Austurland


Austurland - 26.10.1989, Blaðsíða 8

Austurland - 26.10.1989, Blaðsíða 8
8 FIMMTUDAGUR, 26. OKTÓBER 1989. Minning Guðjón Marteinsson yfirverkstjóri F. 21.8.1922-d. 12.10.1989 Deyr fé, deyja frœndur, deyr sjálfur ið sama, en orðstír deyr aldregi, hveim er sér góðan getur. (Ur Hávamálum) Með Guðjóni Marteinssyni er genginn einn af svipmestu mönnum sem ég hef þekkt. Okkar kynni hófust fyrir rúm- lega þremur árum þegar ég kom til starfa hjá Síldarvinnslunni í Neskaupstað. Það var því ekki langur tími, sem við Guðjón átt- um þess kost að starfa saman. Samt sem áður skilur sá tími eft- ir sig miklu meiri fyllingu en tímalengdin segir til um. Mér fannst ég ríkari fyrir að hafa fengið tækifæri til að kynnast manni á borð við Guðjón Mar- teinsson. Guðjón var einn af þessum einstöku bjartsýnismönnum sem kvikaði ekki fyrir erfið- leikunum og sá alltaf möguleik- ana þótt hart blési á móti. Það verða mikil viðbrigði fyrir Síld- arvinnsluna að hafa hvorki stjórnarmanninn Guðjón Mar- teinsson í sinni þjónustu né verkstjórann Guðjón Marteins- son. Frá því að Guðjón lét af viðburðaríkum ferli sem stýri- maður og skipstjóri fyrir um þremur áratugum og hóf störf í landi hefur hann helgað Síldar- Haustfundur Sjálfsbjargar Norðfirði verður mánudaginn 30. október kl. 2030 í Sj álfsbj argarhúsinu Dagskrá: 1. Venjuleg fundarstörf — 2.15 ára afmæli — 3. Önnur mál Kaffi á könnunni, mætið vel Stjórnin vinnslunni alla sína starfskrafta. Hann átti sæti í stjórn og vara- stjórn Síldarvinnslunnar í sam- tals 29 ár eða allt frá árinu 1960, þremur árum eftir stofnun fé- lagsins. Guðjón var sjálfur einn af stofnendum Síldarvinnslunn- ar og starfsmaður hennar nánast frá upphafi, fyrst sem útiverk- stjóri í Síldarverksmiðju félags- ins og síðar sem yfirverkstjóri í saltfiskverkun. Guðjón hefur þannig frá byrjun verið einn af lykilmönnum á bak við upp- byggingu og vöxt Síldarvinnsl- unnar Hann hefur átt ríkan þátt í að móta félag sem í fyrstu rak eingöngu síldarverksmiðju en er nú alhliða útgerðar- og fiskvinnslufyrirtæki. Félag sem á síðasta ári var með mesta veltu íslenskra sj ávarút vegsfyrirtækj a og eitt af langstærstu gjaldeyris- skapandi fyrirtækjum í landinu. Það hlýtur að vera ljúft að leggj- ast til svefns að kvöldi eftir að hafa skilað slíku dagsverki. Guðjón var kjörinn í aðal- stjórn Síldarvinnslunnar árið 1970 en í desember sama ár kom fyrsti skuttogari íslendinga til heimahafnar í Neskaupstað, Barði NK-120. Guðjón var þannig beinn þátttakandi í þeirri miklu umsköpun atvinnu- lífs hér á landi, sem skuttogara- væðingin var. Margir voru van- trúaðir á þessa nýju útgerðar- hætti og reyndar héldu sterk öfl í þjóðfélaginu á þessum tíma því fram að ekki væri að vænta neins frekari framlags af sjávar- útveginum á komandi árum. Það bæri því að horfa til annarra átta í atvinnuuppbyggingunni og þá einkum til álverksmiðja hringinn í kringum landið í eigu erlendra aðila. Það átti hinsveg- ar eftir að koma í ljós að með tilkomu skuttogaranna og út- færslu landhelginnar í upphafi áttunda áratugarins var lagður grundvöllurinn að einu mesta framfara^keiöi í sögu þjóðar- innar. Framfaraskeiði sem er hornsteinn lífskjara sem við nú búum við. Guðjón var einn þeirra sem alltaf trúði á mögu- leika íslensks sjávarútvegs. Guðjón Marteinsson var mjög áhugasamur verkstjóri. Honum líkaði vel að hafa markmið til að stefna að og mér fannst honum líka best þegar mest var að gera. Hann var harðduglegur og gerði sem verkstjóri oft miklar kröfur til síns starfsfólks. Hann var mjög vel liðinn af sínum starfsmönnum og samstarfsaðilum enda oftast sanngjarn og innst inni mikill mannvinur. Ef skarst í odda var Guðjón fljótur til sátta og um- gengni við saltfiskverkunarstöð- ina var ávallt til sérstakrar fyrir- myndar jafnt innan dyra sem utan, enda Guðjón annálaður fyrir snyrtimennsku. Um leið og við kveðjum góðan dreng vil ég þakka Guðjóni sam- fylgdina og ómetanleg störf í þrjá áratugi í þágu Síldarvinnslunnar. Við Sveinborg vottum Guð- rúnu, Maríu og systrunum ásamt fjölskyldum þeirra okkar dýpstu samúð. Finnbogi Jónsson Minning Guðjón Marteinsson verkstjóri i Neskaupstað F. 21.8.1922-d. 12.10.1989 LEGSTEINAR Við eigum ennþá nokkra legsteina á lager 5% afsláttur á meðan birgðir endast Sendum myndalista ÁLI ASTEINN "/i S 97-29977 - Borgarfjöröur eystri Kveðja frá starfsfólki Salt- fiskverkunar SVN í Neskaup- stað, og fylgja bestu samúðar- kveðjur til allra aðstandenda. Hann stóð alltaf stórhuga að verki og staðfastur hvern og einn dag. Og bera því minningu hans merki, þau mál er hann fœrði í lag. Hann háit vildi hugsjónir reisa af hugprýði reisn og dug. Og vanda var laginn að leysa, af lífskrafti og einlœgum hug. Og stundum í stórhríðum var hann, er stormarnir œddu um set. Af karlmennsku byrðarnar bar hann og bjargfastur hopaði ei fet. En núna er skarð fyrir skildi og skulum við huga að því oft. Að hugprúður halur einn vildi, hefja hans merki á loft. Karl Hjelm Minning Guðjón Marteinsson verkstjóri Ekki hvarflaði það að mér þeg- ar ég kvaddi Guðjón vin minn Marteinsson í byrjun september að ég ætti ekki eftir að sjá hann aftur. Ég vissi að hann þurfti að gangast undir erfiða skurðaðgerð úti í London, en mér fannst svo sjálfsagt að hann myndi ljúka þessu verkefni með sama kraftin- um og þrekinu og öllu öðru sem hann tók sér fyrir hendur og birt- ast síðan aftur kátur og hress með spaugyrði á vör. En nú er hann allur og við kvöddum hann hinstu kveðju sl. laugardag, fyrsta vetrardag. Og nú er víða skarð fyrir skildi. Ég kynntist Guðjóni fyrst fyr- ir rúmum 25 árum þegar ég var nýfluttur aftur til Neskaupstað- ar eftir nokkurra ára fjarveru og tók að mér formennsku í Þrótti. Hann var einn af fyrstu mönn- um sem bauð aðstoð sína og þá sem nú reyndist hann æskunni og íþróttunum haukur í horni. Stuttu seinna lágu leiðir okk- ar saman innan Alþýðubanda- lagsins. Guðjón var í hópi þeirra sem lögðu grunninn að meiri- hluta sósíalista í Neskaupstað og hann átti sinn stóra þátt í að viðhalda honum. Hann hafði mikinn áhuga á þjóðmálum og málefnum bæjarfélagsins og það var ætíð hlustað þegar hann tók til máls á fundum, hvort sem það var til að átelja menn fyrir aðgerðarleysi eða hvetja til dáða. Hann var líka kjörinn til ábyrgðarstarfa fyrir bæjarfélag- ið og sat m. a. um langt árabil í heilbrigðisnefnd. Guðjón var tengdur Síldar- vinnslunni hf. allt frá stofnun- hennar, lengst af sem yfirverk- stjóri í saltfiskverkuninni. Árið 1960 var hann kjörinn varamað- ur í stjórn SVN, en aðalmaður 1970 og sat þar til dauðadags. Þar störfuðum við Guðjón sam- an síðustu sjö árin og frá því samstarfi á ég fjölda góðra minninga. Bjartsýni hans og trú á félaginu og byggðarlaginu var einlæg og smitandi og þó stund- um hvessti þá duldist engum sú umhyggja er að baki bjó. Vinir og félagar Guðjóns sakna hans sárt. Og við þökkum honum best samstarfið og vin- áttuna með því að halda áfram hátt á lofti því merki sem hann fylkti sér undir. Bára og ég vottum Guðrúnu, dætrum þeirra og fjölskyldu dýpstu samúð. Kristinn V. Jóhannsson

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.