Austurland


Austurland - 20.12.1989, Blaðsíða 22

Austurland - 20.12.1989, Blaðsíða 22
22 JÓLIN 1989. fluttar á árabátum af Borgar- firði í ósinn á síðustu árum aldarinnar? Hér getur orðið fátt um svör. Um uppboðið á efni því, sem af gekk við brúarsmíð- ina, má að sjálfsögðu lesa í Út- tekta- og uppboðsbók Hlíðar- hrepps frá þessum árum. (Hér- aðsskjalasafn, Hlí 4). Menn reka ugglaust augun í, að ótrúlega litlu fé er varið til búarsmíðarinnarsjálfrar. Hvers vegna? Svar við þeirri spurningu fæst eftir öðrum leiðurn. Það datt upp úr mér hér á dögunum við vin minn úr Jökuls- árhlíð, að ég væri að glugga í heimildir frá því um aldamót um brú á Kaldá. Benti hann mér þá á prentaða frásögn í bók. sem ég hafði lesið nýútkomna 1971, en mörgu gleymt úr, þ. á nt. því, að Kaldár væri að einhverju í henni getið. Þetta er bókin Orð skulu standa eftir Jón Helgason rit- stjóra, saga hins sérstæða og ein- staka manns Páls Jónssonar veg- fræðings. Sumarið 1899 stjórnaði hann brúarsmíð á Slenju og gerð vegar frá Egilsstaðahömrum inn fyrir Úlfsstaði á Völlum, en í tómstundum sínum, einkum um helgar, kannaði hann vegarstæði um Fagradal og samdi kostnaðar- áætlun. Við skulum grípa niður í bókina á bls. 88 - 89: Pegar vetnr lagðist að, hélt Páll til Seyðisfjarðar. Hafði hann ein- sett sér að sigla til Noregs og kynn- ast nýmœlum þeim í vegagerð, er upp kynnu að hafa komið síðustu árin. Pessa ferð œtlaði hann þó ekki að fara í óþökk þess manns, sem hann hafði þjónað sumar hvert síðustu árin: Eins og hans var von og vísa hafði hann fyrir löngu sóit um fararleyfi hjá lands- höfðingjanum eins og embœtis- menn landsins gerðu á þeim árum, þegar svipað stóð á. Páll beið skipsferðar alllengi á Seyðisfirði, og batnaði þá tíð nokkuð. Pótti Páli illt að sitja auð- um höndum, og þeim mun verra sem hann vissi óunnið verk, er hann bar fyrir brjósti. Svo varmál með vexti, að brúarstöplar höfðu verið hlaðnir við Kaldá í Hlíð hjá Sauðahyl, en brúnrt^ sjálfri ekki verið komið á. Olli því lasleiki Eiríks Guðmundssonar á Brú, er áður hafði unnið hjá Páli og tald- 0 'Ot H’SI CJ <>Z :vw VHZ V Cl O'LZ JZI v -yz cru CJ sz tJOI vrz J '6 a ii V 'K Cl zz a ‘l OIZ j >j íl oz trs 3:61 V V Ö '81 CI X VZI 0 1 fi '91 VI ^eieBumjnds Q|A JOAS ist einn manna þar efra fœr um að koma brúnni á ána. Brúarviði hafði Páll útvegað ári fyrr, og þótti honum leitt að hugsa tilþess, að þeir lœgju annan vetur í reiðu- leysi úti á víðavangi. Hann kom því að máli við Jóhannes Jóhann- esson sýslumann og bauðst dl þess að bregða sér upp í Jökulsárltlíð og koma brúnni á ána. Sýslumað- ur sló ekki hendinni á móti því, og tygjaðist Páll tilferðar. En með því að fœrð var talin vond með hesta yfir Fjarðarheiði, afréð hann að fara gangandi. Verkfœri nokkur varð hann að hafa með sér, og ekki þorði hann að treysta því, að nœgjanlegt vœri af svo stórum nöglum þar efra. Urðu það því sex fjórðungar, sem hann snaraði á bakið. Er skemmst af því að segja, að Páll lauk brúar- smíðinni á tíu dögum og kafaði að því búnu til Seyðisfjarðar í hinni verstu fœrð. En þegar til Seyðisfjarðar kom og sýslumaður hugðist gera upp reikningana, vildi Páll ekki við öðru taka en aurum, sem hann hafði greitt í ferjutoll eða annan fararbeina. „Ég slökkti engu niður," sagði hann. Pess vegna barhonum ekki heldur neitt kaup. Hitt er svo annað mál, að þessi brú varð ekki langæ samgöngu- bót fyrir þá sem leið áttu yfir Kaldá. Hún sligaðist undan snjóþyngslum veturinn 1902. Árið 1913 var svo byggð stein- steypt brú á sama stað og munu stöplar gömlu brúarinnar hafa komið þar að gagni, a. m. k. að einhverju leyti; en það er önnur saga. SÓP Heimildir aðrar en þær sem getið er í Geir Stefánsson á Sledbrjót: Munnleg texta: frásögn. Helgi Gíslason: Vegagerð og brúarsmíð Prestþjónustubók Kirkjubœjar 1877 - í Múlasýslum frá 19. öld til 1984. Múla- 1920. þing, 15. h. 1987. Alþingismannatal. Gleðileg jól FARSÆLT KOMANDI ÁR Þökkum ánægjuleg viðskipti , á árinu sem er að líða fTLa ufskálinn Nesgötu 3 Neskaupstað 01 71212 * * * - jf ***-¥■ Veiðigleði 1989 Veiðigleði norðfirskra sjómanna verður hald. í Egilsbúð föstudaginn 29. desember Húsið opnað kl. 1930 með fordrykk Borðhald hefst kl. 2000 * Matseðill + Hvítvíns-rjómasúpa með sjávarsælgæti ★ Lambapiparsteik með gratineruðu grænmeti * t * * Að loknu borðhaldi hefst dúndur dansleikur með Súellen sem stendur til kl. 0300 Miðar seldir 23. desember frá kl. 1800 til 2000 Veiðigleðinefnd

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.