Austurland


Austurland - 20.12.1989, Blaðsíða 16

Austurland - 20.12.1989, Blaðsíða 16
16 JÓLIN 1989. Líðandi ár í léttum dúr Spurningaleikur byggður á fréttum AUSTURLANDS árið 1989 Eins og undanfarin ár bregð- um við á leik í jólablaðinu og rifjum upp atburði liðins árs hér eystra með laufléttum spurn- ingaleik, sem byggður er á frétt- um AUSTURLANDS á líðandi ári. Við hverja spurningu eru birt fjögur svör og er eitt þeirra rétt. Öllum spurningunum á að vera hægt að svara með því að fletta í gegnum 39. árgang AUSTURLANDS. Pað skal tekið fram að þetta er ekki verð- launagetraun heldur einungis til gamans gert og til að rifja at- burði ársins. 1. „Hátíðarfundur í bœjar- stjórn á þriðjudag", sagði í undirfyrisögn í 1. tölublaði AUSTURLANDS sem kom út 5. janúar. Pað sem þarna var átt við var: A að bæjarstjórn Neskaup- staðar fagnaði 60 ára kaupstað- arafmæli. B að bæjarstjórn Egilsstaða fagnaði 41. árs hreppsafmæli. C bæjarstjórinn í Neskaup- stað átti afmæli. D bæjarstjórn Seyðisfjarðar fagnaði nýju ári. 2. „Höfn og Egilsstaðir með mesta fjölgun", er fyrisögn áfor- síðu 2. tbl. sem kom út 12. janú- ar. Ástœða þessarar fyrirsagnar var: A Óvenju margar barneignir á þessum stöðum. B Verslunum hafði fjölgað mikið á þessum stöðum. C íbúum á Höfn hafði fjölgað um 6,3% og íbúum Egilsstaða um 3,2%. D Bílum hafði fjölgað um 9,3% á Höfn og 8,4% á Egils- stöðum 3. „Á Stöðvarfirði var haldinn borgarafundur í janúar. Sá fundur var um: A Hvort kaupa ætti nýjan tog- ara. B Hvort sveitarstjórinn hefði staðið sig nógu vel. C Umferðarmál á staðnum. D Um atvinnumál, ástand og horfur. 4. Nýr togari bœttist í Aust- JÓLA HVAÐ! Jólaöl - Jólaljósaperur - Jólagjaf ir - Jólaglögg - Jólakonfekt Jólamatur - Jólasveinar - Jólaskap og Jóla- margt fleira Videó-jólasveinar Athugið! Nýjar myndir daglega A milli jóla og nýárs: Áramót í billjard (Upplýsingar gefa jólasveinarnir í Tröllanausti) EINSTAKT JÓLATILBOÐ Á GOSI 1 O 'Yc, AFSLÁTTUR á gosi í Vz og 1/i kössum 1 AFSLÁTTUR á gosi í stórum einingum (1,5 og 2 I) OG EKKI BARA ÞAÐ Þú verslar gosið hjá okkur og við keyrum það heim þér að kostnaðarlausu Verslið þar sem verðið og þjonustan er best Gleðileg jól Þökkum viðskiptin á árínu «• TRÖLLANAUST 71444 9 Þar sem jólaskapið byrjar fjarðaflotann í janúar. Hann heitir: A Snæfugl. B Andey. C Barði. D Snæbjörn. B Reyðarfjarðarhreppur og Eskifjarðarkaupstaður. C Egilsstaðabær og Fella- hreppur. D Seyðisfjarðarkaupstaður og Seyðisfjarðarhreppur. 5. Tveir ráðherrar voru á ferð hér eystra í janúar en þá voru þeir á fundarferð um landið. Ferð sína nefndu þeir: A Á bláu ljósi. B Á rauðu ljósi. C Á bleiku ljósi. D Bleikt og blátt. 6. „Nýtt vallarhús tekið í notkun“, segir í fyrirsögn í AUSTURLANDl 23. febrúar. Hvaða vallarhús var þetta? A Nýtt flugvallarhús í Nes- kaupstað. B Nýtt flugvallarhús á Vopna- firði. C Nýtt íþróttavallarhús á Eg- ilsstöðum. D Nýtt skeiðvallarhús á Hornafirði. 7. Pann 2. mars birtist þessi mynd af Rúnari Gunnarssyni flutningabílstjóra í Neskaup- stað. Ástœðan fyrir myndatök- unni var: A Hafin var móttaka á ein- nota öl- og gosumbúðum. B Fyrsti bjórinn kom í verslun ÁTVR. C Gölluð bjórsending varfjar- lægð úr ríkinu. D Fyrsti Beck’s bjórinn kom til Hermanns Beck. 8. Samstarf eða sameining tveggja sveitarfélaga var til um- rœðu á síðum AUSTUR- LANDS þann 2. mars þessi sveitarfélög eru: A Norðfjarðarhreppur og Neskaupstaður. 9. „Nýju reglurnar í gildi" stóð í fyrirsögn þann 16. mars. Regl- urnarsem þarna varátt við eru: A Reglur um skipaskoðun á Austurlandi. B Reglurumskoðun bifreiða. C Reglur um snjóruðning. D Reglur um bjórneyslu á vinnustöðum. 10. „Fœrðu bœnum gifs- mynd“, stóð í fyrirsögn 16. mars. Peir semþað gerðu voru: A Þeir sem fótbrotnað höfðu í hálkunni. B Krakkar úr fjórða bekk Nesskóla. C Konur úr Kvennadeild SVFÍ. D Brottfluttir myndlistar- menn. 11. Á forsíðu þann 22. mars er sagt frá bílum sem tepptust í snjó. Pessi mynd var tekin þá en bílarnir voru tepptir: A Á Fagradal. B Á Fjarðarheiði. C Á Hólmahálsi. D Á Oddsskarðsvegi. 12. „Tvítug Fáskrúðsfjarð- armœr valin“, segir í fyrirsögn 6. apríl. En tilefnið var að hún var valin: A til forystu í Kvenfélagi Fá- skrúðsfjarðar. B fulltrúi Fáskrúðsfjarðar í línubeitningu á sumarhátíð ÚÍA. C Fegurðardrottning Austur- lands. D Fegurðardrottning íslands Gleðileg jól FARSÆLT KOMANDI ÁR Þökkum viðskiptin á árínu sem er að líða

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.