Austurland


Austurland - 20.12.1989, Blaðsíða 21

Austurland - 20.12.1989, Blaðsíða 21
JÓLIN 1989. 21 Meðal sýsluskjala Norður- Múlasýslu, sem geymd eru á Héraðsskjalasafni Austfirðinga (N.-MÚ1.38), er bréf og þrjár stuttar skýrslur varðandi brúar- gerð á Kaldá í Jökulsárhlíð. Sá sem ritar þessi skjöl er Jón Jóns- son bóndi og alþingismaður á Sleðbrjót. Hann var fæddur í Hlíðahúsum 2. nóv 1852, dáinn í Winnipeg26. nóv. 1923. Hann var Bóndi í Bakkagerði í Jökuls- árhlíð 1876 - 1883, á Ketilstöð- urn 1883 - 1885, í Húsey í Hró- arstungu 1885 - 1888 og á Sleð- brjót 1888 - 1900. Þá fluttist hann til Vopnafj arðar og var þar veitingamaður til 1903, að hann fór til Vesturheims. Þar bjó hann fyrst í Álftavatnsbyggð, en síðan í Siglunesbyggð við Manitobavatn til æviloka. Jón á Sleðbrjót, eins og hann var löngum nefndur, var alþingis- maður Norðmýlinga 1889-1900 og 1902, hreppstjóri í Hlíðar- hreppi um skeið og jafnframt oddviti þar. Ekki er ætlun mín að fara að skrifa hér ritgerð. Það, sem fyrir mér vakir, er að láta koma fyrir sjónir lesenda örlítil dæmi úr aragrúa heimilda sem til eru. Þá er vel ef slík dæmi vekja hjá ein- hverjum forvitni og spurningar. Lítum nú á þess skjöl: Hér með leyfi jeg mjer að senda yður herra sýslumaður! 3 skýrslur, um brúargjörðina á Kaldá. 1. Skýrslu um fje það er jeg hef veitt móttöku og borgað út, af fje því er veitt var til brúar- innar. 2. Skýrslu um óborgaða, og óunna (áœtlaða) vinnu við brú- argjörðina. 3. Skýrslu um sölu á afgang- inum af brúarefninu. Jeg hefekki tekið kvittanir hjá hverjum og einstökum verka- manni, en ef þér herra sýslu- maður! álítið nauðsynlegt, þá bið jeg yður að láta mig vita það með norðanpósti sem fer um Fossvöll 13. febrúar, því jeg get auðvitað fengið kvittanir, þóþað kosti mig talsverða fyrirhöfn, af því verkamennirnir voru svo margir. Sleðbrjót 4. febr. 1900 Jón Jónsson. Til sýslumannsins í Norður- Múlasýslu. Skýrsla um það sem undirskrifaður sýslu- nefndarmaður Hlíðarhrepps, hefur veitt móttöku, og borgað út við brúargjörð á Kaldá. Meðtekið 1. Frá sýslumanninum í Norð- ur-Múlasýslu veturinn 1897-98 kr. 50,00 2. Frá sama haustið 1899. kr. 215,84 3. Frá sveitarsjóði Hlíðar- hrepps. kr. 200,00 Úr fórum Héradsskjalasafns Austfiröinga Nokkrar heimildir um brú á Kaldá í Jökulsárhlíð 4. Frá lireppavegasjóði sama hrepps. kr. 100,14 Samtals. kr. 565,98 Borgað 1. Fyrir4tn. afsementi. kr. 50,00 2. Flutningur á sementinu af Borgarfirði kr. 25,50 3. Fyrirflutning á brúarviðun- um og járni til brúarinnar af Keri og frá Lagarfljótsós, að brúar- stœinu. kr. 53,00 4. Fyrir aðfæra grjót og kljúfa það. kr. 109,98 5. Fyrir efni í þrennar grjót- börurogsmíðiáþeim. kr. 3,50 6. Fyrir að senda upp á Velli um vorannir, til að fá grjótverk- fœri, ogfyrirlán á þeim. kr. 12,00 7. Fyrir stöplahleðslu, og hestlán við sandflutning. kr. 226,10 8. Fyrir verkstjórn við stöpla- hleðslu. kr. 76,00 9. Borguð vinna við brúar- smíði. kr. 10,00 Samtals kr. 566,08 Aths. Ofmikið útborgað 10 aur- ar. Sleðbrjót 21. jan 1900 Jón Jónsson. Skýrsla um sölu á afgang af efninu til Kaldárbrúarinnar. Seldur trjáviður, og stálstöng fyrir kr. 76,75 Aths. Petta var selt með borg- unarfresti til vors. Innköllunarmaður Jón Jóns- son á Sleðbrjót. Sleðbrjót 21. jan. 1900 Jón Jónsson. Skýrsla um óborguð, og óunnin verk við Kaldárbrúna. Ounnið: að tjarga eða mála brúna (og kaupa efni til þess) og að hœkka upp stöplana svo svo sljett verði upp á brúna, áœtlað verð fyrir það. kr. 26,00 Óborgað: I. Smíðalaun við brúna, til Einars í Bakkagerði. kr. 28,00 2. Sölulaun og innkallslaun, við uppboðið á brúarefninu, sem varð afgangs. kr6,14 Sleðbrjót 21. jan. 1900 Jón Jónsson. Þess skal getið, að Einar sá, sem nefndur er hér í síðustu skýrslunni, var Sölvason, bóndi í Bakkagerði í Hlíð 1898- 1904 og síðan í Fjarðarseli í Seyðis- Jón Jónsson á Sleðbrjót. firði til dauðadags 1908. Þá skal tekið fram, að 4 tn. af sementi eru fjórar tunnur, en ekki 4 tonn, eins og einhverjir af yngri kynslóðinni gætu haldið, sem eðlilegt er. Ég hef ekki leitað uppi heim- ildir um það, hvernær brúargerð á Kaldá kemur fyrst til opinberr- ar umræðu, en rekist hef ég á svofellda bókun í fundargerð aukafundar sýslunefndar Norð- ur-Múlasýslu sem haldinn hefur verið að Eiðum 13. júní 1895: „Samþykkt var að Kaldá skyldi brúa undir eins og færi gæfist“. Á sýslufundi á sama stað 27. og 28. maí 1896 er fært til bókar: „Til að kaupa brúarviðu til Kaldár voru í þetta sinn veittar (af 500 kr. sem lofað var til þess fyrirtækis) 250 kr.“ Árið 1897 veitir sýslufundur „til Kaldárbrúarinnar kr. 500,00.“ Nokkrar fleiri bókanir úr sýslufundagerðum: 1898: „Samþykkt að veita 200 kr. í viðbót við styrkinn til Kald- árbrúarinnar, og sýslunefndar- manninum í Hlíðarhreppi falið að standa fyrir byggingu hennar." Þessi sýslunefndar- maður er Jón á Sleðbrjót. Enn- fremur: „Hlíðarhreppi veitt heimild til að taka lán, allt að 500 kr., til Kaldárbrúarinnar“. 1899: Úr áætlun um tekjur og gjöld sýsluvegasjóðs Norður- Múlasýslu það ár. Þar er 1. gjaldaliður: „Til Kaldárbrúar- innar . . Kr. 140,00“. 1900: „Sýslunefndin sam- þykkti, að hreppsnefnd Hlíðar- hrepps hækkaði útsvör á hreppsbúum fyrir yfirstandandi ár um meira en þriðjung; en tii- efni þessarar hækkunar var bygging Kaldárbrúarinnar." Heimildir þær, sem ég hef hér tínt til, eru ófullkomnar um margt. Ég hef ekki fundið neitt heildaruppgjör yfir kostnaðinn við brúna, en í þessunt gögnum sést ekki hvað efnið í hana sjálfa kostaði. Ég hef sjálfsagt ekki leitað nógu vel. Að efni til brú- argerðarinnar er skipað upp á Keri og við Lagarfljótsós vekur spurningu eins og þessar: í hve miklum mæli voru vörur [> Hinn árlegi JÓLADANSLEIKUR í Egilsbúð hefst á miðnætti jóladag og stendur til kl. 400 SIJELLEN leikur fyrir dansi Aldurstakmark 16 ár Egilsbúð Neskaupsta ð Sími 71321

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.