Austurland


Austurland - 20.12.1989, Blaðsíða 25

Austurland - 20.12.1989, Blaðsíða 25
JÓLIN 1989. 25 voru nærri allar síldarstöðvarn- ar í höndum heimamanna, og fjármagnið fluttist ekki úr bænum. Petta var bara eitt af sérkennum þessa staðar, og varð m. a. eitt af aðalundir- stöðuatriðum þess atvinnulífs sem Neskaupstaður býr við í dag. Ótrúlega margt hefir verið gert þessi 60 ár. Ekki hefir allt verið dans á rósum. Missir beggja nýsköpunartogaranna og snjóflóðin miklu fyrir 15 árum voru mikið áfall og áttu þá margir um sárt að binda. En gleðistundirnar hafa líka verið margar, stærstu atvinnu- tækin eru í félagslegri eign. Með gætni hefir verið stýrt fram hjá þeim boðum, sem margur hefir steitt á. Atvinna hefir verið næg, ef sjávarfang bregst ekki, en ég man ekki eftir því að nokkurn tíma hafi fiskveiðar brugðist al- veg á Norðfjarðarmiðum. Um 10 - 12% af árlegum loðnuafla íslendinga hefir verið unninn hjá Síldarvinnslunni hf. Síldin gengur svo að segja upp í lands- steina hvert haust. Síðan er norsk-íslenska síldin á leiðinni á Rauða torgið en Síldarbræðsl- an tók á móti 100 þús tonnum eitt síðasta síldarárið og mest magn allra síldarbræðslna á landinu það árið. Hér er ein af bestu höfnum landsins og mikill fjöldi lítilla fiskibáta. Byggingafélag Alþýðu reisti á sínum tíma milli 30 og 40 íbúðir. Nýtt hús var reist yfir Gagn- fræðaskólann og síðan Verk- menntaskólann. Tónskólinn hefir fengið betra húsnæði. Myndarlegt sjúkrahús er starf- andi og aukning á íbúðum aldr- aðra. Þá var reist barnaheimilis- hús, sem þótti með þeim mynd- arlegri og stærstu. Sundlaugin var byggð á fögrum stað, en vantar innisundlaug sem hægt er að reka allt árið. Pá er fyrirhug- uð stækkun íþróttahúss. Ekki má gleyma félagsheimilinu, sem mörgum þótti of stórt og dýrt á sínum tíma. Margt vantar auðvitað, en það verður að sníða sér stakk eftir vexti. Þótt nú sé erfitt efna- hagsástand koma betri tímar. Lífið hefir alltaf gengið í bylgj- um eins og hafið og veðrið. Ég verð að fara að ljúka máli mínu, þótt minningarnar hrannnist upp um baráttu margra manna þessi 60 ár, fyrir betra og fegurrra mannlífi í bænum. Eitt af sérkennum þessa fagra fjarðar, a.m.k. hér fyrr á öld- inni, var þetta mikla logn og sólskin, sem stundum varaði í allt að þrjár vikur á sumrin. Merkis kona sem hér var að nokkru alin upp hjá séra Jóni Guðmundssyni, Laufey Frið- riksdóttir Obermann, land- stjórafrú á Súmötru í Indónes- íu, sagði í viðtali rétt áður en hún lést, að hún hefði dvalið í Englandi, Kanada, Indónesíu og víða á íslandi og að hvergi hefði verið jafn dásamlegt logn og á Norðfirði. Annað sérkenni þessa byggð- arlags og mannfólksins hér, er sú félagshyggja og vinstri stefna í pólitík, sem ráðið hefir ríkjum nærri alla tíð á sex tuga ferli bæjarstjórnar. Pað var hér hörð og óvægin pólitísk barátta á fjórða og fimmta áratugnum. En 1946 náði Sósíalistaflokkur- inn meirihluta og hefir sá meiri- hluti haldist í 11 bæjarstjórnar- kosningum. Einu sinni munaði einu atkvæði að meirihlutinn héldist, en oftast var hann með um ogyfir50% atkvæði. Tvisvar var meirihlutinn yfirgnæfandi og 6 af 9 bæjarfulltrúum skipuðu hann. Petta er einstakt á íslandi og mér hafa sagt fróðir menn að miðað við litla bæi á Norður- löndum muni þetta einsdæmi. Pessi meirihluti samanstóð, ekki allur af því flokksfélagi, sem forystuna hafði, markaði stefnuna og stóð í eldlínunni, heldur af fjölda manns með aðr- ar pólitískar skoðanir á þjóð- málum, sem taldi hins vegar að hag bæjarbúa væri best borgið Austfirðingar til sjós og lands Hugheilar jólakveðjur Þökkum viðskiptin á árinu sem er að líða. Austmat hf. Reyðarfirði © 41300 með sterkan meirihluta í bæjar- stjórn. Hefi ég alltaf verið samfærður um að hér höfum við Norðfirð- ingar gert rétt. Sannleikurinn er sá, að út á við höfum við notið þessarar samstöðu. Hafa menn annars staðar furðar sig á þessu og dáðst að. Ég hefi umgengist fjölda menna í öllum stéttum, vegna fundahalda og starfa í mörgum landssamtökum og mér finnst ég alltaf geta verið stoltur af vinstri stefnu og fé- lagshyggju okkar og þeim meiri hluta sem hér hefir haldist í bæjarstjórn um 44 ára skeið. Að sj álfsögðu eiga allir bæj ar- búar þátt í starfi og uppbygg- ingu bæjarfélagsins. Pað hefir oft verið góð samstaða í bæjar- stjórn um þau mál sem til heilla horfa. Pað er virkilega gaman að verða þess var hjá Norðfirðing- um, sem burtfluttir eru, hvað þeir allir sem einn, eru stoltir af sinni heimabyggð og hafa pólit- ísk viðhorf þeirra þar engin áhrif. Nú hafa frumherjarnir horfið af sviðinu. Barátta þeirra og þrotlaus vinna hefir borið árangur. Nýtt fólk, ný kynslóð tekur við. Það er lífsins saga, það kemur maður í manns stað. Ég vona og óska þess af heilum hug, eftir að hafa um hálfrar ald- ar skeið, staðið með fjölmörg- um félögum mínum, þá nánast með þeim Bjarna Þórðarsyni bæjarstjóra og Lúðvíki Jóseps- syni alþingismanni, að fram- faramálum bæjarfélagsins, að íbúum öllum takist að gera hér enn blómlegri byggð. Égtrúi því og vona að á 70 ára afmæli bæjarréttinda verði Norðfjörð- ur allur eitt sveitarfélag eins og það var fyrst á öldinni. Fjallahringurinn, með Múlann, Nýpukollinn, Goða- borgina og Fönn eina jökulinn á Austfjörðum og austasta út- vörðinn á íslandi, Gerpi, skapar umgjörðina um okkar fögru sveit og byggð. Pví er eðlilegt að fólkið, sem hér býr og lifir undir sama þaki, starfi í einu sveitarfélagi, eins og forfeður okkargerðu. Jóhannes Stefánsson Gengið í skrúðgöngu til hátíðarhaldanna. Pylsur í þúsundatali voru grillaðar. Frá líflegum útimarkaði á fyrsta degi afmœlishátíðar. Svæðisstjórn máleína fatlaðra á Austurlandisendir Austfirðingum og Héraðsbúum bestu jóla- og nýárs- kveðju og þakkar samstarf og sam- skipti á árinu sem er að líða. Shell Gleðileg jól FARSÆLT NÝÁR Þökkum ánægjuleg viðskipti á árinu sem er að líða Shellstöðin Neskaupstað

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.