Austurland


Austurland - 26.10.1989, Blaðsíða 2

Austurland - 26.10.1989, Blaðsíða 2
2 FIMMTUDAGUR, 26. OKTÓBER 1989. Austurland MÁLGAGN ALÞÝÐUBANDALAGSINS Útgefandi: Kjördæmisráð Alþýðubandalagsins á Austurlandi Ritnefnd: Elma Guðmundsdóttir, Guðmundur Bjarnason, Einar Már Sigurðarson og Smári Geirsson Ritstjóri: Haraldur Bjarnason (ábm.) ® 71750 og 71756 Auglýsingar og dreifing: Sólveig Hafsteinsdóttir S 71571 og 71836 Ritstjórn, afgreiðsla og auglýsingar: Egilsbraut 8 • Pósthólf 31 • 740 Neskaupstaður ■ ® 71750 og 71571 Prentun: Nesprent Felst lausnin í fylkisstjórn? Á aðalfundi Sambands sveitarfélaga í Austurlandskjör- dæmi, sem haldinn var á Vopnafirði í ágúst sl., var tekin fyrir skýrsla sem ber yfirskriftina „Felst lausnin í fylkis- stjórn?“ Skýrsia þessi var unnin af starfshópi á vegum sam- bandsins og ætti að geta orðið góður grundvöllur umræðu um breytta stjórnskipun á íslandi. í skýrslunni eru raktar hugmyndir Fjórðungsþings Aust- firðinga í stjórnskipunarmálum, afstaða íslensku stjórn- málaflokkanna til þriðja stjornsýslustigsins kynnt ásamt því að fjallað er um erlend ríki þar sem stjórnstig á milli ríkisvalds og sveitarfélaga er við lýði. Skýrslan greinir skilmerkilega frá hugsjónum Fjórð- ungsþings Austfirðinga um fylkisstjórnir. Hugmyndirnar voru mótaðar á fimmta áratugnum og gerðu þær ráð fyrir að landinu yrði skipt í sex fylki og skyldi hvert fylki verða stjórnarfarsleg heild með allvíðtæku starfssvæði. Meðþess- um hætti taldi Fjórðungsþingið unnt að flytja vald í veru- legum mæli frá ríkinu til fulltrúa fólksins í hverju fylki. Hugsjónin var sú að færa valdið nær fólkinu. Samkvæmt skýrslunni er afstaða íslensku flokkanna já- kvæð til valddreifingar, en hinsvegar eru viðhorf þeirra til þriðja stjórnsýslustigsins misjöfn. Sumir flokkanna eru já- kvæðir í garð þessa fyrirkomulags, aðrir eru neikvæðir en óljós afstaða þekkist einnig. Staðreyndin er sú að umræða um markvissa dreifingu valds hefur ekki verið áberandi í íslenskum stjórnmálum. Þau erlendu dæmi sem skýrslan greinir frá sýna svart á hvítu að ríki leysa stjórnskipunarmál sín með misjöfnum hætti og gera höfundar skýrslunnar ráð fyrir að á íslandi þurfi að taka tillit til staðbundinna aðstæðna ef breyta á stjórnskipuninni með skynsamlegu móti. Höfundar skýrslunnar taka skýra afstöðu til umfjöllunar efnis síns. Þeir gera það að tillögu sinni að héraðsstjórn- stigið verði endurskipulagt sem samræmt millistjórnstig, sem allt eins geti borið heitið fylki. Millistig þetta yrði lögbundið stjórnsýslustig sem í framtíðinni gæti haft sjálf- ræði í staðbundnum málum. Með þessu móti yrði markvisst stefnt að því að flytja vald frá stjórnsýslumiðstöðinni í Reykjavík til fulltrúa fólksins í héruðunum. Skýrsla starfshópsins var einungis lítilega rædd á aðal- fundi SSA á Vopnafirði, en ákveðið að taka hana til frekari umræðu síðar. Það væri svo sannarlega austfirskum sveit- arstjórnarmönnum til sóma ef þeir stuðluðu að því að um- ræðurum breytta stjórnskipun, þarsem markviss valddreif- ing yrði höfð að leiðarljósi, næði upp á yfirborð íslenskra stjórnmála. Það er í reyndinni kominn tími til að ná árangri í þeirri baráttu sem Fjórðungsþing Austfirðinga hóf snemma á fimmta áratugnum. S. G. Flugleiðir og fleiri aðilar Helgaru pplyfti ng í höfuðborginni Helgarupplyfting í höfuð- borginni heitir pakkaferð sem Flugleiðir í samvinnu við Hótei ísland og Bláa lónið bjóða nú upp á. Austfirsku fjölmiðlafólki og ferðamálafrömuðum var boðið að kynnast slíkri ferð um síðustu helgi. Hægt er að kaupa „pakkann" ýmist frá föstudegi til sunnudags eða eingöngu laugardaginn og sunnudaginn. Verð á minni „pakkanum“ er 15.000 fyrir manninn og er þá miðað við gist- ingu á tveggja manna herbergi. Sé stærri „pakkinn“ tekinn er verðij) 19.750 en athuga ber að í báðum tilfellum er verðið án flugvallarskatts. Gisting er á öðru hvoru Flugleiðahótelanna, Esju eða Loftleiðum. Verðið er hið sama hvort sem flogið er frá Egilsstöðum eða Norðfirði. „Víkingaveisla" í Hollywood Dagskráin byrjar á föstudags- kvöldi á skemmtistaðnum Hollywood. Þegar gestir mæta þá tekur vörpulegur maður á móti þeim klæddur skykkju mikilli með hornahjálm á höfði. Þarna þekkir maður að sjálf- sögðum fyrrum handboltamark- mann úr Fimleikafélagi Hafn- arfjarðar og kunnan skemmti- kraft hin síðari ár, Magnús Ólafsson. Hann byrjar á að bjóða upp á íslenskt brennivín í staupi og harðfisk með, lætur síðan gesti rita á skinn eitt mikið áður en sest er til borðs. Magnús hefur sér til halds og trausts „þræla“ nokkra, alla kvenkyns. Austfirsk fegurð er á forsíðu kynningarbœklings fyrir Helgar- upplyftinguna. Dagskráin byggist síðan á sam- kvæmisleikjum ýmiskonar og einhvera hluta vegna hvarflaði það að manni að þetta væri nú ekki eins íslenskt og af var látið. Til dæmis var ameríska og enska tónlistin ekki beint á víkinga- nótum. Það má líka vel vera að víkingar hafi verið svo glæsilega búnir sem Magnús, en þá hlýtur klæðnaðurinn að hafa verið til trafala í öllum þeim atgangi sem fylgdi lífsmáta þeirra. „Et drekk ok ver glaðr“ er yfirskrift þessarar víkingasam- komu í Hollywood og verður hún að teljast hin ágætasta skemmtun auk þess sem matur- inn var frábær. Þó er líklegt að þessi skemmtun höfði betur til erlendra ferðamanna en íslend- inga, því ætla má að landanum þyki þetta heldur óraunveru- legt. Bláa lónið í hádeginu Áframhald helgarpakkans er svo um hádegisbil á laugardegi þegar haldið er í Bláa lónið við Svartsengi. Bláa lónið er nokk- uð merkilegur staður í nágrenni hins mikla orkuvers Suður- nesjamanna. Þar munu menn eiga að fá lækningu ýmissa húð- sjúkdóma við böðun eða sundsprett og margir hafa reynt slíkt með góðum árangri. Þar fyrr utan er lónið hinn skemmti- legast baðstaður og þægilegt til afslöppunar. Þarna í Bláa lón- inu er boðið upp á léttan hádeg- isverð sem snæddur er við bryggjur úti í lóninu. Rokkópera á Hótel íslandi Laugardagskvöldinu er svo varið á Hótel íslandi þar sem gestir snæða þríréttaða máltíð og fylgjast með rokkóperu sem byggð er á söngleikjum sem fræg- ir hafa orðið í gegnum tíðina. Þessi sýning er meiriháttar. Hljómsveit, söngur og öll fram- koma söngvara og dansara hin besta svo ekki sé minnst á sjón- varpsþuluna Rósu Ingólfsdóttur sem sér um kynningar og kemur þar fram í gervi skúringakonu og fer að sjálfsögðu á kostum. Helgarpakkinn „Helgarupp- lyfting í höfuðborginni", er vel þess virði að taka þátt í honum og í raun er verðið ekki svo hátt, allavega ef miðað er við venju- legt fargjald héðan að austan. Umboðsmenn Flugleiða á Aust- fjörðum og Ferðamiðstöð Aust- urlands sjá um sölu miða í helg- arpakkann ágæta. hb Sarnaf i I - dndir torfinu á Skriöuklaustri —rf,'.. f\ VIÐHALDSFRÍTT ÞAKEFNI Á ÞÖK-Á ÞAKSVALIR ÁBYRGÐ Á EFNI OG VINNU UNNIÐ ALLT ÁRIÐ - SUMAR SEM VETUR FAGTÚN HF. BRAUTARHOLTI 8, REYKJAVÍK, SÍMI 91-621370

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.