Austurland


Austurland - 26.10.1989, Blaðsíða 6

Austurland - 26.10.1989, Blaðsíða 6
6 FIMMTUDAGUR, 26. OKTÓBER 1989. Fimmtudagur 26. október 17.00 Fræðsluvarp. 1. Umræðan. Umræðuþáttur í tilefni málræktarátaks menntamálaráðuneyt- isins. (25 mín). 2. Algebra 4. þáttur. Almenn brot. 17.50 Sumarglugginn. Endursýning. 18.50 Táknmálsfréttir. 18.55 Hver á að ráða? 19.20 Benny Hill. 19.50 Tommi og Jenni. 20.00 Fréttir og veður. 20.35 Fuglar landsins. Ný íslensk þátta- röð um þá fugla semá íslandi búa eða hingað koma. 1. þáttur - Súlan. 20.45 Sfld. Werner Vögeli, einn þekkt- asti matreiðslumeistari heims, fjallar í fjórum þáttum um rétti úr íslenskri síld. 21.00 Heitar nætur. 21.50 íþróttir. 22.15 Líf í léttri sveiflu. 1. þáttur. Rak- inn er lífsferill saxafónleikarans Char- lie Parkers í fjórum þáttum, en fáir tónlistarmenn hafa skilið eftir jafn djúp spor í djasssögunni og haft meiri áhrif á þróun djassins en hann. 23.00 Ellefu fréttir og dagskrárlok. Föstudagur 27. október 17.50 Gosi. 18.25 Antilópan snýr aftur. 18.50 Táknmálsfréttir. 18.55 Yngismær. 18. 19.20 Austurbæingar. 19.50 Tommi og Jenni. 20.00 Fréttir og veður. 20.35 Fiðringur. Böm og bækur. Þáttur gerður í tilefni barnabókavikunnar sem stendur nú yfir. Skoðuð verða tengsl bóka og barna frá frumbernsku til fullorðinsára. 21.15 Peter Strohm. 22.05 Viðtal við Wiesentha. Arthúr Björgvin Bollason ræðir við Simon Wiesenthal, en hann hefur á langri ævi komið fleiri stríðsglæpamönnum nas- ista á bak við lás og slá en nokkur annar maður. Viðtalið, sem tekið var í sumar, er sýnt í tilefni sýningar sjón- varpsmyndarinnar Morðingjar meðal vor sem sýnt verðrí Sjónvarpinu um þessa helgi. 22.45 Morðingjar meðal vor. Fyrri hluti. Ný bresk sjónvarpsmynd í tveimur hlutum um líf og starf mannsins sem hefur allt frá striðslokum elt uppi stríðsglæpamenn nasista, og gerirenn. Síðari hlutinn verður sýndur laugar- daginn 28. október. 00.20 Útvarpsfréttir í dagskrárlok. Laugardagur 28. október 14.00 Evrópumeistaramót í dansi. 15.00 íþróttir. M. a. bein útscnding frá íslandsmótinu í handknattleik. 18.00 Dvergaríkið 19. 18.25 Bangsi bestaskinn. 18.50 Táknmálsfréttir. 18.55 Háskaslóðir. 19.30 Hríngsjá. 20.30 Lottó. 20.35 ’89 á Stöðinni. Æsifréttaþáttur í umsjá Spaugstofunnar. 20.50 Stúfur. 21.20 Fólkið í landinu. - Skáleyjarbræö- ur. Bræðumir Eysteinn og Jóhannes Gíslasynir sóttir heim í Skáleyjar í Breiðafirði. Umsjón Ævar Kjartansson. 21.40 Morðingjar meðal vor. Seinni hluti. Bresk sjónvarpsmynd í tveimur hlutum. Aðalhlutverk Ben Kingsley. 23.20 Max Havclaar. Hollensk bíómynd frá 1978. Myndin gerist seint á 19. öld og segir frá hollenskum stjórnarerind- reka sem er sendur til Indónesíu til að stilla til fridar. 02.00 Útvarpsfréttir í dagskrárlok. Sunnudagur 29. október 13.00 Fræðsluvarp. Endurflutningur. 15.10 Óperuhátíð í Madríd. Spænskir óperusöngvarar syngja óperuaríur og spænska söngva í Óperuhöllinni í Madrid. 17.50 Sunnudagshugvekja. 18.00 Stundin okkar. Helgi Hallgrímsson Ný bók um pöddur 18.30 Unglingarnir í hverfinu. 18.50 Táknmálsfréttir. 18.55 Brauðstrit. 19.30 Kastljós á sunnudegi. Fréttir og fréttaskýringar. 20.35 Dulin fortíð. 2. hluti. Ðandarísk sjónvarpsmynd í fjórum hlutum. Aðal- hlutverk Kirk Douglas, Mia Sara, Topol, Gary Cady og Martin Balsam. Ung stúlka kemst úr fátœkt í Kalkútta til vegs og virðingar í tískuheiminum. Hún vill hasla sér völl í Hollywood en skuggar fortíðarinnar fylgja henni. Myndin er byggð á ævisögu Merle Oberon. 21.30 Litróf. Þáttur um bókmenntir, list- ir og menningarmál líðandi stundar. 22.15 Regnboginn. Lokaþáttur. 23.15 Úr Ijóðabókinni. Raunatölur gamallrar léttlætiskonu eftir Frangois Villon í þýðingu Jóns Helgasonar. Árni Tryggvason les. 23.25 Útvarpsfréttir í dagskrárlok. Fasteignir til sölu: Neskaupstaður 4 herb. íbúð V/Nesgötu 2 herb. íbúð V/Miðstræti 4 herb íbúð V/Hlíðargötu 3 herb. íbúð V/Nesbakka 4 herb íbúð Wíðimýri Einbýlishús V/Gilsbakka Einbýlishús VÞiljuvelli Seyðisfjörður Stórt einbýlishús V/Fjarðarbakka Viðskiptaþjónusta Austurlands Egilsbraut 11 Neskaupstað s 71790 Hjá samtökunum Landvernd í Reykjavík er nýlega komin út bók sem nefnist því óvenjulega nafni „Pöddur“ en undirtitill er: Skordýr og áttfœtlur. Skordýr vita víst flestir hvað er, en átt- fætlur er samheiti kóngulóa og áttfætlumaura (mítla). Má því segja að efni bókar- innar séu skordýr og kóngulær, og eru skordýrin þar í fyrirrúmi. Þetta mun vera fyrsta bókin sem rituð er og útgefin hér á landi, og fjallar almennt um þessa mikilvægu og algengu dýraflokka. Bókin „Meindýr" eftir Geir Gígja, sem út kom 1944, tekur þó skordýr til meðferðar, en á miklu takmarkaðri hátt. Það var vonum seinna, að bókaþjóðin eignaðist yfirlitsrit um smádýrin, sem hvarvetna verða á vegi okkar, og sum hver hafa leyft sér að gerast óboðnir gestir í húsakynnum okkar, og eru því gjarnan kölluð meindýr, þótt fæst þeirra skaði menn á nokkurn hátt. Viðbrögð okkar við þessum litlu dýrum, úti eða inni, eru oft næsta furðuleg, og koma skýrt fram hjá sumum börnum, sem sælast tl að drepa flugur og troða á kóngulóm. Þá er hræðsla við kóngulær nú mjög almenn hér á landi, en geta má þess, að þjóðtrúin telur það ógæfumerki að bana kónguló. Ein helsta ástæða þess, að bjöllufaraldrar koma stundum upp í nýju og fínu húsunum okkar, er kóngulóarleysið í þessum steindauðu húsakynn- um, því kóngulær lifa oftast á skordýrum og eiga mikinn þátt í að takmarka fjölda þeirra. Vonandi verður nýja pöddu- bókin til að breyta viðhorfi al- mennings á íslandi til smælingj- anna í dýraríkinu, og auka áhuga manna á fegurð og fjöl- breytni smádýralífsins. Til þess sýnist mér hún hafa alla burði. Aðeins við að fletta bókinni opnast manni nýr og undursam- legur heimur vegna hinna stór- kostlegu litmynda sem prýða hana, en þær eru flestar teknar af Oddi Sigurðssyni jarðfræð- ingi, sem er mörgum Héraðs- búum að góðu kunnur, frá því hann var hér við rannsóknir á Fljótsdalsvirkjun. Myndir Odds eru ótrúlega skýrar og eðlilegar, og gefa því ekkert eftir, sem best hefur sést í bókum af þessu tagi erlendis. Höfundar bókarinnar eru sjö, allir vel þekktir íslenskir smá- dýrafræðingar. Fyrst er fjallað um líkamsbyggingu og starfsemi skordýra, þá um söfnun og varð- veislu, og flokkun og greiningu þeirra. Höfundar þessara yfirlits- greina eru Erlendur Jónsson, Erling Ólafsson og Gísli Már Gíslason. Víða um hinn mennt- aða heim, er skordýrasöfnun vinsælt tómstundagaman, en til þessa hafa fáir lagt sig eftir henni hér á landi. A því kann að verða breyting með tilkomu bókarinnar, sem gefur gott yfir- lit yfir skordýrakerfið, lýsir öll- um flokkum þeirra og birtir greinignarlykil fyrir þá. Þó er þetta ekki greiningar- bók í venjulegum skilningi, og aðeins fáein smádýr verða greind til tegundar eftir henni. Slík greiningarbók bíður enn síns vitjunartíma. f síðari hluta bókarinnar eru kaflar um sérstaka hópa smá- dýra. Þar fjallar Árni Einarsson um áttfætlur, Högni Böðvarsson um jarðvegsdýr, Erlendur og Gísli um Vatnaskordýr, Sigurð- ur H. Richter um meindýr í hús- um og Hrefna Sigurjónsdóttir um atferli skordýra. Hrefna hefur rannsakað kyn- ferðislega hegðun mykjuflug- unnar, og segir m. a. frá því. Fjölda margar teikningar af smádýrum og skýringarmyndir eru í Pöddubókinni, hefur Eggert Pétursson málari gert flestar þeirra, en hann hefur nú um nokkur ár lagt stund á teikn- un náttúrulífsmynda, og mun vera eini íslendingurinn sem leggur það fyrir sig. Finnst mér honum hafa tekist vel með þess- ar myndir. Varla verður rætt eða ritað um skordýr, svo að Hálfdán Bjöms- son á Kvískerjum í Öræfum komi ekki upp í hugann, en hann er nú fyrir löngu viðurkenndur sem einn af okkar bestu skordýra- fræðingum, þótt alveg sé hann sjáifmenntaður f faginu. Ég sakna þess, að hann skyldi ekki vera fenginn til að rita í bókina, t. d. um fiðrildin, sem hann er manna kunnugastur. Þá hefði gjarnan mátt vera meira efni almennt um íslensk skordýr, og skrá yfir tegundir og flokka smádýra á íslandi. En bók af þessu tagi er vissu- lega þröngur stakkur skorinn, og því ber að þakka það sem vel er gert. Reyndar kæmi ekki á óvart þótt útkoma Pöddubókar- innar yrði upphaf heillar skriðu af „skrautbókum" um skordýr, eins og reyndin hefur verið með fuglabækur undanfarin ár. Pöddubókin er sú níunda í bókaflokknum „RitLandvernd- ar“, en áður hafa m. a. komið sérstakar bækur um „Villt spendýr" og „Fugla“ í þessum flokki (1980 og 1982). Flest eða öll ritin munu enn vera fáanleg á vægu verði hjá skrifstofu Landverndar, Skólavörðustíg 25, í Reykjavík. H.Hg. iE3 NESKAUPSTAÐUR Frá Bæjar- og héraðsbókasafni Neskaupstaðar Safnið er opið sem hér segir: Mánudaga: Kl. 1600 - 1900 Þriðjudaga: Kl. 1600 - 1800 er lesstofa fyrir 7 ára og eldri KI. 1900 - 2 1 00 útlán Miðvikudaga: KI. 1600 — 1900 Fimmtudaga: Kl. 2000 — 2200 Laugardaga: Kl. 1600 - 1800 Vegna barnabókaviku verður safnið opið laugardaginn 28. október kl. 1400 — 1800 Bókavörður Kvenfélagið Nanna Áður auglýstur haustfundur Kvenfélagsins Nönnu, Norðfirði, verður haldinn í Safnaðarheimilinu í Neskaupstað þann 31. október ki. 2030 Dagskrá: Venjuleg fundarstörf Góðir gestir koma í heimsókn Stjórnin

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.