Austurland


Austurland - 20.12.1989, Blaðsíða 18

Austurland - 20.12.1989, Blaðsíða 18
18 JÓLIN 1989. Skjala- og myndasafn Norðfjarðar Þetta er maðurinn Fastur liður í AUSTUR- LANDl mörg undanfarinn ár hefur verið birting mynda frá Skjala- og myndasafni Norð- fjarðar undir heitinu „Hver er maðurinn?" Þar er auglýst eftir nöfnum þess fólks sem á mynd- unum er. Það er Guðmundur Sveinsson forstöðumaður safnsins sem kemur með þessar myndir til okkar til birtingar en myndirnar berast víðsvegar frá til Guð- mundar. Margar koma úr dánar- búum og eru þá oft takmarkaðar upplýsingar um fólkið á þeim og erfitt um vik að kanna það frekar. Myndirnar eru misjafnlega gamlar, eða allt frá því að vera ríflega 100 ára gamlar og til þess að vera frá síðustu áratugum. Sem betur fer bera myndbirt- ingarnar í AUSTURLANDI oft árangur og nú viljum við sýna lesendum dæmi um það. Guð- mundur hefur nú tekið saman nöfn fólks á 13 myndum sem hann hefur fengið upplýsingar um í ár og birtast þau hér ásamt myndunum og þeim númerum sem voru á þeim við birtingu í AUSTURLANDl. hb Mynd nr. 6. Nemendur Lœrðuskólans 1883 -1884, 4. bekkur, stúdentar 1886. 1. Árni Beinteinn Gíslason, tónskáld, Kaupmannahöfn. 2. Páll Einarsson, hœstaréttadómari, Reykjavík. 3. Gísli Olafur Pétursson, lœknir, Vopnafirði o. v. 4. Jóhannes Jóhannesson, sýslumaður, Seyðisfirði. 5. Arni Jóhannesstrn, prestur, Grenivík í Höfðahverfi. 6. Jón Helgason, biskup yfir íslandi 1917 - 1938. 7. Jón Pálsson, prestur, Höskuldsstöðum í Húnavatnssýslu. 8. Stefán Stefánsson, læknir í Danmörk. 9. Theódór Jónsson, prestur, Bœgisá í Eyjafirði. 10. Hallgrímur Eggert Magnús Thorlacius, prestur Glaumbœ í Skagafirði. 11. Eggert Pálsson, prestur, Breiðabólstuð í Fljótshlíð. 12. Jón Guðmundsson, prestur og prófastur á Nesi í Norðfirði. 13. Hannes Porsteinsson, þjóðskjaluvörður, Reykjavík. 14. Kjartan Júlíus Helgason, prestur, llruna í Árnessýslu. 15. Guðmundur Helgason, prestur, Bergsstöðum í Svartaárdal. 16. Jóhannes Lárus Lynge Jóhannsson, prestur, Kvennabrekku Dalasýslu. 17. Magnús Blöndal Jónsson, prestur, Vallanesi. 18. Ólafur Finnsson, prestur, Kálfholti í Rangárvallasýslu. 19. Andreas Jakobssen, nemi en varð ekki stúdent. Mynd nr. 12. Jón Steinsson, f. 22. ágúst 1887 í Eskifjarðarseli, d. 20. júní 1937 í Hafnarfirði. Jón var lengst af sjómaður á Eskifirði, hann var faðir Steins Jónssonar, fv. skipstjóra og verðgæslumanns á Eskifirði. Mynd nr. 15. Sigurborg Þorleifsdóttir frá Krossanesi við Reyðarfjörð, f. 17. desember 1882 á Krossanesi. Foreldrar Þorleifur Bjarna- son bóndi Krossanesi og kona hans Ölveig Guðmundsdóttir. Sigurborg er móðir Sveins Þorleifs Guðmudssonar, sem allir hér í bæ kannast við sem Denna í Dagsbrún. Mynd nr. 28. Guðmundur Jónsson, f. 2. mars 1902 á Torfalæk Ásum A.-Hún. Skólastjóri við bændaskólann á Hvanneyri. Kona hans var María Ragn- hildur Ólafsdóttir frá Brimnes- gerði við Fáskrúðsfjörð. Mynd nr. 50. Bjarni Porláksson, f. 31. janúar 1873 í Þórukoti á Alftanesi, d. 29. apríl 1956 í Reykjavík. Bjarni var húsasmiður, hann var bróðir Ingibjargar konu Lúðvíks Sigurðssonar útgerðar og kaupmanns hér á Norðfirði, þau voru foreldrar Sigurðar Lúðvíkssonar hér í bæ. Bjarni byggði Lúðvíkshúsið fyrir Lúð- vík mág sinn. Mynd nr. 75. Börn Sigurbjörns Sigurðssonar bónda á Hjartarstöðum í Eiða- hreppi og konu hans Önnu Þórstínu Sigurðardóttur. T. f. v. Sigríður húsfrú Reykjavík, Jón deildarstjóri Itjá Ríkisútvarpinu, Reykjavík, Ragnhildur húsfrú Akureyri. Sigríður er móðir Önnu Þor- varðardóttur kennara við barnaskólann í Neskaupstað. Mynd nr. 92. Sigríður Vilhjálmsdóttir hús- freyja á Hánefsstöðum Seyðis- firði, f. 17. september 1835 á Steinsnesi í Mjóafirði. Sigríður var systir Hermanns Vilhjálmssonar bónda á Barðs-. nesi í Norðfirði. Hún var ammma Vilhjálms Hjálmars- sonar fv. ráðherra og bónda á Brekku í Mjóafirði. Mynd nr. 95. Ragnhildur Sigurðardóttir frá Seyðisfirði. Mynd nr. 96. T. f. v. Guðrún Friðfinnsdóttir síðar Hartmann. Kona Teits Hartmann, en þau bjuggu um tíma hér á Norðfirði. Guðrún var frá Seyðisfirði. Vantar nafn á hina konuna. Mynd nr. 97. María Ö. Ölversdóttir frá Eski- firði, nú búsett í Mosfellsbœ. Dóttir Ölvers Guðnasonar á Eskifirði. Mynd nr. 98. Jóhanna Sveinbjörg Jónsdóttir frá Stekkjarnesi í Norðfirði. Hún flutti ung með foreldrum sínum til Reykjavíkur. Hún var systir Óskars Jónssonar Hóls- £>

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.