Birtingur - 01.12.1960, Page 22

Birtingur - 01.12.1960, Page 22
um orðum um þann skáldskap, sem nú hefur verið verðlaunaður, rétt til að benda fólki á að kynna sér hann, þvi margir íslendingar gætu lesið hann á sænsku eða ensku, ef þeir eru ekki læsir á frönsku. Þeir löngu bálkar (sbr. Útlegð, Vindar, Vitar), sem St. J. Perse yrkir, eru nokk- urs konar drápur, þó ekki lof um kónga með sama sniði og við íslendingar vorum frægir fyrir (tvær stuttar drápur um fursta og drottningu eru af allt öðrum toga), heldur eins konar lífsdrápur, sig- ursöngvar lífsins. Hann yrkir fyrst um bernsku sína, það verður fyrsta bók hans, nefnist Lofgerðir. En þótt bernska hans verði honum ekki beinlínis að yrkisefni upp frá því, er einsog hann haldi sí- felldlega áfram að kveða lofgerðir um líf- ið og manninn á jörðinni og í alheimin- um, því bak við allan sannleikann í skáld- skap hans, þar sem við sjáum fyrir okkur ósigra jafnt og sigra mannsins á jörð- inni, hrundar borgir ekki síður en glæsi- legar sigurgöngur, og skynjum voveif- leg, myrk öfl sem þrengja sér inn í sönginn einsog bitru tónarnir í gleði- hljómkviðu Beethovens, á bakvið allan þann sannleik er lífstrúin einsog vernd- ari, einsog hlífiskjöldur, sem skýlir skáld- inu, forðar því frá voli og sút, jafnvel í útlegðinni, þegar Þjóðverjar reigsa sig- urglaðir um Parísarborg og ræna hand- ritum skáldsins, er situr landflótta í Norður-Ameríku, og smala löndum þess í fangabúðir eða leiða þá til aftöku. Franska skáldið Claudel er ef til vill helzti lærimeistari Perse af nútímaskáld-

x

Birtingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.