Austurland


Austurland - 20.12.1989, Blaðsíða 23

Austurland - 20.12.1989, Blaðsíða 23
JÓLIN 1989. 23 Jóhannes Stefánsson I tilefni af 60 ára afmæli Neskaupstaðar Dagana 16., 17., og 18. júní á síðastliðnu sumri var 60 ára kaupstaðarafmœli Neskaupstaðar fagnað. Hátíðarhöldin voru umfangsmikil ogfórufram íblíð- skaparveðri. Heiðursgestir afmœlisnefndar Neskaup- staðar við þessi hátíðarhöld voru þau Jóhannes Stefánsson fyrrum forseti bœjarstjórnar í Neskaupstað og kona hans Soffía Björgúlfsdóttir. Þann 17. júní,þegar hápunktur hátíðarhaldanna var, flutti Jó- hannes hátíðarrœðu og fer hún hér á eftir. Ágætu hátíðargestir. í dag er þjóðhátíðardagur ís- lendinga og 45 ár síðan lýðveld- ið var stofnað. Hátíðarhöld eru um allt land að venju og minnst þjóðfrelsisbaráttunnar, þess góða sem áunnist hefur og þess sem aflaga hefur farið. Einnig er spáð í framtíðina af jafnmik- illi óvissu og alltaf áður. Fá- menn þjóð í stóru landi. Harð- gert fólk, sem vinnur meira en tíðkast meðal annarra þjóða, en er þó með því langlífasta í heimi. Island er ekki lengur ein- angrað, það færist í raun nær og nær öðrum löndummeð bættum samgöngum. Það er í sviðsljós- inu eins og nærtæk dæmi sýna. Við lifum í hörðum heimi, þar sem grimmd mannsins virðist víða ráða ríkjum. Þar sem aldrei fyrr hefur mannkyninu staðið jafnmikil ógn af gereyðingar- vopnum eins og á okkar tímum. Það er harðleikið, að íslensk þjóð, sem ekki hefir borið vopn um aldir, skuli sæta því hlut- skipti á þessum þjóðhátíðardegi sínum, að erlend herveldi hreiðri um sig í landi okkar með sívaxandi umsvifum og að hafið í kringum landið sé umsetið af kafbátum, sem geta á svip- stundu eyðilagt lífsbjörg þjóð- arinnar, fiskimiðin, ef slys ber að höndum. Það er vissulega hægt að ræða svo margt á þessum tímamótum í þjóðfélaginu, stjórnarfarið sem ég man ekki eftir að menn hafi nokkurn tíma verið sam- mála um, að væri gott og í lagi. Versnandi lífskjör, einkum sí- fellt vaxandi misskiptingu tekna, þar sem þeir efnuðu, verða ríkari og þeir sem minna mega sín verða fátækari. Þetta er sorgleg staðreynd. En þó slær það mann mest, hvað lands- byggðin á í vök að verjast þrátt fyrir að verðmætasköpunin komi mest þaðan. Þetta er í rauninni það sama sem er að gerast, með að þeir ríku verða ríkari og þeri fátæku fátækari. HöfuðborgarsVæðið sogar til sín fólkið af landsbyggðinni í krafti fjármagnsins og byggðin í kring um landið verður fámennari og fátækari. Takist ekki þingmönnum landsbyggðarinnar sem eru í miklum meirihluta, að sporna við byggðaþróuninni, alveg á næstunni, er hætt við að íslensk þjóð hafi um sárt að binda. Hátíðarhöldin hér eru einnig merk, og þá sérstaklega vegna þess að 60 ár eru liðin síðan Neskaupstaður fékk bæjarrétt- indi. Vil ég af einlægni þakka undirbúningsnefnd afmælisins fyrir þá vinsemd og virðingu, sem okkur hjónum er sýnd, með því að bjóða okkur að taka þátt í hátíðarhöldunum og að ég flytji ávarp. Það vill svo til að aldur minn fer saman við þau þáttaskil þeg- ar byggðinni í Norðfirði var skipt í tvo hreppa og Neshrepp- ur varð til 11. júní 1913. Svo það gefur að skilja, að margs er að minnast frá æsku og fullorð- insárum, þar sem maður er bor- inn og barnfæddur og hefur átt heimilisfesti alla tíð. íbúafjöldi tvöfaldaðist í Neshreppi þar til bæjarréttindin fengust 1929. Var þá mjög lífvænlegt hér og margt fólk flutti hingað úr nær- liggjandi byggðum. Atvinna var góð einkum yfir sumarið, þegar fiskverkun í stórum stíl átti sér stað. Keyptur var saltfiskur af færeyskum og norskum skipum. Komur erlendra skipa voru tíð- ar og stundum fullur fjörður af skútum og skonnortum. Mótor- bátaútgerð fór hraðvaxandi og voru hér milli 40 og 50 bryggjur með strandlengjunni. Norðfirð- igar höfðu orð fyrir að verka fiskinn vel og má vitna í bréf sem Sigfús kaupmaður Sveins- son fékk árið 1924 frá dönskum miðlara og í stóð m.a. „Al- mennt séð gleður það okkur að geta tjáð yður, að kaupendur á Spáni álíta Norðfjarðarfiskinn eins og hann kemur frá yður og hr. Konráði Hjálmarssyni, vera þann albesta fisk, sem frá ís- landi berst.“ Þá var lífið saltfiskur eins og Halldór Kiljan sagði. Hvernig var að alast upp í þessu vaxandi Jóhannes flytur hátíðarrœðuna í skrúðgarðinum. Myndir lih sjávarþorpi? Var bara ekki fá- tæktarbasl? Bara strit en engin menning og félagslíf lítið? Á sumrin var líflegt, en vetur voru oft harðir og snjóþungir og lítil atvinna. Hér var góður barna- skóli og 2 vetra unglingaskóli. Barnastúka, sem flest börn voru í til fermingaraldurs. Þar var alltaf mikið félagslíf. Hjálpræð- isherinn hélt uppi sunnudaga- skóla. Oft voru sett upp leikrit. Fyrsta desember voru góðar samkomur. Nokkurt líf var í íþróttafélaginu. Söngfélagið Tíbrá undir stjórn Inga T. Lár- ussonar setti sinn svip á félags- lífið. Málfundarfélagið Austri hélt uppi fundarkvöldum með um- ræðum um menningarmál og upplestur bókmennta. Kvenfé- lagið Nanna sá um veitingar og hafði skemmtanir fyrir börnin. íþróttafélagið Þróttur kom upp íþróttavelli úti á Bakkabökkum og efndi þar stundum til úti- skemmtunar með knattspyrnu o. fl. íþróttum Vinsælastar voru útiskemmtanirnar á Kirkjuhóls- teig, sem Ungmennafélagið Eg- ill rauði hélt í mörg sumur. Var þar margt til skemmtunar, íþróttir, söngur, ræðuhöld, oft merkra manna, dans og veiting- ar. Þetta voru fjörlegar sam- komur og fóru allir þorpsbúar, sem því komu við, inn á Teig, ýmist gangandi, á hestum eða í hestakerrum. Ég hef dvalið nokkuð við byggðina á Neshreppi sem óx hratt og var orðin fjölmennasta þorp á Austurlandi þegar Al- þingi samþykkti bæjarréttindi, sem öðluðust gildi 1. janúar 1929. Eru því 60 ár frá því að Neskaupstaður varð sjöundi í> Bœjarfulltrúar taka á móti forseta íslands og fjármálaráðherra á flugvellinum. Börnin á dagheimilinu fœrðu bœnum sínum myndarlega kórónu og bœjarstjórinn er greinilega ánœgður. 'oótirílu

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.