Austurland


Austurland - 20.12.1989, Blaðsíða 11

Austurland - 20.12.1989, Blaðsíða 11
JÓLIN 1989. 11 lúðrasveitin um með tónleika nánast á hverju ári og spilaði auk þess víða við ýmis tækifæri. Nokkur greiðsla fékkst venju- lega fyrir hverja spilamennsku og hafði sveitin því þokkaleg fjárráð. Eftir 1969 dró umtals- vert úr starfsemi lúðrasveitar- innar þar til henni lauk endan- lega á árinu 1973. Út frá lúðrasveitinni hófst öfl- ugt tónlistarlíf í Neskaupstað og má m. a. nefna eftirtalda tónlist- armenn sem stigu sín fyrstu músíkspor innan hennar: Lárus Sveinsson, Birgir D. Sveinsson, Guðmundur Haraldsson, Hlöðver Smári Haraldsson, Lúðrasveit Neskaupstaðar 1956. Fremri röð frá vinstri: Olafur H. Jónsson, Kristþór B. Helgason, Birgir D. Sveinsson, Jón Lundberg, Haraldur Guð- mundsson stjórnandi, Pálmar Magnússon, Óskar Óskarsson, Jón Karlsson. Aftari röð frá vinstri: Geir B. Jónsson, Ottó Sigurðsson, Lár- us Sveinsson, Óskar Jónsson, Höskuldur Stefánsson, Guð- mundur Haraldsson, Friðrik' Sigurðsson og Kristján Lundberg. Lúðrasveit Neskaupstaðar 1957. Myndin er tekin við vígslu sjúkra- hússins í Neskaupstað. Lengst til vinstri stendur Haraldur Guð- mundsson stjórnandi. Aftasta röð frá vinstri: Höskuldur Stefáns- son, Geir B. Jónsson, Kristján Lundberg. Nœstaftasta röð: Kristþór B. Helgason, Jón Karlsson og Guðmundur Haraldsson. Nœst- fremsta röð: Lárus Sveinsson, Óskar Jónsson og Friðrik Sigurðs- son. Fremsta röð: Gísli S. Gíslason, Óskar Óskarsson og Jón Lundberg. Ljósm. Sigurður Guðmundsson Smári Geirsson, Þórður Ó. um sem eitthvað gátu spilað á Guðmundsson, Jón Lundberg blásturshljóðfæri til bæjarins. og Örn Óskarsson. Og vissulega Því var það árið 1956 þegar mætti telja fleiri. fréttist að Jón Ásgeirsson, sem Félagar í lúðrasveitinni höfðu þá var útskrifaður úr tónlistar- mikinn áhuga á að ná sem flest- skóla í Reykjavík og lék m. a. r Oskum viðskiptavinum okkar gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári Þökkum viðskiptin á árinu sem er að líða Vélar hf. Vatnagörðum 16 Reykjavík Lúðrasveit Neskaupstaðar að leika á útisamkomu í Atlavík. Stjórnandi er Haraldur Guðmundsson Myndin er tekin á árunum 1956 - 1957. Lárus Sveinsson trompetleikari. A fyrsta eða öðru starfsári Lúðr- asveitar Neskaupstaðar vantaði tilfinnanlega althornleikara í sveit- ina. Jón Lundberg hafði um tíma aðstoðað Birgi D. Sveinsson, bróður Lárusar, að innrétta sér kjallaraherbergi og á meðan þeir unnu við innréttingarnar hlustuðu þeir á Llarus spila á munnhörpu á efri hœðinni. Lárus stillti útvarpið hátt á Radio Luxemburg og lék með útvarpinu ásamt því að stappa taktinn kröftuglega. Jóni datt í hug að reyna Lalla litla á althornið og sýndi hann snemma óvenju mikla tónlistarhœfileika. Fljótlega hóf Lárus síðan básúnu- leik í sveitinni og að lokum tók hann að blása í trompet. Lárus hefur verið 1. trompetleikari Sinfóníuhljómsveitar íslands um margra ára skeið. Ljósm. Vilberg Guðnason Jón Ásgeirsson tónskáld. Jón var fyrsti skólastjóri tónlistar- skóla í Neskaupstað. á valthorn, væri að vinna við smíðar í Grímsárvirkjun, að mönnum datt i hug að fá hann til að setjast að í Neskaupstað. Tvær ástæður voru fyrir áhuga lúðrasveitarfélaga á að fá Jón til bæjarins, sú fyrri að hann myndi verða sveitinni góður liðsstyrk- ur, en sú síðari að hann yrði heppilegur skólastjóri tónlistar- skóla, sem þá var rætt um að koma á fót. Haraldur hafði sam- band við Jón og var ákveðið að halda fund á Reyðarfirði um málið næsta laugardag. Áður en til fundarins á Reyð- arfirði kom gengu Haraldur Guðmundsson og Óskar Jóns- son á fund Bjarna bæjarstjóra til að ræða nánar stofnun tónlist- arskóla. Bjarni tjáði þeim lúðra- sveitarfélögum að afstaða bæjaryfirvalda til skólastofnun- arinnar væri jákvæð. „Þið skulið bara sjá um að koma skólanum á fót“, sagði Bjarni. Þeir Haraldur og Óskar héldu til Reyðarfjarðar umræddan dag og hófu viðræður við Jón. Fljótlega fóru þeir allir þrír til Neskaupstaðar og héldu áfram bollaleggingum heima hjá Ósk- ari. Um kvöldið var Jóni síðan skilað aftur til Reyðarfjarðar og þá var ákveðið að hann £>

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.