Austurland


Austurland - 26.10.1989, Blaðsíða 7

Austurland - 26.10.1989, Blaðsíða 7
FIMMTUDAGUR, 26. OKTÓBER 1989. 7 Minning Jóhann Karl Birgisson (1972-1989) Jóhann Karl Birgisson fædd- ist 2. nóvember 1972 í Nes- kaupstað og ólst þar upp þangað til þrettánda október þessa mánaðar að hann kvaddi jarðlíf- ið. Það var ótímabær kveðja ungs drengs. Jóhann Karl átti elskulega foreldra Birgi Sigurjónsson og Sigrúnu S. Jóhannsdóttur sem eignuðust, auk Jóhanns, börnin Kristínu Steinunni, Söndru og Sindra. Á heimili Sigrúnar og Bigga að Starmýri 15 var jafnan líflegt og fjörugt. Vinir Jóhanns, jafnt sem yngri systkina hans, voru velkomnir þangað og komu oft og nutu þar góðra samveru- stunda. Þegar ég rifja upp eiginleika Jóhanns Karls kemur mynd í hugann af tilfinninganæmum, samviskusömum og duglegum dreng, sem var sannkallaður vinur vina sinna. Af dreng sem fór í veiðiferðir til Vopnafjarðar með fjölskyldu sinni, ömmum og öfum, dreng sem iðkaði skíðaíþróttir af kappi og vann reglulega til verðlauna. Jóhann Karl hafði farið nokkrar ferðir til sjós sér til ánægju með föður sínum áður en hann réðst sem háseti á tog- ara síðastliðið vor. Hann átti reyndar ekki langt að sækja áhuga á sjósókn, en Birgir er stýrimaður og afi hans og nafni var sjómaður. Þeim nöfnunum samdi vel og spiluðu þeir oft saman á síðkvöldum. Föðurömmu sína missti Jó- hann Karl þegar hann var fjórtán ára en með henni og móður- ömmu sinni átti hann margar góðar og gefandi stundir. Iðulega leitaði Jóhann Karl til þeirra sem jafnan áttu góðsemi og hlýju sem þær gáfu ömmudreng. Jóhann Karl var bæði greindur og kappsamur og hafði m. a. áhuga á að læra ensku og sumarið 1987 fór hann til Englands í sumarskóla og bætti tungumála- kunnátfu sína. Þá dvaldi Jóhann Karl ásamt fjölskyldu sinni um stund heima hjá mér og Marteini frænda sínum og minnist ég þess hve Jóhann var þá glaðlegur og ánægður með líf og tilveru. Marteinn, Silja og ég sendum hugheilar samúðarkveðjur til ættingja og vina sem eiga um sárt að binda vegna fráfalls Jó- hanns Karls. Sorg þín er sár elsku mágkona og vona ég að lífskraftur fylgi þér, Birgi svila mínum og börn- unum í nútíð sem í framtíð. Minning lifir um einlægan bróður, ljúfan og bjartan son. Minning um Jóhann Karl. Megin hann hvíla í friði. Ágústína Jónsdóttir. Norðfjörður Síðustu golfmót sumarsins Sigurður Bjarnason lyfsali tekur við firmaverðlaunum úr hendi Pórs Haukssonar. Þá er vetur genginn í garð og golf- menn hafa lagt kylfurnar á hilluna og tekið til við aðrar íþróttir í tóm- stundunum. Síðustu mót sumarsins hjá Golf- klúbbi Norðfjarðar voru Frammót- ið, (kennt við Kaupfélagið Fram) og „Firmakeppnin“, en 23 fyrirtæki styrktu Golfklúbbinn í ár. Úrslit í Frammótinu, þar sem keppt var bæði með og án forgjafar, urðu þau, að sömu keppendur voru í öllum verðlaunasætum með og án forgjafar, bæði í flokki fullorðinna og unglinga. I flokki fullorðinna voru ieiknar 36 holur, en í unglingaflokki 18 holur. Úrslit urðu sem hér segir: Jón Grétar Guðgeirsson, 162 högg, Ragnar Sverrisson 172 Eirík- ur Þór Magnússon 190. í flokki unglinga Steingrímur Fannar Stefánsson með 91 högg og Stefán Karl Guðjónsson með 127 högg. Eins og áður segir styrktu Golf- klúbb Norðfjarðar að þessu sinni 23 fyrirtæki. Sigurvegari í þessari keppni fyrirtækja bæjarins urðu þau, að Apotekið sigraði og var leikmaður Þór Hauksson og var skor hans með forgjöf 57 högg, en firmakeppni í golfi er alltaf með forgjafarsniði. Annað í röðinni var Tryggingamiðstöðin, leikmaður Ragnar Sverrisson með 58 högg og jöfn í 3. - 4. sæti urðu Shellskálinn og Netagerðin, leikmenn Víðir Ár- sælsson og Stefán Þorleifsson með 63 högg. Þau önnur fyrirtæki sem tóku þátt í þessari keppni voru: Bæjar- sjóður, Endurhæfingarstöð FSN, Flugleiðir, Hafnarsjóður, Kaupfé- lagið Fram, Landsbankinn, Lífeyris- sjóður Austurlands, Matvörubúðin, Melabúðin, Nesprent, Rafalda, Raf- tækjaverslun Sveins Ó Elíasson, SÚN, SVN útgerð og frystihús, Sparisjóður Norðfjarðar, Verkalýðs- félag Norðfirðinga, Vikublaðið Austurland og Þvottahús FSN. Þessum fyrirtækjum er hér með þakkaður mikilvægur stuðningur við klúbbinn, en þessum fjármun- um er varið til þeirra endurbóta og uppbyggingar sem fyrirhugaðar eru og þegar er byrjað á, samkvæmt skipulagi gerðu af Hannesi Þor- steinssyni golfvallahönnuði. Nú hefur verið gerður langtíma leigu- samningur við landeigendur, en það er forsenda þess að hægt sé að gera varanlegar framkvæmdir á vellin- um. Nú þurfa Norðfirðingar að leggjast á eitt við að gera þetta að góðu og fallegu íþróttamannvirki. í sumar hefur fjölgað verulega í klúbbnum og hafa golfiðkendur aldrei verið jafn margir hér og nú í sumar. Meðal golfiðkenda hafa ver- ið nokkrar konur og tóku þær m. a. þátt í firmakeppninni, en allt til þessa hafa þær verið sjaldséðar á golfvellinum hér. Það er von mín að ennþá fleiri átti sig á að golfíþróttin er fyrir alla, aldna sem unga og gangi til liðs við GolfklúbbNorðfjarðar. Stefán Þorleifsson Ljósmyndari: Eyj. Jónsson, Ljósmyndari: Eyj. Jónsson, Seyðisfirði. Seyðisfirði. Allar upplýsingar má senda til Guðmundar Sveinssonar, Urð- arteigi 10,740 Neskaupstað eða hringja í síma 71584 eða 71515 Skjala- og myndasaín Norðfjaröar: : ;y:I . _ MAÐURINN? Atvinna Póstur og sími Neskaupstað óskar að ráða bréfbera í hálft starf frá 1. nóvember nk. Upplýsingar gefur stöðvarstjóri S 71101 Póstur og sími Neskaupstað HEILSUFOTIN FRA FINULL FÁST í SÚN Heilsufötin eru framleidd úr 100% angóru. Þau hafa reynst sérstaklega vel til að lina þrautir af völdum gitar- og vöðvabólgu. Einnig sem nærföt fyrir útivistarfólk og alla sem vinna í kulda. Aukið vellíðan ykkar með heilsufötunum frá FÍNULL VERSLUN WÍM HAFNARBRAUT 6 - NESKAUPSTAÐ ® 7 11 33 Hjartansþakkir viljum við senda öllum þeim sem auðsýndu okkur hlýhug og samúð viðfráfall og útför sonar okkar og bróður Jóhanns Karls Birgissonar Birgir Sigurjónsson Sigrún Jóhannsdóttir og börn

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.