Austurland


Austurland - 26.10.1989, Blaðsíða 5

Austurland - 26.10.1989, Blaðsíða 5
FIMMTUDAGUR, 26. OKTÓBER 1989. 5 Þorvaldur Jóhannsson bæjarstjóri Hvað hef ur gerst frá 10. oktober 1988? Múlagöng: Framkvæmdir ganga vel í kynningarbæklingi um jarð- göng í Ólafsfjarðarmúla, sem VR og verktaki Krafttak sf. hafa gefið út segir svo: „Jarðgöngin gegnum Ólafs- fjarðarmúla verða lengstu jarð- göng landsins, eða 3130 m og um 3.400 m með vegskálum. Til samanburðar má geta þess að Strákagöng eru 783 m og Oddskarðsgöng 635 m. Göngin veru með einni akrein og útskot með 160 m bili. Þau verða upplýst með bundnu slit- lagi. Við gangamunna verða steyptir vegskálar með tveimur akreinum, 165 m Ólafsfjarðar- megin og um 100 m Dalvíkur- megin. Nýir vegkaflar verða byggðir að báðum munnum, alls 2,8 km. Framkvæmdir hófust í septem- ber ’88 og áætlað er að þeim verði að mestu lokið í árslok 1990. Yfirstjórn verksins er í hönd- um VR, en verktaki er Krafttak sf.“ Samkvæmt upplýsingum VR hefur umferð bíla fyrir Ólafs- fjarðarmúla verið um 180 bi'lar daglega, meðaltal aOt árið. Sumarumferð er um 250 bOar. Að jafnaði hefur vegurinn verið lokaður 30 daga á ári og jafnmarga daga hluta úr degi. Vegurinn hefur verið erfiður og varasamur vegna hruns og snjóþyngsla. Göngin munu anna 1000 bíla dagsumferð. Að framansögðu er ljóst að þeg- ar Múlagöngin verða opnuð fyr- ir umferð, væntanlega seint á næsta ári, verður þar um mikla samgöngubót að ræða. Einangr- un Ólafsfjarðar verður rofin. Undirritaður átti þess kost um miðjan október sl. ásamt fleirum áhugamönnum um jarð- gangagerð, að skoða fram- kvæmdir í Múlagöngum. Yfirjarðfræðingur Vegagerð- ar ríkisins Hreinn Haraldsson og staðarverkfræðingur Björn A. Harðarson voru leiðsögu- menn okkar um svæðið. Það sem ég sá og upplifði í ferðinni með þeim félögum, styrkir enn betur trú mína á að ef vilji er fyrir hendi þá geti fyrirhuguð jarðgöng á Vest- fjörðum og Austfjörðum orðið að veruleika fyrir árið 2001. Nú einu ári eftir að sam- gönguráðherra setti af stað fyrstu sprengingu (10. okt. sl.) í munnastæði jarðganganna, er búið að bora og sprengja 1900 m inn í fjallið Ólafsfjarðarmeg- in. Lokið er við að steypa upp vegskála vestan megin. Á meðan unnið var við upp- steypu vegskálans, brugðu „bormenn" sér yfir í Múlann Dalvíkurmegin og boruðu og sprengdu þar 300 m inn í bergið. Áfram er nú haldið Ólafs- fjarðarmegin og framundan er að bora, sprengja og moka út bergi úr 900 m gangalengd. Gaman verður að fylgjast með því hvort „bormennirnir" hitta nákvæmlega í gatið hinu megin. Ekki var að heyra neinar efa- semdir um það, þar norður frá. Unnið er á tveimur 12 tíma vöktum, 6-7 menn á vakt. Borun, hleðsla og sprenging tekur 2-3 klst. eftir aðstæðum. Borvagninn, sem er sá sami og notaður var við Blöndu, er kominn til ára sinna, en hefur reynst vel. Með 3 bortrjónum sem allar geta unnið samtímis borar hann 4 m inn í bergið, alls 60 - 65 holur fyrir hverja sprengingu. Sérstakar dinamithleðslur eru settar í holurnar, eftir kúnst- arinnar reglum og síðan er straumi hleypt á og sprenging verður. Það er sérstök tilfinning fyrir áhugasaman leikmann sem er staddur 1500 - 1600 m inni í göngunum að berja augum 12 milljón ára gamalt basaltbergið. Drunurnar og þrýstingurinn sem verður við sprengingar framkalla ólýsanlegar tilfinning- ar eða eins og einhverskonar mótmæli bergsins við því að nú- tímamenn skuli voga sér að rjúfa kyrrðina. Bormenn láta ekkert slíkt tefja sig, enda að störfum hörkukarlar sem kunna vel til verka. Þegar sprengingu lýkur er sprautað þar til gerðu þunnu steypulagi á bergið til styrkingar og öryggis. Ef sprungur eru miklar þá er bergboltun notuð. Að lokinni styrkingu hefst hreinsun og útmokstur efnis sem til fellur eftir sprengingar, tekur það um 2-3 klst. Að útmokstri og hreinsun lokinni hefst borun á ný. Staðarverkfræðingur fylgist vel með öllu og skráir jafnharð- an upplýsingar á tölvu sína. Þannig hefur hann gott yfirlit yfir alla þætti s. s. berg, sprungur, jarðlög, legu, styrk- ingu, afköst o. fl. Upplýsingar þessar koma til með að reynast vel okkar sér- fræðingum við áframhaldandi jarðgangagerð á fslandi. Ef ég man rétt var okkur tjáð að ekki væri vitað til að svo ítar- leg skráning ganga hafi verið gerð áður við framkvæmdir sem þessa. Þorvaidur Jóhannsson. Fyrstu vikurnar voru afköst um 30 m á viku. Eftir því sem á leið verkið, gekk betur og nú hafa meðaltalsafköst verið um 60 m. Þegar bergið hefur verið sem best til vinnslu hafa afköst komist í 90 m. Að sögn þeirra félaga hefur ástand bergs í fjallinu passað vel við þá mynd sem jarðfræðingar gerðu ráð fyrir og því má segja að ekkert hafi komið á óvart, nema þá helst að vatnsleki í gangastæði hefur reynst meiri en áætlað var. Góður undirbúningur og rannsóknir á jarðfræði þeirra fjalla, sem veljast til jarðganga- gerðar er forsenda þess að vel gangi. Það ásamt þjálfuðu og góðu starfsliði er ein megin- ástæða þess hve vel hefur gengið í Múlagöngum. Samkvæmt samningi, á Kraft- tak sf. að skila verkinu fullbúnu 1. mars 1991. Miðað við að framkvæmdir við borun og sprengingar gangi fram eins og verið hefur má ætla að komið verði í gegn eftir 15 - 16 vinnu- vikur. Þá er eftir að ganga frá styrk- ingu, vegskálum, malbika vegi að, frá og í göngum og lýsing ganga. Því er ekki ólíklegt að Akur- eyringar og Dalvíkingar geti gert sín jólainnkaup á Ólafsfirði að ári. Hvað er framundan? Á Vestfjörðum og Austfjörð- um hefur í sumar verið unnið við áframhaldandi rannsóknir vegna fyrirhugaðra jarðganga. Nauðsynlegt er nú að flýta eins og frekast er kostur rann- sóknum á Vestfjörðum svo bjóða megi verkið út á næsta ári. Ef borvagninn verður Iaus úr Múlanum fyrri hluta næsta árs, er engin ástæða til þess að láta hann standa lengi verkefnalaus- an. Atvinna Tröllanaust óskar aö ráða röskan og áreiðanlegan starfskraft nú þegar Upplýsingar á staðnum og S 71444 Tröllanaust Hafnarbraut 52 Neskaupstað Flísar Flísar Mikið úrval af gólf- og veggflísum VARAHLUTAVERSLUNIN VIK Neskaupstað S 71776 Á Vestfjörðum bíða næstu verkefni. Austfirðingar ættu svo að vera tilbúnir „í borun“ 1993 - 1994. Sá árangur sem nú þegar hef- ur náðst í Múlagöngunum hlýt- ur að kalla fram vonir um að áfram verði haldið hvíldarlaust, við að rjúfa einangrun byggða, næst fyrir Vestan og Austan. Sú einangrun verður ekki rof- in nema með jarðgöngum. Sem breytt hugarfar í þessa veru vil ég nefna að á aðalfundi SSA á Vopnafirði í september sl. lýsti forstjóri Byggðastofnun- ar því yfir sem sinni skoðun, að vel komi til greina að stofnunin kaupi borsamstæðu til heilbor- unar jarðganga sem síðan verði leigð til verktaka. Þessa skoðun forstjórans ber að taka í alvöru og sem slík er hún stórt byggðamál. Sveitarstjórarnir þurfa að svara Með tilkomu Múlaganga verður akstursleið milli Ólafs- fjarðar ogDalvíkur 15-20mín- útur, opin allt árið. Það segir okkur að þjónusu- og vinnusvæði þessara byggðar- laga stækkar og nær því tvöfald- ast að íbúatölu. Við þessar gjörbreyttu aðstæð- ur hljóta að vakna margar spum- ingar sem sveitarstjómir þessara byggðarlaga verða að svara. Er eitthvað sem mælir á móti því að þessir tveir nágrannabæir sameinist t. d. í eitt sveitarfélag. Vinnst eitthvað með því? Vegna fámennis hafa mörg sveitarfélög átt í hinu mesta basli með að standa undir lág- marksþjónustu nútímamanns- ins s. s. varðandi skóla, heilsu- gæslu, hafnargerð, flugsam- göngur, íþrótta- og félagsað- stöðu svo eitthvað sé nefnt. Eru Austfirðingar og Vest- firðingar farnir að hugsa þessi mál? Þeir verða einnig krafnir svara fyrr en síðar. Á maður kannski að trúa því, að allt verði óbreytt nema það helst að auðveldara verður að flytja búslóðina eða léttara verði að heimsækja vini og kunningja hinu megin við fjallið? Ég held ekki. Krafan um bættar samgöngur, er krafa um að uppfylla eina af frumþörfum nútímamannsins. Með því að koma á móts við þær breytast aðstæður á við- komandi svæði. Það eru þær breyttu aðstæður sem við sveitarstjórnarmenn sem nú sjáum fram á að losna úr „einangrun" verðum að skil- greina og mæta með breyttu skipulagi og hugsunarhætti. Hér dugar ekki að berja höfð- inu við steininn, árið 2001 er skammt framundan. Seyðisfirði 20U0 1989. Þorvaldur Jóhannsson.

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.