Austurland


Austurland - 29.05.1991, Blaðsíða 12

Austurland - 29.05.1991, Blaðsíða 12
TROLLANAUST HF. 'mypjyieskaupstað S 71444 » Söluskáli - Bensín Olíuvörur—Verslun—Vídeó—Billjard Mestum afla landað á Eskifirði Neskaupstaður í fjórða sæti í apríllok í bráðabirgðatölum Fiskifé- lags íslands um heildarafla landsmanna fyrstu fjóra mánuði ársins kemur fram að mestum afla hefur verið landað í Vest- mannaeyjum en næstmestum á Eskifirði. Neskaupstaðurer síð- an í fjórða sæti verstöðva í lok apríl. Á Eskifirði hafði verið landað 28.958 tonnum um síðustu mán- aðamót en til Neskaupstaðar höfðu borist 27.279 tonn. Drýgstur hluti þessa afla er að sjálfsögðu loðna. Fiér á eftir verður birt tafla sem sýnir annars vegar landað- an afla í austfirskum höfnum í aprílmánuði 1991 og 1990 og hins vegar heildarafla sem á land barst til einstakra staða austanlands fyrstu fjóra mánuði þessa árs og síðasta árs. í töfl- unni kemur skýrt fram hve mikil áhrif minnkandi loðnuveiði á síðustu vertíð hafði fyrir aust- firskar loðnuhafnir. Apríl 1991 Apríl 1990 Janúar 1991 - apríl 1990 Bakkafjörður 130 186 272 404 Vopnafjörður .... 602 669 6.579 ' 7.852 Borgarfjörður .... 26 122 47 229 Seyðisfjörður 139 31 10.334 89.572 Neskaupstaður .... 1.249 1.483 27.279 65.654 Eskifjörður 786 986 28.958 72.356 Reyðarfjörður .... 662 751 7.675 30.570 Fáskrúðsfjörður . . . 1.356 1.514 3.528 4.214 Stöðvarfjörður .... 513 604 1.533 1.467 Breiðdalsvík 357 826 1.052 1.865 Djúpivogur 663 373 1.699 1.606 Hornafjörður 2.863 2.488 10.855 22.949 Frá Djúpavogi, en þar er atvinnuástand gott og kvótinn hefur haldist í byggðarlaginu. Djúpavogur Helstu verkefni sumarsins tengjast vatnsveitunni AUSTURLAND hafði sam- band við Ólaf Ragnarsson sveit- arstjóra á Djúpavogi og spurði hann hvaða verkefni yrðu efst á baugi hjá sveitarfélaginu í sumar. Ólafur tjáði blaðinu að helstu verkefnin tengdust vatnsveit- unni. í fyrsta lagi yrði unnið að úrbótum á vatnsbólinu inn á Bú- landsdal og í öðru lagi yrði reistur 300 rúmmetra miðlunartankur. Þá er ráðgert að byggja fyrsta áfanga íþróttahúss en það er framkvæmd upp á 13 milljónir króna og felur í sér uppsteypu á sökklum og kjallara undir baðhús. Húsið er 934 fermetrar að stærð. Neskaupstaður Tröllanaust verslar með fisk Söluskálinn Tröllanaust í Neskaupstað hóf fyrir skömmu að selja fisk sem pakkaður er í lofttæmdar umbúðir. Er fiskur- inn í öllum tilfellum fullverkað- ur og tilbúinn í pottinn. Hér er um að ræða mjög fjölbreytt úr- val og er t. d. hægt að kaupa í skálanum nýjan fisk, skötu, kinnar, gellur, sigin fisk og salt- fisk svo eitthvað sé nefnt. Frá því að fisksalan hófst hefur hún verið sívaxandi og virðast viðskiptavinir vera sérstaklega ánægðirmeðhiðmiklaúrval. Hafa sumir þéirra haft á orði að það væri kominn tími til að unnt væri að njóta meira fiskúrvals í Nes- kaupstaðen t. d. á Egilsstöðum. Nú hefur Tröllanaust hafið sölu á fiskinum til nágranna- staða hér eystra og er ætlunin að auka þau viðskipti. Þá hefur lausleg markaðskönnun gefið til kynna að unnt væri að selja þennan fisk frá Tröllanausti í stórum stíl til verslana á Reykja- víkursvæðinu. Guðrún Ósk Hrólfsdóttir afgreiðslustúlka í Tröllanausti með ftsk í lofttœmdum umbúðum. Ljósm. AB Vert er að geta þess að á Djúpavogi er í byggingu dvalar- heimili fyrir aldraða sem hýst getur 12 vistmenn. Nú er lokið við að steypa grunn en stærsti hluti kostnaðar hefur verið greiddur með gjafafé. Fyrir utan þessar fram- kvæmdir mun sveitarfélagið sinna almennum fegrunar- og viðhaldsverkefnum en hins veg- ar verður hlé á gatnagerðar- framkvæmdum. í fyrra var lögð klæðning á 1,2 km gatna og var ákveðið að láta fé renna til ann- arra verkefna í ár. Ólafur sagði að atvinnuá- stand á Djúpavogi hefði verið gott og sérstaklega mikið hefði verið að gera í apríl og maí en þá barst mikill steinbítsafli að landi. Kvótinn í byggðarlaginu, sem er um 4.200 tonn, hefur haldist þar kyrr og ekki verið seldur burt.

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.