Austurland


Austurland - 26.10.1989, Blaðsíða 9

Austurland - 26.10.1989, Blaðsíða 9
FIMMTUDAGUR, 26. OKTÓBER 1989. 9 Minning Guðjón Marteinsson yfirverkstjóri og fyrrverandi skipstjóri frá Neskaupstað F. 21, 8.1922 - d. 12.10.1989 Laugardaginn 21. október, var Guðjón Marteinsson jarð- sunginn frá Norðfjarðarkirkju. Guðjón Marteinsson var fæddur á Sjónarhóli í Neskaupstað 21. ágúst 1922. Hann var sonur hjónanna Maríu Steindórsdótt- ur er var fædd Austfirðingur en átti ættir að rekja til Árnessýslu og Marteins Magnússonar út- vegsbónda sem einnig fæddist á Austfjörðum en var ættaður úr V-Skaftafellssýslu. Þau hjónin eignuðust 13 börn alls, tvær dæt- ur dóu ungar en 11 börn þeirra komust til fullorðinsára. Sonur þeirra Stefán Skaftfell lést um þrítugt og lét þá eftir sig eigin- konu og dóttur. Af þeim systkinum sem kom- ust til efri ára er Guðjón sá fyrsti sem fellur í valinn af þessum stóra systkinahópi. Alla tíð hef- ur verið mjög kært með þeim systkinum og ekki síst sterk bræðrabönd. Ármann Bjarna- son, nú búsettur í Vestmanna- eyjum, kom á heimili þeirra Marteins og Maríu, sem barn að aldri og móðurlaus og eignaðist hann þar gott heimili og góðan systkinahóp. Sérstaklega voru sterk tengsl á milli bræðranna Magnúsar og Guðjóns. Æsku- minningar þeirra og systranna eru þeim sem nú eftir lifa dýr- mætur fjársjóður. Guðjón ólst upp í föðurhús- um á Sjónarhóli allt fram til full- orðinsára. Hann stundaði sjó- mennsku frá 14 ára aldri og hafði þá þegar fengist við ýmis- konar ígripavinnu sem drengur, þá tilbúnin til að leggja sitt af mörkum fyrir heimili sitt og samfélag. Um 16 ára aldur hóf hann störf á togaranum Brimi, var það sjálfsagt allmikið lagt á ungan mann en hann stóðst þá raun með sóma. Þegar hann var 22 ára að aldri lagði hann leið sína til Reykja- víkur til að nema við Stýri- mannaskólann í Reykjavík. Lauk hann þaðan hinu meira fiskimannaprófi árið 1946 eftir 2 ára skólavist. Hugur hans hafði þó ætíð stefnt að því að verða íþrótta- kennari, því íþróttir áttu hug hans allan þar til yfir lauk. En sjómennskan og þar með barátt- an fyrir þjóðfélagið var sú íþrótt sem hann taldi sína köllun og sem hann vildi takast á við. Um þessar mundir hafði hann kynnst konuefni sínu, Guðrúnu Sigríði Guðmundsdóttur, Þor- grímssonar frá Brimnesi í Fá- skrúðsfirði og konu hans Sól- veigar Eiríksdóttur. Þau Guð- rún og Guðjón fluttu svo austur til Neskaupstaðar sama ár og hófu að byggja sér hús í landi Sjónarhóls eða að Hlíðargötu 18. Hefur þar verið heimili þeirra síðan. Samvistir þeirra hjóna hafa verið byggðar á gagnkvæmu trausti og virðingu, ásamt mik- illi hlýju og samheldni í einu og öllu. Þau skiptust oft á skoðun- um um hin ýmsu og ólíku mál- efni. Var stundum meiningar- munur á milli þeirra en þau fylgdust ætíð að og því varð þessi gagnkvæma samstaða og virðing þeim báðum til heilla, hvar sem þau bar að garði. Minningin um hið sérstæða samspil þeirra hjóna, verður dætrum, tengdasonunum og barnabörnum, afar minnisstætt vegarnesti um ókomin ár og fordæmi um fyrirmyndarhjóna- band. Fyrstu ár þeirra í Neskaup- stað voru þeim gleðistundir og sífelld hvatning til góðra verka og jákvæðra hugsana. Afkom- endur þeirra eru: Gígja Sólveig, gift Harald S. Holsvik, börn þeirra eru Guðjón Dagbjörn og Guðrún Dagmar, heimili þeirra er í Mosfellsbæ. Guðný Stein- unn, gift Jóni Má Jónssyni, þau eiga tvíburadætur Guðrúnu Sig- ríði og Sigurlaugu Maríu og eru búsett í Garðabæ. María, gift Karli Jóhanni Birgissyni, þau eiga þrjú börn, Guðrúnu Júlíu, Guðríði Elísu og Guðjón Birgi og eru búsett í Neskaupstað. Fjórða barn þeirra hjóna var drengur, skírður Guðmundur en hann misstu þau sem korna- barn 1955. Yngst er Hólmfríður Guðlaug, hennar maður er Jón Ásgeir Tryggvason, þau eiga eina dóttur Guðrúnu Stellu og eru búsett í Reykjavík. Guðjón sótti sjóinn af mikl- um dugnaði næstu árin eftir námið. Hann var m. a. á Valþóri og síðar á Goðanesi sem háseti, stýrimaður og seinna sem skip- stjóri. Oft var hart sótt og í þá daga, ekki hugsað um það hvort sjómenn gætu haldið jólin heima. En veturinn 1955 var hann 1. stýrimaður og lenti þá í miklu sjóslysi er togarinn Egill Rauði fórst undir Grænuhlíð í slæmu janúarveðri. Þótti Guð- jón sýna þar afburða harðfylgi, karlmennsku, trú og þrek. Með skipinu fórust 5 menn og er erf- itt að setja sig í spor þeirra sjó- manna sem sjá á eftir félögum sínum í hvífyssandi helgreipar öldurótsins og finna vanmátt sinn til bjargar. En sjálfsagt marka slík áföll mennina sem í þeim lenda á mismunandi vegu. Eftir slysið var Guðjón á ýmsum smærri bátum til ársins 1958. Um þessi tímamót má segja að nokkur þáttaskil hafi orðið á lífsferli Guðjóns Marteinsson- ar. Hann réð sig til vinnu við þá nýstofnað fyrirtæki, Síldar- vinnsluna í Neskaupstað, er var hlutafélag sem hann og flestir bæjarbúar bundu miklar vonir við. Var hér um að ræða al- menningshlutafélag er stofnað var til á félagslegum grunni en með aðild bæjarfélagsins sem grundvöll. Fáum mun hafa verið betur ljós þörfin fyrir sterkt og öflugt fyrirtæki með eignaraðild bæjarfélagsins en Guðjóni. Um fyrirtækið myndaðist mjög góð samstaða og samhug- ur, var það hverjum manni í bænum sérstakt kappsmál að framgangur þess yrði sem mestur, enda var fyrst og fremst um að ræða heill og atvinnu- möguleika flestra bæjarbúa. Þessi uppbygging var Guðjóni mjög hugstæð. Hann byrjaði störf sín sem verkstjóri við upp- byggingu Síldarbræðslunnar og hélt því starfi fram til 1968, en um það leyti hófst hann handa við að setja á stofn Saltfiskverk- un SVN. Hann starfaði þar sem yfirverkstjóri og átti jafnframt sæti í stjórn Síldarvinnslunnar til æviloka. Hann hafði drukkið í sig með móðurmjólkinni sterka tilfinn- ingu fyrir samfélagslegu réttlæti og nauðsyn þess að hlúa að hverj- um og einum með því að tryggja honum atvinnu og möguleika til viðkomandi lífsafkomu. Þeir sem urðu svo heppnir að kynnast Guðjóni, minnast hans án efa sem mikils baráttu- og drengskaparmanns. Hann var ungu fólki til fyrirmyndar og af honum gat það lært hvernig undirstaða okkar þjóðfélags var uppbyggð. Margir sem á sínum unglings- og námsárum leituðu eftir vinnu hjá Guðjóni, virtu hann sem mikilhæfan stjórn- anda á sínum vinnustað og báru til hans mikið traust. Guðjón hafði einnig gaman af að fá ungl- ingana úr grunnskólanum til starfskynningar og lýsa fyrir þeim hinum ýmsu þáttum í salt- fiskvinnslunni. Hann lagði einn- ig sitt af mörkum til að viðhalda námi fyrir ung og uppvaxandi stýrimannsefni á staðnum. Var hann alloft beðinn um að vera prófdómari þegar námskeið voru haldin. Hann var einnig oft tilkallaður sem meðdómari í sjóréttarmálum. Guðjón var af flestum virtur og vinsæll yfirmaður, kröfu- harður um gott vinnuframlag, vandvirkni og samviskusemi en um leið trúr fulltrúi verka- mannsins og stóð við hlið hans þegar leysa þurfti úr hinum ýmsu málefnum, hvort sem um var að ræða kjaramál eða önnur atriði um aðbúnað á vinnustað. Jafnframt þessu leitaðist hann stöðugt við að finna leiðir til betri vinnubragða og til að skapa betri nýtingu á hráefni og að fá sem mest verðmæti úr framleiðslunni til hagsbóta fyrir verkafólk og fyrirtækið. Hann starfaði í sérstakri hagræðingar- nefnd innan Sölusamtaka fisk- framleiðenda, SÍF, og lagði sig fram í hvívetna til að fylgjast með öllum nýjungum. Guðjóni fannst það ætíð mikilvægt að finna öllum störf þar sem gáfur og verkþekking hvers og eins nýttist til fulls, því með því var hann viss um að fólki liði best og að fyrirtækið hefði sem mesta hagsæld af vinnu þess. Honum fannst brauðstritið hvorki vandamál né erfiði, heldur lífið sjálft. Hon- um var það jafnmikil ánægja að ganga til vinnu sinnar og taka til hendinni þar, eins og að bregða á leik með flugustöng- ina. En Guðjón hafði gaman af lax- og silungsveiði. Hann var einn af stofnendum veiðifélags- ins Vopna og undi sér vel í þeim félagsskap. Guðjón hafði einnig gaman af að spila billjard og eru þær stundir mér ógleymanlegar sl. sumar er við stunduðum þessa iðju sem um unglingspilta væri að ræða. íþróttir hverskonar og Þrótt- ur í Neskaupstað, voru Guðjóni mikið hugðarefni. Mátti hann af engum íþróttafréttum missa. Hann var óþreytandi og ötull stuðningsmaður Þróttar og vildi veg þess og virðing sem mesta. Þróttur heiðraði hann sérstak- lega í tilefni nýliðinna tímamóta hjá félaginu. Guðjón var mikilvirkur fé- lagsmálamaður, hann var félagi í sísíalistaflokki Neskaupstaðar en síðar í Alþýðubandalaginu. Hann var einn af stofnendum Verkstjórafélags Austurlands og gegndi formennsku í stjórn þess til æviloka. Félagið var Guðjóni mikils virði enda gat hann oft á þeim vettvangi hjálp- að þeim sem minna máttu sín. f störfum sínum sem formaður Verkstjórafélagins átti hann sinn þátt í að byggja upp þrjú sumarhús í Breiðdal sem verið hafa vinsæll sumardvalarstaður félagsmanna. Áþessumstaðátti fjölskylda hans oft yndislegar gleði- og samverustundir. Sjómannadagurinn í Nes- kaupstað var Guðjóni mikil há- tíðarstund. Hann tók mjög virk- an þátt í öllum undirbúningi þessa dags á hverju ári enda í Sjómannadagsráði og vildi að öll viðhöfn yrði sem best. Hann stýrði oft kappróðrabátum og hafði unun af. Var til þess tekið af aðkomusjómönnum hve há- tíðahöldin voru oft skemmtileg og um leið einlæg í Neskaup- stað. En þar hafa menn haft fyr- ir sið að þakka Guði gjafir sínar úr djúpi hafsins og veita syrgj- endum og þeim sem um sárt eiga að binda hluttekningu og virð- ingu. Komu menn víða að til að vera hjá fjölskyldum sínum oft í allt að þrjá daga sem hátíða- höld hafa stundum staðið. Fjöl- skylda Guðjóns hafði einnig að markmiði ef þess var kostur að koma saman þessa daga. Ég veit að ég mæli hér fyrir munn okkar allra tengdasona hans að vand- fundinn hefði verið betri félagi og skilningsríkari tengdafaðir. Erum við allir Guði þakklátir fyrir allar ógleymanlegu sam- verustundirnar sem við höfum átt með honum. Allur leikur var Guðjóni skemmtan og ekki síst þegar börn eða barnabörn voru með honum. Hann var hvetjandi, æðrulaus og allir erfiðleikar voru til að sigrast á en ekki til vorkunnar. Guðjón gekk ekki heill til skógar hin síðari ár. Hans mikli styrkur í þeirri baráttu var Guðrún sem gætti velferðar hans eins og hún frekast gat og gleymdi þá gjarnan sínum eigin vandamálum. Guðjón Mar- teinsson lést eftir skurðaðgerð í sjúkrahúsi í London hinn 12. október sl. Hafði hann þá barist undrunarverðri baráttu við erfið skilyrði í 4 vikur. Hann gekk til örlaga sinna eins og hinn sanni sjómaður sem veit vart hvað býr að baki næstu öldu sem skipið hans klýfur. Hann vissi það eitt að hvert svo sem stefnan kynni að verða tekin, myndi hann fylgja ráðum Guðs og stýra skipi sínu þá stefnu sem hann einn hafði lagt fyrir. Harald Holsvik Flócimcirkciður Óska eftir að kaupa notaðan afruglara. Upplýsingar í síma 71836. 3Í> OKTÓBER usr"'”' / ' < c3>'~

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.