Dægradvöl - 01.06.1950, Blaðsíða 2

Dægradvöl - 01.06.1950, Blaðsíða 2
^LEYNILÖGREGLUVERKEFNI: Morðið yið Washington Square Það var tckið að skyggja við Washington S<juarc Jicgar vegíarendur heyrðu að skræk- róma kvenraddir hrópuðu allt í einu: „Hjáilp! Lögregluna!“ Tveir kvenmenn hlupu herhöfðaðir niður dyraþrep rauðs steinhúss, sem sncri út að skrúðgarðinum. Lögregluþjónn einn, er hafði varðgæzlu þarna í nánd um þetta leyti, tók á rás til kvennanna, þaggaði niður í þeim og hélt upp tröppur hússins. Konurnar fylgdu á eft- ir og innan stundar var hurðinni skellt á nefið á forvitnum mannfjöldanum, scm þegar hafði safnazt í kringum húsið. Konurnar voru vinnukonur frú Sarali Goodill, er var auðug ekkja og eigandi hússins, sem vinnukonurnar komu út úr og fóru inn í aftur ásamt lögregluþjóninum. Onnur þeirra hafði komið að hinni öldr- uðu húsmóður sinni látinni í rúmi hennar. „Kyrkt!“ hljóðaði úrskurður lögregluþjóns- ins, þcgar hann gekk inn í herbergið, Jrar sem líkið lá. Útlit líksins bar Jress ótvíræð- an vitnisburð. „Hver kom að henni?" spurði lögreglu- þjónninn, hinar lafhræddu vinnukonur, um leið og hann símaði til aðalbækistöðva lög- reglunnar. Mary Joncs tókst að stilla sig nógu lcngi til þcss að vcra l'ær unt að gefa nokkurn veginn viðhlítandi skýringu. „Ég kom að henni, herra. Það er þessi dr. Krauss, sem hefur gert þetta. Ég hafði ckki horft á liann nema augnablik, jtegar ískakl- ur hrollur fór um mig alla! Hann var sá eini, scm hingað kom. Hann lilýtur að hafa gert |jað.“ Eftir að lögrcglujrjónninn hafði spurt vinnukonurnar all-margra spurninga, lágu atburðirnir sæmilega ljóst fyrir: Skömmu eftir hádegisverð hafði frú Goodill sagt vinnukonunum að hún ætti von á mamii að nal'ni dr. Krauss kl. 3. Það átti undir eins að vísa honum til herbcrgis hennar. Klukkan rúmlega þrjú, kom svart- skcggjaður maður, með dökk gleraugu og svarta leðurtösku, hringdi dyrabjöllunni og rétti fram nafnspjald, sem á stóð prcntað: „Dr. Heinrich Krauss.“ Mary Jones hafði fylgt honum upp stigann og að lierbergis- dyrum frú Goodill, en húsmóðirin stóð upp af lcgubekknum, senr hún hafði hvílzt á, og hleypti honum inn til sín. Esther Potts, liin vinnukonan, hafði séð manninn halda upp stigann með Mary. Báðar lýstu Jrær honum sem hávöxnum, vel kilæddum og grönnum manni, er var hastur í málrómi. Hann tal- aði með þýzkum áherzlum. Tíu mínútum síðar kom hann hljóðlega niður stigann. Á meðan dr. Krauss var uppi hjá frú Goodill, höfðu vinnukonurnar, sem vortt í eldhúsinu, ekki heyrt nein hljóð að ofan. „Húsmóðir ykkar hefir beðið mig að skila til ykkar," sagði hann. „Hún sefur núna og vill ekki verða trufluð fyrr en eftir kvöldverðartíma." Hann kvaddi og fór gangandi leiðar sinn- ar. Koma hans liafði ekki vakið neina sér- staka forvitni þcirra, Jtví að húsmóðirin var gigtveik og hafði ileitað ýmsra lækna svo árum skipti. Hún hafði jafnvel oft leitað sér heilsubótar við heitar uppsprettulindir og í heilsuhælum. Hún hafði engan sérstak- DÆGRADVÖL

x

Dægradvöl

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dægradvöl
https://timarit.is/publication/825

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.