Austurland


Austurland - 20.12.1989, Side 15

Austurland - 20.12.1989, Side 15
JÓLIN 1989. 15 Sigurjón Bjarnason Hundrað ára harmsaga Björg Guðmundsdótlir í Bjargholti. Það er dimmur desemberdag- ur. Sviðið er smábýli á afskekktu nesi austur á fjörðum. í kotbænum hírast fjórar mannverur, móðir og þrír synir hennar á barnsaldri. Pau eru fámál, helst er það yngsta barnið, sem ekki hefur náð málþroska, sem sífrar um mat, aðrir eru daufir í dálk. Nýlega hafði sorgin barið að dyrum á þessu snauða heimili, eftir langvinn veikindi. Síðan var réttur mánuður liðinn og söknuðurinn ekki horfinn úr sinni þeirra í fjölskyldunni, sem kunnu þá list að finna til. Það er tekið að líða á dag. Annað slagið er elsti sonurinn sendur út til þess að fylgjast með bátsferðum. Heimilisfaðirinn ásamt elsta syninum höfðu brugðið sér í kaupstaðarferð. bæði þurfti að losna við fisk sem verkaður hafði verið heima, en kaupmaðurinn hafði lofað að taka upp í matarskuld, og um leið átti að herja út einhverja tilbreytingu í tilefni af væntan- legu jólqhaldi. Ungur maður af næsta bæ hafði fengið að fljóta með, svo að alls voru þrír í ferð- inni. Biðin var orðin löng, og loks þegar farið var að skyggja heyr- ist rödd þess elsta sem heima var utan úr bæjardyrunum: „Peir koma, þeir koma.“ Móðirin leggur frá sér tóskap- inn, rís á fætur og smeygir sér í yfirhöfn. Hún varð sjálf að taka á móti bátnum, öðrum var ekki til slíkra verka að dreifa á bænum. Yngri sonunum tveim pakkaði hún inn í tiltæk, utanyf- irföt, þeir áttu að fá að fylgjast með lendingunni og taka á móti föður sínum og bróður. Sá þriðji sem hafði verið á vakki utan dyra, var þotinn til sjávar. Pegar húsfreyja kom út í bæjardyrnar var farið að skyggja talsvert. Veðrið var fremur rólegt en þungbúið, sýnilega vaxandi siíðaustanátt og farið að versna í sjó. Jú, ekki bar á öðru, lítill bátur silaðist fyrir tangann, mjakaðist á móti bylgjunni, og á meðan hersingin var á leiðinni heiman frá bænum, breytti hann um stefnu og nálgaðist klappirnar, þar sem venja var að henda fiski á land þegar komið var úr róðrum. Þar sem mikil ókyrrð var við klettana, hraðaði móðir- in sér þangað niður eftir. Frá blautu barnsbeini hafði hún alist upp með sjómönnum, hún hafði upplifað óhöpp við brimlend- ingar, og nú sá hún að tekin hafði verið áhætta sem gat kost- að slys. Aðallendingin var nokkru sunnar, í vík þar sem úthafsald- an náði ekki að leika algerlega lausum hala. Þar var áhættu- laust að lenda við þessar aðstæð- ur. Hún skilur því synina eftir uppi á bökkunum, skipar þeim elsta að gæta þeirra yngri, skundar síðan upp á hæsta stein- inn á klöppunum og með hendi veifar hún til merkis um að ráð- legt sé að snúa frá þessum stað. Ekki sinna bátsverjar þessum aðvörunum, og þegar báturinn nálgast heyrir hún mann sinn skipa þeim yngri fyrir. Var hann ófáanlegur til að þiggja kvenna ráð, enda ör af víni því sem kaupmaður hafði skenkt honum á kútholuna í lok viðskiptanna. Hann hafði stundað sjó- mennsku meira og minna í 30 ár, treysti sér því vel til sjálf- stæðra ákvarðana nú sem fyrr. Var nú bátnum rennt upp að klöppunum, fangalínu fleygt til konunnar og byrjað að baksa við að koma varningi á land. Var þó húsfreyju all mikið niðri fyrir og gat ekki setið á sér að ávíta mann sinn, er hún skynjaði að Bakkus var með í för. Svaraði eiginmaðurinn fullum hálsi, en nú höfðu þau hjónin gleymt að- stæðum eitt augnablik. Gerðist nú margt í skjótri svipan. Ólag hafði borið stefni bátsins upp á klapparnef sem hann lá við. „Stjakaðu frá“, var kallað. En það var um seinan. Við útsogið reis báturinn upp á endann. Feðgarnir sem enn voru um borð reyndu að hraða sér í átt að stefninu, því að aftan var báturinn orðinn fullur af sjó. Sonurinn varð sneggri, hafði náð taki á fangalínunni fyrir framan stefnið, þegar móðirin varð að sleppa takinu, svo sterkt var útsogið, enda hvolfdi bátn- um í sömu svipan. Sá hún son sinn ekki eftir það. í öldurótinu kastaðist bátur- inn alllangt frá landi. Ægir kon- ungur hafði komist yfir herfang sem ekki skyldi sleppt. í skím- unni sást þó að formaðurinn hafði náð taki á kilinum, en ekki var gott að vita hversu lengi kraftar entust til þess, því nú hafði straumurinn náð taki á fleytunni og bar hana óðfluga norður með landinu og í átt til hafs. Enginn annar bátur var til á heimilinu, óravegur til næstu bæja, engar líkur til að björgun tækist, enda ekkert vaskleikalið á staðnum. Pað varð því hlutskipti þess- arar tápmiklu konu að sjá mann sinn, fyrirvinnu heimilisins, og bát þeirra, sem veitt hafði þeim lífsbjörgina, hverfa saman út í sortann. Hér var því ekki annað að gera en að hraða sér til barn- anna, sem sum hver skildu lítið í atburðum, þrátt fyrir illan grun, jafnvel hinna yngstu. Huggunarorðin urðu fá, enda fárra spurninga spurt. Hér hafði orðið atburður sem hlaut að marka þáttaskil. Allslausri ekkju með þrjú börn var ómögulegt að stunda búskap á þessum árum. Hér að framan er reynt að lýsa atvikum þegar feðgarnir Alexander Jónsson og Guð- mundur Alexandersson drukknuðu í lendingunni á Grund í Mjóafirði fyrir réttum 100 árum, í desember 1889. Er frásögnin byggð á þeim fátæk- legu heimildum sem varðveist hafa hjá afkomendum og í rit- uðu máli, en fyllt í eyður til þess að draga upp heillegri mynd. Ekkjan Björg Guðmunds- dóttir flutti eftir þetta á Seyðis- fjörð, varsíðarkennd við Bjarg- holt á Seyðisfirði. Hinir þrír eftirlifandi synir komust allir tii manns. Elsturvar Sigurjón, sem lengi var til heimilis í Bjargholti, þá Gunnar sem fluttist til Kan- ada og bjó þar alla ævi, og Stefán oft kenndur við Há- reksstaði í Jökuldalsheiði, en hann á mikinn fjölda afkom- enda á Vopnafirði, Fljótsdals- héraði og víðar. Pá eignaðist Björg tvær dætur eftir að hún kom til Seyðisfjarð- ar, Alexöndru og Rósu, sem lengi voru búsettar á Seyðis- firði, er einnig frá þeim komið margt atgerfisfólk, þar á meðal miklir aflamenn og sjósóknarar. 100 ár eru ekki langur tími í sögu þjóðar. Þrátt fyrir það hafa umskiptin orðið svo algjör að yngra fólkið er nú á tímum úti- lokað að setja sig í spor þeirra sem háðu lífsbaráttuna fyrir réttri öld. Niðjar þeirra Alexanders og Bjargar ættu að minnast þeirra með mikilli virðingu. Peirra bar- átta var hörð og lauk reyndar með ósigri annars. En Björg átti samt eftir að sigrast á þessum miklu erfiðleikum. í Bjargholti reisti hún sér nýtt heimili, og með atorku sinni og útsjónar- semi ávann hún sér traust og virðingu sinna samborgara. Atburðir fyrri ára gleymdust. En á sama hátt og sjálfstæðis- baráttu þjóðarinnar er haldið til haga á spjöldum sögunnar er hollt að minnast baráttu ein- staklingsins, sem hver um sig lagði sitt litla lóð á vogarskálina, svo að sigur mætti vinnast. Á aðventu 1989 Sigurjón Bjarnason r Oskum viðskiptavinum okkar gleðilegra jóla og farsæls komandi árs Þökkum viðskiptin á árinu sem er að líða Bókaverslun ^ Brynjars Júlíussonar Hafnarbraut 15 Neskaupstað ® 71132 Dalatangi séður frá sjó. - Þar gerðist sá hörmungaratburður, sem hér er sagt frá. Mynd hb

x

Austurland

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.