Austurland


Austurland - 20.12.1989, Blaðsíða 5

Austurland - 20.12.1989, Blaðsíða 5
JÓLIN 1989. 5 Þorsteinn L. Þorsteinsson, Höfn: Það er alltaf nokkur léttir að hverfa frá amstri hversdagsins og taka sér frí og þarf ekki alltaf að leggja að baki mörg hundruð kílómetra. Stundum nægir að fara í næstu sveit og dvelja þar nokkra daga. Petta fékk ég að reyna fyrir ekki alllöngu er við hjónin ásamt öðrum úr fjöl- skyldunni dvöldum í nokkra daga í orlofshúsum Eimskipa- félagsins á Reynivöllum í Suðursveit. Pað er best að byrja á því, að upplýsa að þar er ég borinn og barnfæddur og þar hafa forfeður mínir búið mann fram af manni. Þegar ég var að alast upp á Reynivöllum var þar tvíbýli. Á efri bænum bjuggu foreldrar mínir, Þorsteinn Guðmundsson og Arilí Þorsteinsdóttir en fluttu af jörðinni laust eftir 1960. Eftir það var jörðin í eyði í nokkur ár, en þar kom að hún var seld Eimskipafélaginu undir orlofsbústaði. Nú er aðeins eitt býli á Reynivöllum og þar búa hjónin Örn Eriksen Reykvík- ingur, danskur í föðurætt og Þóra Jóhannsdóttir, borinn og barnfæddur suðursveitungur. Reynivellir eru vestasti bær í Suðursveit, næst Breiðamerk- ursandi að austan. Önnur býli í sveitinni er stóðu vestar eru nú horfin af sjónarsviðinu vegna ágangs frá jökulvötnum. Á átjándu og nítjándu öld ruddist Brejjfamerkurjökull fram á sandinn með vatnagangi og á síðari hluta nítjándu aldar átti hann ófarna um 200 metra til að komast í sjó áður en hann fór að hörfa til baka. í þessum hamförum eyddist bærinn Fell. Hann stóð sunnan undir Fellsfjalli 40 til 50 metra undan brekkufætinum, í hávest- urfrá Reynivöllum. Þarséstenn til tótta. Einnig voru í Fellslandi hjáleigurnar Bakki, Brennhólar og Borgarhóll. Og nú erum við stödd í orlofshúsi Eimskipafé- lagsins á Reynivöllum og það er gott að láta hugann reika unt leið og horft er út um gluggana á setustofunni. Héðan blasir Fellsfjallið við það er alltaf jafn sérkennilegt. Það er eins og það snúi þversum til að storka hin- Reynivellir í dag. um fjöllunum. Og þarna undir brekkufætinum var býlið Fell sem eyddist af vatnagangi úr Breiðamerkurjökli. I Suðursveit var á kreiki munnmælasaga um hvað olli eyðingu Fells og hjáleiganna þriggja. Árið 1703 var ísleifur Einarsson sýslumaður Austur- Skaftfellinga búsettur á Felli. Þá var þar ein af vildisjörðum þessa lands. ísleifur sýslumaður þótti hinn mætasti ntaður og mikils- virtur af sveitungum og sýslu- búum. FTann tók manntal í Austur-Skaftafellssýslu fyrir Árna Magnússon og Pál Vídalín. I Suðursveit var sagt að máttarvöldin hefðu borið það góðan hug til Isleifs, að þeg- ar hann lést og var fluttur til greftrunar að Kálfafellsstað, þá áttu kirkjuklukkunar þar að hafa hringt sér sjálfar þegar lík- fygldin var kontin austur á svo- nefnda Moldagranda, en þeir eru vestan til á Steinasandi. Isleifur átti son, er Jón hét og tók hann við embætti eftir föður sinn en var ekki eins mikill gæfu- maður og hann og hrökklaðist úr embættinu við lítinn orðstír. En til þess lágu eftirfarandi or- sakir. Einhverju sinni kom gestur að Felli. Hann var austan af landi og hét Páll og oftast nefnd- ur Vísi-Páll. Hann baðst gisting- ar en honum dvaldist lengur á Felli en um nætursakir. Sagt var að Jón ísleifsson hafi hænst að Páli og þar kom að hann átti að hafa kennt Jóni galdra. Stuttu síðar veikist Páll og það var ekki einleikið hvernig hann barst af í veikindum sínum svo það ráð var tekið að flytja hann í fjósið. Þar elnaði honum sóttin uns hann lést. Það þótti ekki við hæfi að jarða þennan galdra- mann hjá góðum og velkristnum Suðursveitungum, í kirkjugarð- inum á Kálfafellsstað og það ráð, var tekið að flytja Pál vest- ur að jökli og dysja hann þar. En þá bregður svo við að mikil ókyrrð kemur í jökulinn og hann fer að skríða fram yfir Fellslönd með vatnagangi og aurburði og svo fór að lokum að höfuðbólið Fell sem talið var hundað hundruð að fornu mati grófst í sand og möl. Búskap lauk á Felli um 1870. Óljóst man ég eftir gamalli konu sem dvaldi hér á Höfn. Hún hét Auðbjörg Þorsteinsdóttir og var ömmusystir Lúðvíks Jóseps- sonar frv. Alþingismanns. Hún var fædd á Felli og mundi eftir því þegar bærinn niður á slétt- unni fór í eyði vegna vatnagangs, sem steyptist skyndilega yfir lág- lendið svo bæjarhóllinn varð umflotinn jökulvatni og fólkið varð að yfirgefa bæinn í flýti og leita upp í brekkuna, Eftir þetta var bær reistur innar með brekk- unni að austan og þar var hokrað í örfá ár. Síðasti ábúandinn þar var Elín nokkur Guðmundsdóttir sem verið hafði ráðskona hjá Þorsteini Einarssyni á Kálfa- fellsstað. Torfhildur Hólm rit- höfundur dóttir Þorsteins átti þá verulegan hluta í jörðinni. Hún seldi Eyjólfi Runólfssyni hrepp- stjóra á Reynivöllum sinn hlut í Fellinu. Þar í brekkunum heyj- aði Eyjólfur, veiddi mávsunga á Breiðamerkursandi, nytjaði reka af Fellsfjöru og reisti beit- arhús á Felli. Hann hafði það fyrir sið að fara þangað vestur rétt fyrir Ijósaskiptin hvert gamlárskvöld og konta þaðan vel hreyfur af víni þegar dimrnt var orðið. Eyjólfur var spaug- samur og sagði að vinir sínir, einhverjir hollvættir sem þar byggju gæfu sér í staupinu og lét vel yfir slíkum vinahótum. Hollvættir þeir sem bjuggu á Felli gátu fleira en gefa mönnum hressingu á gamlárskvöld. Yfir- völd sveitarinnar freistuðu þess einu sinni að geyma þar at- kvæðakassann ef vera kynni i) Bestu óskir um gleðileg jól og farsælt komandi ár Þökk fyrir viðskiptin Ljósmyndastofa Vilbergs Guðnasonar Eskifirði Frá Reynivöllum. - Fjœrst Örœfajökull, þá Breiðamerkurjökull og Fellsbrekkur nær.

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.