Austurland


Austurland - 29.05.1991, Page 6

Austurland - 29.05.1991, Page 6
6 MIÐVIKUDAGUR, 29. MAÍ 1991. Seyðisfjörður Aðalfundur Dvergasteins hf. Aðalfundur Dvergasteins hf. var haldinn sl. miðvikudag. Út- koma sl. árs var neikvæð um 7 milljónir króna enda var starfs- tími stutlur og þar að auki var síldarsöltun sáralítil. Stjórn fé- lagsins var endurkjörin. Á yfirstandandi ári hefur ver- ið vöntun á fiski til vinnslu. í aprílmánuði var nægur fiskur og var þá rekstur jákvæður. Togar- inn Gullver landaði sl. mánudag 80 tonnum en fór síðan í sigl- ingartúr og er þá hætt við að fisk muni skorta til vinnslu hjá Dvergasteini. Nokkur afli berst þó frá smábátum en afli þeirra hefur verið mjög tregur nú undanfarið. Hjá Dvergasteini hf. starfa 60 - 65 manns og er fyrirtækið stærsti atvinnurekandi á staðnum. Pað er því mikilvægt að vel gangi hjá þessu unga fé- lagi. JJ Útgerðarvörur - veiðarfæri - hreinlætisvörur-vinnufatnaður-íþróttavörur í Útgerðarvörurdeildinni eigum við flest til togveiða, línuveiða og handfæraveiða. Einnig hreinlætisvörur og ýmsar aðrar rekstrarvörur fyrir útgerðar- og fiskvinnslufyrirtæki. Góðar vörur á góðu verði. í sportvörudeildinni eigum við m. a.: fótbolta, fótboltaskó, legghlífar, töskur, sokka og boli frá Hi-Tec, sundoli, sundskýlur og sundgleraugu frá Speedo, hlaupa-, trimm- og gönguskó frá Reebok og Head, sport- og útivistarfatnað frá Benger og Sjóklæðagerðinni. Auk þess mikið úrval af vinnufatnaði, stígvélum og vinnuskóm. - Sendum í póstkröfu. VERSLUN W1 HAFNARBRAUT 6 - NESKAUPSTAÐ S 7 11 33 Meðhjálpara vantar í Norðfjarðarkirkju Ert þú ekki tilbúinn að taka að þér starf meðhjálpara í kirkjunni þinni? Hugleiddu þetta og hafðu samband við Steinþór í síma 71488, Neskaupstað. Nýjung á Norðfirði Bætt þjónusta Greiðslumat vegna húsnæðislána Frá 6. maí sl. hefur Sparisjóöur Norðfjarðar annast greiðslumat fyrir þá sem hyggja á fasteignakaup. Þessi þjónusta er veitt samkvæmt samningi við Húsnæðisstofnun ríkisins. Allar nánari upplýsingar veitir Magnús D. Brandsson skrifstofustjóri Sparisjóðurinn Hagur heimamanna Sendum sjómönnum og fjölskyldum þeirra Fótboltinn heillaóskir í tilefni farinn að rúlla sjómannadags Netagerð Friðriks Vilhjálmssonar hf. Neskaupstað Eins og fram hefur komið hófst keppni í 3. deild karla í knattspyrnu um síðustu helgi. Þróttur lék þá gegn ÍK á gervi- grasinu í Kópavogi og lauk leiknum með jafntefli 1-1. Leikurinn hófst nokkuð fjör- lega og sótti Þróttur mjög stíft fyrsta ljorterið enda með vind í bakið. En fljótlega tók að draga til tíðinda; ÍK-menn fengu dæmda vítaspyrnu, sem ívar Sæmundsson gerði sér lítið fyrir og varði glæsilega. Skömmu síð- ar var svo Sigurjóni Kristinssyni vikið af velli á vafasaman hátt. Við þetta róaðist leikurinn. Strax í upphafi síðari hálfleiks náði ÍK forystu. Við það efldust Þróttarar og yfirspiluðu Kópa- vogsmenn. En það var ekki fyrr en þremur mfnútum fyrir leiks- lok að baráttan skilaði sér en þá skoraði hinn efnilegi og 17 ára gamli ívar’Kristinsson jöfnunar- mark eftir glæsilegan undirbún- ing Kristjáns Svavarssonar. Næsti leikur Þróttar í 3. deild verður á laugardag kl. 1415 á malarvellinum í Neskaupstað. Þá kemur Skallagrímur frá Borgarnesi í heimsókn. Einn leikur var leikinn í Aust- urlandsriðli 4. deildar um helg- ina, Valur sigraði Hugin 5 - 1 á Seyðisfirði. EK r Oskum norðfirskum sjómönnum og fjölskyldum þeirra til hamingju með sjómannadaginn SÍLDARVINNSLAN HF. Neskaupstað

x

Austurland

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.