Austurland


Austurland - 26.10.1989, Blaðsíða 3

Austurland - 26.10.1989, Blaðsíða 3
FIMMTUDAGUR, 26. OKTÓBER 1989. 3 Fáskrúðsfjörður Vann ferð til London I ágústmánuöi sl. hóf Sam- kort hf. útbreiðsluátak með að- stoð korthafa sinna. Margir korthafar tóku virkan þátt í þessu og stuðluðu þannig að efl- ingu kortsins. í tengslum við átakið var efnt til verðlaunaferðar til London og þegar dregið var úr hópi þeirra korthafa sem þátt tóku í útbreiðsluátakinu kom í ljós að vinningshafi helgarferðar fyrir tvo til London reyndist vera Arnfríður Guðjónsdóttir, Borg- arstíg 2, Fáskrúðsfirði. Á myndinni tekur hún við verðlaununum úr hendi Gísla Jónatanssonar kaupfélagsstjóra á Fáskrúðsfirði sem afhenti þau fyrir hönd Samkorts hf. Við ósk- um Arnfríði til hamingju með vinninginn. Takið eftir Við höfum Per Gynt, Smart Lanett og Cavaler garn og falleg mynstur. Erum að fá jóla- og fönd- urvörur. — 10% afsláttur fyrir öryrkja og ellilífeyris- þega. - Opið mánudaga, miðvikudaga og föstu- daga frá kl. 14 til 18. Af- greiðsla á öðrum tímum eftir samkomulagi. Upp- lýsingar í símum 71252, 71814 og 71618. Sjálfsbjörg Neskaupstað S 77779 Samgöngur Áætlunarbílar lítið notaðir „Samkvæmt mínum útreikn- ingum þá vantar 2,3 milljónir upp á að rekstraráætlun fyrir sumarið standist en sú áætlun er byggð á fólksflutningum á áætl- unarleiðinni síðustu ár“, sagði Hlífar Þorsteinsson hjá Aust- fjarðaleið, þegar AUSTUR- LAND ræddi við hann í vikunni um afkomuna á áætlunarleið- inni Egilsstaðir, Reyðarfjörður, Eskifjörður, Neskaupstaður. í sumar var skipuð nefnd á vegum Neskauþstaðar til að ræða vanda þann sem skapast vegria síminnkandi fólksflutn- inga að sumarlagi á þessari sérleið. Nefndin hefur haldið einn fund með sérleyfishafanum um þessi mál. Hlífar segir að strax og fyrsta hálkan komi á Oddsskarðsveg- inn á haustin þá gjörbreytist staðan. I sumar hafi faþegar hinsvegar oft ekki verið nema einn og tveir. Hann sagðist vel geta ímyndað sér að hann hefði komist af með að fara eina ferð á hálfsmánaðarfresti og það á 20 manna bíl. Sérleyfið krefst þess hinsvegar að farið sé alla virka daga því fleira er flutt en fólk. Póstflutningar fara fram með áætlunarbílunum og sá flutningur getur verið piássfrek- ur þannig að fyrirfram getur sérleyfishafinn aldrei séð hvort Pegar allt er ófœrt venjulegum bílum er áœtlunarrútan full af far- þegum. - Myndin er tekin í Oddsskarði í fyrravetur. Mynd hb Vetrardekk í úrvali Hagstætt verð! lítill bíll myndi duga fyrir far- þega og flutning. „Um 90% af farþegum með okkur eru að fara í veg fyrir flug til Egilsstaða“, segir Hlífar og bætir því við að þess vegna hafi auknar flugsamgöngur við Neskaupstað í sumar haft sitt að segja í þessu máli, eins komi það til að vegir hafi batnað og fólk sé nú almennt á betri bílum og fari því á eigin bílum. Hann seg- ir að eðlileg krafa íbúa sé styttri tími í ferðina og aukning á ferð- atíðni en það verði tæplega leyst að óbreyttu. „Það er líka ljóst að við þurfum að geta endurnýj- að bílana“, segir hann en ljóst má vera að framansögðu að það er ekki í sjónmáli. Áætlunarferðir landleiðina eru ekki styrktar en árlegur ríkisstyrkur er hins vegar vegna snjóbíls en að sögn Hlífars var snjóbíll Austfjarðaleiðar aldrei notaður vegna áætlunarferðar á síðasta vetri en var þó notaður í 90 klukkustundir í björgunar- leiðangra til að hjálpa fólki sem hafði fest einkabíla í Odds- skarði. Lengsti leiðangurinn tók 73 klukkustundir frá byrjun til enda. Á síðasta vetri fór Aust- fjarðaleið að jafnaði 8 ferðir í viku á milli Neskaupstaðar og Egilsstaða, þegar ferðir vegna Norðfjarðarflugs eru taldar með. En hvað er til ráða? „Eina ráðið er að það náist víðtækt samstarf allra þeirra að- ila sem málið snertir", segir Hlífar og bætir við að þó áætlun- arferðirnar séu sífellt minna notaðar þá hafi hann nú lúmsk- an grun um að fólk myndi ekki sætta sig við að áætlunarfeðir landleiðina legðust niður. hb Dæmi um verð 155 x 13 . . 165 x 13 . . 175/70 x 13 185/70 x 13 175 x 14 . . 195/70 x 14 3.370 3.460 3.700 3.800 3.980 4.480 Hjartans þakkir til ykkar allra sem glödduð mig á áttræðisafmælinu mínu. Lifið heil. Gísli Friðriksson, Seldal Hvað kostar að skipta um dekk? 1 x umfelgun ......................330 1 x skipting......................160 1 x jafnvægisstilling ............350 4x umfelgun + 4x skipting + 2x jafnvægisstilling = 2.660 Bifreiðaverkstæði SVN Neskaupstað © 7 16 02 Hjólbarða- og smurþjónusta Mikið úrval vetrardekkja, sóluð og ný. Snjógrip Regulus - Michelin General. Snögg og vönduð inniþjónusta. Staðgreiðsluafsláttur. Hringið og pantið tíma. Þverklettum 1, Egilsstöðum, sími 12002

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.