Austurland


Austurland - 26.10.1989, Blaðsíða 1

Austurland - 26.10.1989, Blaðsíða 1
TRÉ-X innihurðir og spónaparket NESVlDEÓ S 71780 Vopnafjörður Kaupfélagið með greiðslustöðvun LK hluti veðlána hjá bönkum væri í vanskilum og sagði hann að kapp yrði lagt á að reyna að ná fram skuldbreytingu til að greiða úr þeim málum. Um meginástæður þess að svo er komið hjá kaupfélaginu sagði hann að bygging trésmiðju á ár- unum 1983 og 1984 hefði verið þungur biti. Byggt hefði verið stórt og vandað hús sem lítið hefði fengist af lánum tii. Þá hefðu miklar framkvæmdir ver- ið á vegum félagsins fyrir meira en áratug, þar sem mikið af húsnæðinu hefði verið endur- nýjað. Verðtrygging lána hefði síðan komið beint ofan í þessar framkvæmdir þannig að félagið hefði aldrei náð að klára sig al- mennilega af þeim. Þrátt fyrir greiðslustöðvunina mun rekstur Kaupfélagsins verða óbreyttur þessa þrjá mán- uði en um 45 manns eru á launa- skrá hjá félaginu en heilsdags- störf eru 35. hb Þröngt mega sáttir sitja. - Það er þétt setinn veggurinn á bryggjukantinum á Vopnafirði en hvert umræðuefn- ið er vitum við ekki. - Kannski eru það vandrœði kaupfélagsins. Mynd hb Seyðisfjörður Bæjarstjórnin lýsir furðu sinni á framkomu Landsvirkjunar Kaupfélag Vopnfirðinga fékk á fimmtudaginn greiðslustöðv- un til þriggja mánaða. Að sögn Þórðar Pálssonar kaupfélags- stjóra verður tíminn notaður til að reyna samninga við lána- drottna og huga að eignasölu. Þórður sagði að fyrir stuttu hefði kaupfélagið selt íbúðarhús sem það átti og að auki var mjólkursamlagið og sláturhúsið leigt nýstofnuðum hlutafélögum heimamanna. „Við höfum sótt um úreldingu á sláturhúsinu og vHjum gjarnan selja mjólkur- stöðina og vélarnar þar. Við eig- um hins vegar eftir að sjá hvað kemur út úr umsókninni um úr- eldinguna en lögum samkvæmt má ganga frá úreldingarbótum á skuldabéf og ef það yrði gert ganga hlutirnir fyrr fyrir sig en ella.“ Þórður sagði að samkvæmt 8 mánaða uppgjöri um mánaða- mótin ágúst-september væru skuldir kaupfélagsins ríflega 185 milljónir en það væri fyrir utan landbúnaðarvörubirgðir. Eignir miðaðar við sömu forsendur væru um 160 milljónir. Þar af væru bókfærðar fasteignir fyrir 90 milljónir en brunabótamat þeirra væri nálægt tvöfaldri þeirri upphæð. Hann sagði rekstrarfjárstöðu kaupfélagsins hafa verið mjög slæma og um áramótin hafi hún verið nei- Neskaupstaður Brotist inn a tveimur stöðum kvæð um 100 milljónir króna. Þá kom fram hjá Þórði að stór Á fundi sínum þann 16. okt- óber síðastliðinn samþykkti Egilsstaðir Vilja skógræktarbraut við Menntaskólann Á fundi sem boðaður var af Framfarafélagi Fljótsdalshéraðs og Skógræktarfélagi Austur- lands var samþykkt ályktun þar sem þeim tilmælum er beint til menntamálaráðuneytisins að við Menntaskólann á Egilsstöð- um verði sett á stofn skógrækt- arbraut svo fljótt sem auðið er. í greinargerð með ályktun- inni segir að nú standi fyrir dyr- um flutningur aðalstöðva Skóg- ræktar ríkisins á Fljótsdalshér- að, þar sem vagga skógræktar í landinu er. Jafnframt sé að hefj- ast stórátak í ræktun nytja- skóga, því blasi við þörf fyrir fræðslu á þessu sviði svo fram- kvæmd fari vel úr hendi og fjár- magn notist sem best. hb bæjarstjórn Seyðisfjarðar sam- hljóða ályktun sem er svohljóð- andi: „Bæjarstjórn Seyðisfjarðar lýsir furðu sinni á því að Lands- virkjun sniðgangi samþykktir Alþingis, varðandi röð virkj- ana. Alþingi hefur ákveðið að næsta stórvirkjun verði Fljóts- dalsvirkjun og því hefur ekki verið breytt. Þrátt fyrir þetta hefur Lands- virkjun sem er í meirihlutaeign ríkis og Reykjavíkurborgar haf- ið undirbúning að áframhald- andi virkjunum á miðju eldsum- brota- og jarðskjálftasvæði landsins. Bæjarstjórnin mótmælir því harðlega að ákvarðanir Alþingis íslendinga séu hunsaðar á þenn- an hátt. Bæjarstjórnin bendir á að Reykjavíkurborg, eitt sveitarfé- laga, hefur með eignaraðild sinni að Landsvirkjun náð undirtökun- um í ákvarðanatöku um virkjanir í skjóli ranglátra laga um einka- rétt á vatnsnotkun til virkjana. Þá bendir Bæjarstjórn Seyðis- fjarðar á að stórfelldar fjárfest- ingar í orku- og stóriðjumann- virkjum á SV-landi samfara fyrirsjáanlegum samdrætti í fiskafla landsmanna viðhalda og auka þá byggðaröskun sem við- gengist hefur síðustu áratug- ina.“ Brotist var inn á tveimur stöð- um í Neskaupstað aðfaranótt mánudagsins, í Veitingahúsið við höfnina og mjólkurstöð Kaupfélagsins Fram. Lögreglan í Neskaupstað upplýsti bæði innbrotin á mánudag en í ljós kom að sami maðurinn var að verki í bæði skiptin. Um var að ræða aðkomumann sem stundar vinnu á Eskifirði og viðurkenndi hann afbrotin strax. „Aðkoman hérna var ljót“, sagði Aðalbjörg Þorvarðardótt- ir eigandi Veitingahússins við höfnina. „Hér var farið inn um glugga að sunnanverðu og sóða- skapurinn var mikill. “ Aðal- björg sagði að losað hefði verið úr sorppokum um allt og skemmdir unnar á vín- og bjór- skápum. Nokkru magni af áfengi var stolið og þar að auki brotnar margar flöskur. Um 10.000- 15.000 krónum í skipti- mynt var stolið. Aðalbjörg sagði að þetta yrði til þess að hún myndi gera endurbætur sem gera ættu húsið þjófhelt. Sá sem verknaðinn framdi hefur lofað að greiða tjónið sem hann olli. Að sögn lögreglu voru skemmdir í mjólkurstöðinni mun minni og þar var eingöngu stolið einu útvarpstæki. Innbrot og skemmdarverk virðast vera orðin fastur fylgi- hlutur haustsins hér eystra og því full ástæða fyrir Austfirð- inga að vera á vaðrbergi gagn- vart slíku. hb NESVlDEÓ S 71780 CJauÖt&J “p^o“ré‘ar,. t. ^^jmmmmmmmj/ þvottavelar - kæliskapar frystiskápar

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.