Birtingur - 01.12.1960, Qupperneq 23

Birtingur - 01.12.1960, Qupperneq 23
um, þeii1 hafa að minnsta kosti einhvers konar biblíustíl sameiginlegan, þótt með ólíkum hætti sé, en báðir hafa þeir geng- ið í smiðju franskrar ljóðerfðar, notið þeirra sem riðu á vaðið í endurnýjun skáldskaparins: að baki þeim standa Lautréamont og Rimbaud, unglingarnir sem komu inn í skáldskapinn á síðari hluta nítjándu aldar einsog eldingar af himnum ofan, tvö leiftur hvort á fætur öðru eða næstum samtímis, og síðan stóð spilaborg liefðbundins kveðskapar í ljós- um loga. Stutt ljóð eru fátíð hjá Perse; hann hefur tamið sér að yrkja kviður í mörg- um köflum, þar sem víða gætir mælsku- stíls, biblíustíls og endurtekninga, sem magna Ijóðið undarlegum seiði, en á það til að ríma á stöku stað, þar sem lesand- inn á sér þess ef til vill sízt von, og allt verður það að töfrum. Stutt 1 jóð einsog „Söngur“, sem er framan við kviðuna „Austurför Kýrusar". Sagt er að St. J. mildari og ljúfari, er einsog hörpulag eða hjarðljóð á undan hijómsveitarverki. Aft- an við kviðuna er annar ,,söngur“ af sama toga, einsog til hvíldar eftir miklar hrær- ingar. Það minnir á mansöngvana, sem nauðsynlegir þóttu hverri rímu, og urðu reyndar stundum meiri skáldskapur en öll riman sjálf. Ég leyfi mér að fara nokkrum orðum um kviðuna „Austurför“, ef það mætti verða einhverjum til glöggvunar, en ekki fyrir það, að ég telji skáldið ná þar hæst í list sinni, því fer fjarri, en ef til vill er þar upphafið að stórverkum Perse, og feginn vildi ég að mikil kvæði einsog Vindar eða Útlegð örvuðu einhvern íslenzkan bók- menntafræðing til snjallari skrifa en hér gefur að lesa. Sumir hafa dregið efni kviðunnar saman eitthvað á þessa leið: Sigui’vegarinn kemur til staðarins þar sem hann hyggst reisa borg. Skipulagning borgarinnar. Leitað véfréttar. Lagður grundvöllur borg- arinnar. Öþolinmæði og löngun í nýja leiðangra og sigra osfrv. Ákvörðun tekin um brottför. Gengið yfir eyðimörkina. Komið að landamærum nýs og víðáttu- mikils lands. Fagnaður, hátíðahöld. Ný brottför skammt undan. „Austurför" er þó of myrkur skáldskap- ur til að hægt sé að henda reiður á nein- um ákveðnum söguþræði eða tala um ljósa frásögn. Kviðan fjallar ekki um neina ákveðna för, ekki um neinn ákveðinn sig- urvegara eða landvinningamann, er ekki háð neinum sérstökum tíma. Það er sem skáldið sjái aldirnar líða hjá, sjái menn- ina leggja eirðarlaust út á nýjar og nýjar eyðimerkur, hyggja á nýja og nýja sigra. Nafnið er dregið af ritinu Anabasis eftir Xenófón, er nefnt hefur verið á íslenzku „Austurför", ber vott um allt annan stíl, Perse hafi ort kviðuna eftir að hafa farið í leiðangur inn á Gobí-eyðimörkina, og má vera að honum hafi þar í auðninni orðið hugsað til Grikkjanna í „Austurför Kýr- usar“, þessara hermanna sem komust við illan leik til sjávar og kölluðu upp yfir sig „Þalatta“ þegar þeir sáu hafið, eftir að hafa skálmað framlágir yfir ókunn fjöll, þreyttir og hraktir. Og mun ekki Perse hafa séð Alexander mikla leggja upp í aðra ,.austurföv“ rúmlega hálfri öld Birtingur 21

x

Birtingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.