill fjallgöngu
maður. En mig langar til að nota tæki-
færið að fagna því hvílíkum framförum
sænska akademían hefur tekið að verð-
launa lifandi list, og er sem þar ríki nú
betri andi en oft áður, það er einsog um
hana sé farið að streyma nýtt blóð, hún
Iiafi skyndilega hrokkið upp af dvala og
sé hætt að vera kölkuð.
Það er ekki ætlunin að fara nema fáein-
Mikið skáld
fœr
Nóbels-
verðlaun
Birtingur 19