Austurland


Austurland - 26.10.1989, Blaðsíða 4

Austurland - 26.10.1989, Blaðsíða 4
4 FIMMTUDAGUR, 26. OKTÓBER 1989. Philip Vogler Bréf um blaðamál Fólki sem vill koma upplýs- ingum eða sjónarmiðum sínum á framfæri á Austurlandi er vandi búinn. Helst er það svæðisútvarp sem gæti náð til allra í fjórðungnum, en auðvit- að vantar upp á að allir nái að hlusta á hverja útsendingu. Svo eru ýmis blöð, en það blað sem mestrar útbreiðslu nýtur er að- eins auglýsingapési og miðlar ekki fréttum og þjóðmálaum- ræðu. Svo eu ýmis önnur blöð en öll eiga þau sameiginlegt að vera miklu minna lesin á sumum svæðum fjórðungsins en öðrum. Sum eru gefin út af stjórnmálaf- lokkum og fyrir kosningar bæt- ast enn fleiri við af því tagi. Hvar á óháður borgari eða félag á Austurlandi sem vill ná til allra í fjórðungnum að láta til sín heyra? Vandinn er svipaður fyrir Philip Vogler. auglýsendur. Að vísu er hægt að ná vítt til heimilanna með aug- lýsingapésanum, en þar með hafa peningarnir sem auglýs- andinn greiðir lítt styrkt fjórð- unginn sem menningarsvæði. Mörg fyrirtæki styðja blaðið hjá helsta fjórnmálaflokki sínum, en það val getur valdið deilum í fyrirtækinu, fyrir utan að aug- lýsandinn veit að stjórnmála- blöðin ná aðeins til takmarkaðs hóps og skila ekki peningunum eins og æskilegt væri. Svo eru það lesendurnir. Þeir sem vilja sjá meira enauglýsing- ar þurfa helst að kaupa þrjú blöð til að fá sem flestar fréttir af öllum svæðum, en flestum lesendum finnst leitt að kaupa stjórnmálalituð blöð og sumir flokkstrúir einstaklingar lesa ekkert blað frá öðrum flokkum. Ofangreindar athugasemdir eiga að hluta til einnig við lands- blöðin, því ekkert þeirra er talið óháð af öllum. En getum við ekki, samborg- arar mínir á Austurlandi, sýnt dáð í þessum efnum og orðið meira til fyrirmyndar á landinu? ÁGÆTI NÁMSMAÐUR! Náma Landsbankans er þjánusta sem léttir undir meí námsmönnum. LEGGÐU^FRA^ÞER jafnvel þótt þeir hafi úr litlu að spila. í Námuna getur þú sótt þjónustu BÓKIN AN I)A RTA K, á borð við útreikninga á greiðslubyrði, sveigjanlegri afborganir lána, -HUGSAÐU UM NÁMU. yfirdráttarheimild, VISA-kort og afhendingu skjala vegna LÍN. Fyrstu VEISTU AÐ í LANDS- þrjú tékkheftin fœrðu endurgjaldslaust og með timanum eignastu svo BANKANUM ER NÁMA Einkanámu! Með þátttöku í Námunni öðlast þú einnig rétt til að sækja FYRIRETÍ-NÁMSFÓLK. um 100.000 kröisa námsstyrk 09 námslokalán, allt að 500.000 krónum. Náman er ný fjármálaþjónusta í Landsbankanuin, sérstaklega ætl- uð námsfólki frá 18 ára aldri. Því ekki að hefjast handa nú þegar og sækja í námu Landsbankans. Með því að skapa þér gott orð í Landsbankanum - þó í litlu sé, leggurðu grunninn að fjárhagslega öruggri framtíð. Allar nánari upplýsing- ar, fúslega veittar í næsta Landsbanka. Við bjóðum námsfólk velkomið. Nýttu þér námuna. Getum við ekki gefið út og stutt sameiginlegt, sterkt blað sem enginn er á móti að fá heim til sín? Væri slíkt blað ekki marg- falt sterkara en nokkuð stað- bundið eða flokksbundið blað, jafnvel fyrir flokka sem birtu efni þar? Auglýsendur gætu stutt svona blað með glöðu geði, þannig að það myndi styrkja fjórðunginn okkar viðskipta- lega. Að ég ekki nefni menning- aráhrifin og heildarsamkennd í fjórðungnum. Við skulum stefna ótrauð að því og ekki seinna en núna. Undirritaður hefur einmitt fundið fyrir því hvað núverandi ástand er slæmt og getur vakið tortryggni. í seinustu viku skrif- aði hann grein í teitt blað um starfsemi félags síns. í sama blaði og einnig í auglýsingapés- anum birtist auglýsing fyrir fé- lagið. í blaðagreininni voru sameiningarmál blaðanna nefnd en í auglýsingunum aðeins sem dagskráratriði á fundi. í auglýs- ingapésanum stóð auðvitað að- eins auglýsingin. Þannig hefði hætta á misskilningi verið miklu minni í sameiginlegu blaði alls fjórðungsins, þar sem bæði greinar og auglýsinar myndu birtast. Undirritaður vill ítreka að Framfarafélag Fljótsdalshéraðs er núna í fyrsta skipti að fjalla um blaðamál á félagsfundi og ætl- aði ekki að marka neina stefnu heldur aðeins að á kunnugt fólk til að hjálpa okkur að velta spum- ingum um blaðaútgáfur á fjórð- ungnum fyrir okkur. En stjómin hafði strax talið að sameinuð út- gáfa væri æskileg. Og stjómin var viss um að einhverjir félagsmenn myndu vilja starfa áfram eftir fundinn með öllum öðmm aðil- um á Austurlandi sem áhuga hafa á sameiginlegu blaði. Einnig vill undirritaður ítreka að hann gefur tölvutækni og -samskipti hýrt auga og heldur að með þeim geti starfsemi blaðsins dreifst á a. m. k. alla þá staði þar sem út- gáfustarfsemi fer núna fram. Kæru samborgarar á Austur- landi! Hugum að bættri framtíð og styrkjum okkar landshluta. Ræðum fordómalaus saman um heildarfjórðungsblað, sem tak- markast í engu við stað, stjórn- málaskoðun eða hreinar auglýs- ingar. Verðum okkarlandshluta til sóma. Philip Vogler, formaður Framfarafélags Fljótsdalshéraðs. Laufskálinn Silkiblóm og þurrkaðir blómvendir Gluggaskraut svo sem hestar, fuglar, kúlur og dropar Verið velkomin Laufskálinn Nesgötu 3 Neskaupstað S 71212 ISLENSK SOFASETT Tau-, leður- eða leðurlíkisáklæði NESVlDEÓ

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.